„Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 17:32 Sævar Atli Magnússon mætir í landsliðsverkefnið í frábærum gír. Getty/Mike Egerton Sævar Atli Magnússon, eða „Evrópu Sævar“ eins og hann er kallaður af fjölmiðlum í Björgvin í Noregi, er mættur til móts við íslenska landsliðið í banastuði. „Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
„Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira