„Staða mín er svolítið erfið“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2025 07:03 Þórir Jóhann Helgason á hóteli íslenska landsliðsins. vísir/Sigurjón Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. „Það er hungur í hópnum að skila inn frammistöðu. Við byrjum bara á að sækja þrjú stig gegn Úkraínu,“ sagði Þórir í viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Þórir hungraður í mínútur Þórir kom til Lecce frá FH sumarið 2021, þá enn tvítugur, og hefur spilað þar síðan fyrir utan eina leiktíð að láni hjá Braunschweig í þýsku B-deildinni. Hann hefur hins vegar aðeins spilað níu mínútur í ítölsku A-deildinni það sem af er leiktíð, eftir að hafa spilað 21 leik á síðustu leiktíð. „Maður er hungraður í að fá mínútur. Ég er lítið búinn að vera að spila hjá Lecce og staða mín er svolítið erfið, þar sem ég á eitt ár eftir af samningi. En ég er alltaf klár þegar að kallið kemur,“ segir Þórir. Er hann þá farinn að hugsa sér til hreyfings? „Það fer bara eftir því hvernig þetta þróast hjá Lecce. Hvort að maður fær að spila eitthvað eða ekki.“ Samkeppnin í íslenska landsliðinu er einnig afar hörð: „Já, það eru mjög margir frábærir fótboltamenn og mikil samkeppni innan liðsins. Menn eru hungraðir í að spila mínútur og sýna íslensku þjóðinni hvað þeir geta í fótbolta. Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland og standa sig,“ sagði Þórir en bætir við: „Það eru allir mjög góðir vinir hérna og góður andi. Það er allt í toppmálum.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. 8. október 2025 22:02 Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. 8. október 2025 07:01 Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
„Það er hungur í hópnum að skila inn frammistöðu. Við byrjum bara á að sækja þrjú stig gegn Úkraínu,“ sagði Þórir í viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Þórir hungraður í mínútur Þórir kom til Lecce frá FH sumarið 2021, þá enn tvítugur, og hefur spilað þar síðan fyrir utan eina leiktíð að láni hjá Braunschweig í þýsku B-deildinni. Hann hefur hins vegar aðeins spilað níu mínútur í ítölsku A-deildinni það sem af er leiktíð, eftir að hafa spilað 21 leik á síðustu leiktíð. „Maður er hungraður í að fá mínútur. Ég er lítið búinn að vera að spila hjá Lecce og staða mín er svolítið erfið, þar sem ég á eitt ár eftir af samningi. En ég er alltaf klár þegar að kallið kemur,“ segir Þórir. Er hann þá farinn að hugsa sér til hreyfings? „Það fer bara eftir því hvernig þetta þróast hjá Lecce. Hvort að maður fær að spila eitthvað eða ekki.“ Samkeppnin í íslenska landsliðinu er einnig afar hörð: „Já, það eru mjög margir frábærir fótboltamenn og mikil samkeppni innan liðsins. Menn eru hungraðir í að spila mínútur og sýna íslensku þjóðinni hvað þeir geta í fótbolta. Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland og standa sig,“ sagði Þórir en bætir við: „Það eru allir mjög góðir vinir hérna og góður andi. Það er allt í toppmálum.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. 8. október 2025 22:02 Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. 8. október 2025 07:01 Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. 8. október 2025 22:02
Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. 8. október 2025 07:01
Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42