Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 21:16 Glódís Perla Viggósdóttir til varnar gegn Vicky Lopez á Johan Cruyff leikvanginum í Barcelona í kvöld. Getty/Judit Cartiel Barcelona vann ótrúlegan 7-1 sigur gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Ríkjandi meistarar Arsenal töpuðu á heimavelli gegn Lyon, 2-1. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira