Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 09:02 Landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir, fjórfaldur Norður-Evrópumeistari á síðasta ári. vísir / ívar Landslið Íslands í áhaldafimleikum eru á leiðinni á heimsmeistaramót í Indónesíu. Stífar æfingar hafa farið fram í allt sumar og lokahönd var lögð á undirbúninginn hérlendis í gær með því að keppa í fimleikakeppni á netinu. „Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París Fimleikar Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París
Fimleikar Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira