Handbolti

Valur á­fram eftir góðan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markahæst í dag.
Markahæst í dag. Vísir/Anton Brink

Valur er komið í 3. umferð Evrópudeildar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Unirek frá Hollandi að Hlíðarenda í dag, lokatölur 30-26.

Valskonur höfðu unnið fyrri leikinn með eins marks mun og vinna því einvígið sannfærandi með fimm mörkum.

Thea Imani Sturludóttir var markahæst í liði Vals með 6 mörk. Auður Ester Gestsdóttir skoraði 5 mörk og Lilja Ágústsdóttir skoraði 4 mörk áður en hún þurfti að fara meidd af velli undir lok fyrri hálfleiks. Mbl.is greinir frá að Lilja hafi þurft aðstoð við að komast af velli.

Hafdís Renötudóttir átti stórleik í markinu og varði 15 skot, þar af tvö víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×