Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 18:58 Leikmenn Twente fögnuðu vel eftir að hafa komist yfir í kvöld, gegn stórliði Chelsea. Getty/Teresa Kröger Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Leikurinn fór 1-1 og er óhætt að segja að þetta séu stór úrslit fyrir Twente sem er aðeins í annað sinn í keppninni, og var í kvöld að mæta liði sem til að mynda komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Hollenski fyrirliðinn Danique van Ginkel kom Twente yfir á 62. mínútu með frábæru skoti en Sandy Baltimore jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir, eftir að brotið var á Guro Reiten innan teigs. Amanda var á bekknum lengst af en kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Í öðrum leik sem var að ljúka vann Real Madrid stórsigur á Roma, 6-2, á Spáni. Caroline Weir og Alba Redondo skoruðu tvö mörk hvor. Leikirnir voru í fyrstu umferð nýju útgáfunnar af Meistaradeildinni, þar sem öll átján liðin leika saman í deild líkt og karlamegin, í stað riðlakeppni áður. Jafnt í Íslendingaslag í Evrópubikarnum Í Evrópubikarnum, nýju og næstbestu Evrópukeppninni, náði Braga í gott jafntefli gegn Anderlecht í Íslendingaslag í Belgíu, 1-1. Liðin mætast svo aftur í Portúgal í næstu viku og sigurliðið í einvíginu kemst í aðalkeppni Evrópubikarsins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í kvöld, í vörn Braga, og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður, á 68. mínútu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Anderlecht. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Leikurinn fór 1-1 og er óhætt að segja að þetta séu stór úrslit fyrir Twente sem er aðeins í annað sinn í keppninni, og var í kvöld að mæta liði sem til að mynda komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Hollenski fyrirliðinn Danique van Ginkel kom Twente yfir á 62. mínútu með frábæru skoti en Sandy Baltimore jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir, eftir að brotið var á Guro Reiten innan teigs. Amanda var á bekknum lengst af en kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Í öðrum leik sem var að ljúka vann Real Madrid stórsigur á Roma, 6-2, á Spáni. Caroline Weir og Alba Redondo skoruðu tvö mörk hvor. Leikirnir voru í fyrstu umferð nýju útgáfunnar af Meistaradeildinni, þar sem öll átján liðin leika saman í deild líkt og karlamegin, í stað riðlakeppni áður. Jafnt í Íslendingaslag í Evrópubikarnum Í Evrópubikarnum, nýju og næstbestu Evrópukeppninni, náði Braga í gott jafntefli gegn Anderlecht í Íslendingaslag í Belgíu, 1-1. Liðin mætast svo aftur í Portúgal í næstu viku og sigurliðið í einvíginu kemst í aðalkeppni Evrópubikarsins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í kvöld, í vörn Braga, og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður, á 68. mínútu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24