Viðskipti innlent

Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá jarðböðunum í Mývatnssveit.
Frá jarðböðunum í Mývatnssveit.

Jarðböðunum verður lokað í þrjá mánuði um áramótin á meðan framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs hús. Jarðböðin munu taka upp erlenda heitið Earth Lagoon Mývatn en halda um leið íslenska nafninu Jarðböðin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jarðböðunum á Facebook.

„Núverandi aðstaða verður opin til og með 31. desember en frá 1. janúar verður lokað hjá okkur í þrjá mánuði - eða þar til nýtt hús opnar. Við hlökkum til að ljúka árinu með ykkur í núverandi húsi en hlökkum enn meira til að bjóða ykkur öll velkomin í ný Jarðböð um mánaðarmótin mars/apríl!“ segir í tilkynningunni.

Fjárfestingafélagið Tækifæri, sem er að mestu í eigu KEA, á tæplega helminginn í Jarðböðunum. Þá á félagið Íslenskar heilsulindir í eigu Bláa lónsins fjórðungshlut. Landsvirkjun á tæplega fimmtungshlut í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×