Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 11:04 Eftir því sem börn á fleiri börn á grunnskólaaldri er líklegra að það telji sumarfríið of langt. Vísir/Vilhelm Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna. Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna.
Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49