Sport

Bald­vin bætti Ís­lands­metið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldvin Þór Magnússon á mörg Íslandsmet og bætti eitt af þeim um helgina.
Baldvin Þór Magnússon á mörg Íslandsmet og bætti eitt af þeim um helgina. Vísir/Einar

Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 10 kílómetra götuhlaupi um helgina.

Baldvin kom í mark á 28,37 mínútum en hlaupið fór fram í Rúmeníu.

Baldvin bætti þarna sitt eigið met en hann hafði hlaupið á 28,51 sekúndum í október árið 2023.

Baldvin hefur verið duglegur að bæta Íslandsmetin undanfarin ár. Hann á einnig metin utanhúss í 1500 metra hlaupi, 3000 metra hlaupi, 5000 metra hlaupi og 5 kílómetra götuhlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×