Fótbolti

„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“

Sindri Sverrisson skrifar
Logi Tómasson styður við bakið á Mikael Agli Ellertssyni þó að auðvitað sé samkeppni þeirra á milli um að byrja landsleiki. Hér eru þeir ásamt reynsluboltanum Guðlaugi Victori Pálssyni.
Logi Tómasson styður við bakið á Mikael Agli Ellertssyni þó að auðvitað sé samkeppni þeirra á milli um að byrja landsleiki. Hér eru þeir ásamt reynsluboltanum Guðlaugi Victori Pálssyni. Getty/Alex Nicodim

Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna.

Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna.

Logi hefur verið að byrja alla leiki Samsunspor, hvort sem er í tyrknesku úrvalsdeildinni eða Sambandsdeild Evrópu, eftir komuna frá Noregi í sumar.

„Ég komst strax vel inn í hlutina þar og hef verið að spila alla leiki, þannig að ég er mjög sáttur þar,“ sagði Logi í viðtali á hóteli íslenska landsliðsins í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Klippa: Logi klár þegar kallið kemur

Í landsliðinu, sem mætir Úkraínu á föstudag og svo Frakklandi á mánudag, á Laugardalsvelli, er Logi hins vegar í harðri samkeppni við Mikael Egil. Sá síðarnefndi spilaði báða leikina í síðasta leikjaglugga, gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Hvernig hyggst Logi vinna sér sæti á ný í liðinu?

„Bara með því að nýta sénsinn þegar maður fær hann, og æfa vel. Hann [Mikael Egill] stóð sig vel í síðasta verkefni þannig að maður verður bara að styðja við bakið á honum og vera klár ef að kallið kemur,“ segir Logi sem vill auðvitað eins og aðrir byrja alla leiki:

„Maður er auðvitað alltaf svekktur en það er partur af þessu að mæta líka þegar maður er ekki að spila. Það vilja allir spila en svona er þetta.“

Viðtalið við Loga má sjá í heild hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×