Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar 7. október 2025 16:03 „Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
„Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun