Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 20:39 Lögreglan hélt meintum árásarmanni á jörðinni. Spurður um kennitölu mun hann hafa svarað „6666 fokkaðu þér“ samkvæmt sjónarvotti. TikTok Maður var í nótt handtekinn í Seljahverfi í Reykjavík fyrir að ráðast á leigubílstjóra. Sjónarvottur segir að árásarmaðurinn hafi tekið leigubílstjórann hálstaki og að bílstjórinn hafi verið með „ljótan hósta“ eftir árásina. Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur. Leigubílar Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Ekki hefur náðist í lögreglu í dag vegna málsins en fram kom í dagbók lögreglu í morgun maður hefði verið handtekinn fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Breiðholti. Árásin átti sér stað í Kambaseli en Bergþór Reynisson, íbúi í götunni, varð vitni að handtökunni. Hann segist hafa setið fyrri framan á sjónvarpið ásamt vinkonu sinni og bróður þegar skyndilega heyrðust flaut úti á götunni upp úr miðnætti í nótt. Það hafi hljómað eins og einhver lægi á bílflautunni. „Hvað er að gerast?“ segist Bergþór hafa velt fyrir sér og þau ákváðu að gægjast út til að kanna málið. Þrímenningarnir voru rétt svo stignir út á svalir þegar tveir lögreglubílar birtust skyndilega í botnlanganum. „Og þeir [lögregluþjónarnir] hlaupa út og grípa gæjann, eða farþegann, í leigubílnum,“ segir Berþór sem bætir við að lögreglan hafi verið heillengi á vettvangi. „6666 fokkaðu þér“ Bergþór náði myndskeiði af lögregluaðgerðinni og birti á TikTok. @beggireynis Heyrðum stanslaust flaut frá leigubílnum, farþeginn tekinn fyrir líkamsáras. Hugsanlega hafði hann verið að kyrkja bílstjórann, svo var bílstjórinn haltur og tekinn seinna meir inn í sjúkrabíl. #fyp #fyrirþig #fyrirþigsíða #lögreglan ♬ original sound - Beggi Lögreglan hafi haldið meintum árásarmanninum í jörðinni og spurt hann spurninga, en farþeginn hafi ekki reynst sérstaklega samvinnufús. Bergþór lýsir því að farþeginn, sem virtist vera ungur íslenskur maður um tvítugt, hafi svarað lögreglunni aðspurður að kennitala sín væri „6666 fokkaðu þér“. Með ljótan hósta Sjúkrabíll kom loksins á staðinn skömmu síðar. „Leigubílstjórinn var með rosalega ljótan að hósta,“ heldur Bergþór áfram, „þannig að okkur grunaði að farþeginn hafi verið að reyna að kyrkja hann.“ Bergþór segist svo hafa fengið það staðfest frá kunningja sínum sem tengdist bílstjóranum fjölskylduböndum að farþeginn hefði tekið bílstjórann hálstaki. Bílstjórinn sé um fertugt. Hann hefur eftir sama kunningja að meiðslin hafi ekki verið talin alvarleg og að leigubílstjórinn hafi aftur mætt í vinnuna í dag. Að öðru leyti kveðst Bergþór ekki þekkja málavexti betur.
Leigubílar Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira