Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2025 22:45 Gunnar Vatnhamar hefur verið ein styrkasta stoð Víkings undanfarin ár. vísir/diego Hetjurnar í Íslandsmeistaraliði Víkings eru margar en fáir eru því mikilvægari en færeyski varnarmaðurinn Gunnar Vatnhamar. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Víkingur varð í gær Íslandsmeistari eftir 2-0 sigur á FH í Víkinni í gær. Valdimar Þór Ingimundarson og Helgi Guðjónsson skoruðu mörk Víkings sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og átta sinnum alls. Gunnar lék allan leikinn í vörn Víkings og eins og oftast þegar hann gerir það vinna þeir rauðu og svörtu. Gunnar hefur verið í byrjunarliði Víkinga í fimmtán af 25 leikjum þeirra í Bestu deildinni. Víkingur hefur unnið ellefu af þessum fimmtán leikjum, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik. Víkingur hefur aftur á móti aðeins unnið fjóra af leikjunum tíu þar sem Gunnar hefur ekki verið í byrjunarliðinu, gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum. Víkingar hafa einungis haldið tvisvar sinnum hreinu án Gunnars en fimm sinnum með hann í byrjunarliðinu. Með Gunnar í byrjunarliði 15 leikir 11 sigrar 3 jafntefli 1 tap Markatala: 33-14 5 sinnum haldið hreinu Án Gunnars í byrjunarliði 10 leikir 4 sigrar 3 jafntefli 3 töp Markatala: 20-16 2 sinnum haldið hreinu Víkingur hefur fengið áttatíu prósent stiga sem í boði voru í leikjunum sem Gunnar hefur byrjað en aðeins fimmtíu prósent í leikjunum sem hann hefur verið frá eða byrjað á varamannabekknum. Gunnar kom til Víkings frá Víkingi í Götu vorið 2023. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Víkingi og einu sinni bikarmeistari. Þá varð hann Færeyjameistari með Víkingi í Götu í tvígang. Hinn þrítugi Gunnar hefur leikið 62 leiki í Bestu deildinni og skorað sjö mörk. Hann hefur einnig leikið sjö bikarleiki og sextán leiki í Evrópukeppnum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur umbreyst á undanförnum árum og varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í Fossvoginum. 6. október 2025 15:15 Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í gærkvöldi með 2-0 sigri á FH en titilinn er í höfn þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir af mótinu. 6. október 2025 07:11 Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Víkingur er Íslandsmeistari karla í fótbolta árið 2025 eftir 2-0 sigur gegn FH í 25. umferð Bestu deildar karla. Valdimar Ingimundarson og Helgi Guðjónsson skoruðu mörkin sem tryggðu Víkingum titilinn. 5. október 2025 18:32 „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslandsmeistarinn Helgi Guðjónsson segir hugarfarsbreytingu hafa orðið hjá Víkingum eftir skellinn sem þeir fengu í Evrópueinvíginu gegn Bröndby. 5. október 2025 22:06 „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Þjálfarinn og Íslandsmeistarinn Sölvi Geir Ottesen var meyr og hrærður þegar hann ræddi við Gunnlaug Jónsson skömmu eftir að flautað var til leiksloka í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með var ljóst að Víkingar væru orðnir Íslandsmeistarar í fótbolta árið 2025. 5. október 2025 21:35 Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Frábært. Geggjað. Góður endir á góðu sumri og mikill léttir að hafa náð að klára þetta í kvöld“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, Íslandsmeistari með liði Víkings, eftir að hafa tryggt titilinn með 2-0 sigri gegn FH. 5. október 2025 21:47 Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Víkingar eru Íslandsmeistarar í fótbolta árið 2025. Það varð ljóst eftir 2-0 sigur á FH í 25. umferð Bestu deildar karla. 5. október 2025 21:51 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Víkingur varð í gær Íslandsmeistari eftir 2-0 sigur á FH í Víkinni í gær. Valdimar Þór Ingimundarson og Helgi Guðjónsson skoruðu mörk Víkings sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og átta sinnum alls. Gunnar lék allan leikinn í vörn Víkings og eins og oftast þegar hann gerir það vinna þeir rauðu og svörtu. Gunnar hefur verið í byrjunarliði Víkinga í fimmtán af 25 leikjum þeirra í Bestu deildinni. Víkingur hefur unnið ellefu af þessum fimmtán leikjum, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik. Víkingur hefur aftur á móti aðeins unnið fjóra af leikjunum tíu þar sem Gunnar hefur ekki verið í byrjunarliðinu, gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum. Víkingar hafa einungis haldið tvisvar sinnum hreinu án Gunnars en fimm sinnum með hann í byrjunarliðinu. Með Gunnar í byrjunarliði 15 leikir 11 sigrar 3 jafntefli 1 tap Markatala: 33-14 5 sinnum haldið hreinu Án Gunnars í byrjunarliði 10 leikir 4 sigrar 3 jafntefli 3 töp Markatala: 20-16 2 sinnum haldið hreinu Víkingur hefur fengið áttatíu prósent stiga sem í boði voru í leikjunum sem Gunnar hefur byrjað en aðeins fimmtíu prósent í leikjunum sem hann hefur verið frá eða byrjað á varamannabekknum. Gunnar kom til Víkings frá Víkingi í Götu vorið 2023. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Víkingi og einu sinni bikarmeistari. Þá varð hann Færeyjameistari með Víkingi í Götu í tvígang. Hinn þrítugi Gunnar hefur leikið 62 leiki í Bestu deildinni og skorað sjö mörk. Hann hefur einnig leikið sjö bikarleiki og sextán leiki í Evrópukeppnum.
Með Gunnar í byrjunarliði 15 leikir 11 sigrar 3 jafntefli 1 tap Markatala: 33-14 5 sinnum haldið hreinu Án Gunnars í byrjunarliði 10 leikir 4 sigrar 3 jafntefli 3 töp Markatala: 20-16 2 sinnum haldið hreinu
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur umbreyst á undanförnum árum og varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í Fossvoginum. 6. október 2025 15:15 Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í gærkvöldi með 2-0 sigri á FH en titilinn er í höfn þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir af mótinu. 6. október 2025 07:11 Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Víkingur er Íslandsmeistari karla í fótbolta árið 2025 eftir 2-0 sigur gegn FH í 25. umferð Bestu deildar karla. Valdimar Ingimundarson og Helgi Guðjónsson skoruðu mörkin sem tryggðu Víkingum titilinn. 5. október 2025 18:32 „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslandsmeistarinn Helgi Guðjónsson segir hugarfarsbreytingu hafa orðið hjá Víkingum eftir skellinn sem þeir fengu í Evrópueinvíginu gegn Bröndby. 5. október 2025 22:06 „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Þjálfarinn og Íslandsmeistarinn Sölvi Geir Ottesen var meyr og hrærður þegar hann ræddi við Gunnlaug Jónsson skömmu eftir að flautað var til leiksloka í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með var ljóst að Víkingar væru orðnir Íslandsmeistarar í fótbolta árið 2025. 5. október 2025 21:35 Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Frábært. Geggjað. Góður endir á góðu sumri og mikill léttir að hafa náð að klára þetta í kvöld“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, Íslandsmeistari með liði Víkings, eftir að hafa tryggt titilinn með 2-0 sigri gegn FH. 5. október 2025 21:47 Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Víkingar eru Íslandsmeistarar í fótbolta árið 2025. Það varð ljóst eftir 2-0 sigur á FH í 25. umferð Bestu deildar karla. 5. október 2025 21:51 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur umbreyst á undanförnum árum og varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í Fossvoginum. 6. október 2025 15:15
Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í gærkvöldi með 2-0 sigri á FH en titilinn er í höfn þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir af mótinu. 6. október 2025 07:11
Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Víkingur er Íslandsmeistari karla í fótbolta árið 2025 eftir 2-0 sigur gegn FH í 25. umferð Bestu deildar karla. Valdimar Ingimundarson og Helgi Guðjónsson skoruðu mörkin sem tryggðu Víkingum titilinn. 5. október 2025 18:32
„Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslandsmeistarinn Helgi Guðjónsson segir hugarfarsbreytingu hafa orðið hjá Víkingum eftir skellinn sem þeir fengu í Evrópueinvíginu gegn Bröndby. 5. október 2025 22:06
„Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Þjálfarinn og Íslandsmeistarinn Sölvi Geir Ottesen var meyr og hrærður þegar hann ræddi við Gunnlaug Jónsson skömmu eftir að flautað var til leiksloka í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með var ljóst að Víkingar væru orðnir Íslandsmeistarar í fótbolta árið 2025. 5. október 2025 21:35
Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Frábært. Geggjað. Góður endir á góðu sumri og mikill léttir að hafa náð að klára þetta í kvöld“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, Íslandsmeistari með liði Víkings, eftir að hafa tryggt titilinn með 2-0 sigri gegn FH. 5. október 2025 21:47
Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Víkingar eru Íslandsmeistarar í fótbolta árið 2025. Það varð ljóst eftir 2-0 sigur á FH í 25. umferð Bestu deildar karla. 5. október 2025 21:51