Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2025 15:01 Usman Mahmood segir rekstrargrundvöll til staðar fyrir nýtt flugfélag. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir. „Þetta hefur verið í pípunum lengi og áður en að tíðindin bárust af Play,“ segir Usman Mehmood eigandi fyrirtækjanna í samtali við Vísi. Stefnt sé að því að félagið hefji sig á loft í júní 2026. Mbl.is greindi frá fyrirætlununum í vikunni en Mehmood opinberaði þær upphaflega á samfélagsmiðlinum Linkedin. Usman er upprunalega frá Pakistan og hefur um árabil rekið fyrrnefnd ferðaþjónustufyrirtæki. Eitt þeirra, Glacier heli komst í fréttir í fyrra þegar flugmaður þyrlu lenti henni á malarstæði með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á bíl sem þar var lagt. Fljúgi ferðamönnum út frekar en Íslendingum heim Á Linkedin segir Usman að eftir fall Play marki stofnun Glacier Airline nýtt upphaf. Ólíkt forvera sínum muni flugfélagið tengja saman flug, ferðaþjónustu og hótelrekstur. Þannig muni stefna félagsins byggja á sjálfbærum vexti, fjárhagslegum aga og áherslu á viðskiptavininn. Á vef félagsins kemur fram að flugferðir verði farnar til London, Amsterdam, Parísar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og Nuuk í Grænlandi. Usman segir viðræður nú standa yfir um leigu á flugvél, stefnt verði á flugferðir frá landinu í hið minnsta einu sinni í viku, með einni vél fyrst um sinn. Spurður hvort um raunhæfar áætlanir séu að ræða segir Usman að félagið eigi að vera með sterkan rekstrargrundvöll. „Einbeitingin er ekki á flugfélag sem slíkt, heldur verður þetta smáforrit, vettvangur þar sem við munum ekki bara selja flugmiða, heldur ferðirnar í heild sinni. Meðalferðamaður eyðir 500 til 600 evrum í ferð og hingað til hefur flugfélagið einungis tekið um 60 evrur af því,“ segir Usman. Þannig verði félagið frekar rekið líkt og ferðaskrifstofa, líkt og NiceAir og Iceland Express. Áhersla verði á að selja erlendum ferðamönnum miða en ekki ferja Íslendinga til útlanda. Lumarðu á frétt? Sendu okkur fréttaskot hérna. Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
„Þetta hefur verið í pípunum lengi og áður en að tíðindin bárust af Play,“ segir Usman Mehmood eigandi fyrirtækjanna í samtali við Vísi. Stefnt sé að því að félagið hefji sig á loft í júní 2026. Mbl.is greindi frá fyrirætlununum í vikunni en Mehmood opinberaði þær upphaflega á samfélagsmiðlinum Linkedin. Usman er upprunalega frá Pakistan og hefur um árabil rekið fyrrnefnd ferðaþjónustufyrirtæki. Eitt þeirra, Glacier heli komst í fréttir í fyrra þegar flugmaður þyrlu lenti henni á malarstæði með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á bíl sem þar var lagt. Fljúgi ferðamönnum út frekar en Íslendingum heim Á Linkedin segir Usman að eftir fall Play marki stofnun Glacier Airline nýtt upphaf. Ólíkt forvera sínum muni flugfélagið tengja saman flug, ferðaþjónustu og hótelrekstur. Þannig muni stefna félagsins byggja á sjálfbærum vexti, fjárhagslegum aga og áherslu á viðskiptavininn. Á vef félagsins kemur fram að flugferðir verði farnar til London, Amsterdam, Parísar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og Nuuk í Grænlandi. Usman segir viðræður nú standa yfir um leigu á flugvél, stefnt verði á flugferðir frá landinu í hið minnsta einu sinni í viku, með einni vél fyrst um sinn. Spurður hvort um raunhæfar áætlanir séu að ræða segir Usman að félagið eigi að vera með sterkan rekstrargrundvöll. „Einbeitingin er ekki á flugfélag sem slíkt, heldur verður þetta smáforrit, vettvangur þar sem við munum ekki bara selja flugmiða, heldur ferðirnar í heild sinni. Meðalferðamaður eyðir 500 til 600 evrum í ferð og hingað til hefur flugfélagið einungis tekið um 60 evrur af því,“ segir Usman. Þannig verði félagið frekar rekið líkt og ferðaskrifstofa, líkt og NiceAir og Iceland Express. Áhersla verði á að selja erlendum ferðamönnum miða en ekki ferja Íslendinga til útlanda. Lumarðu á frétt? Sendu okkur fréttaskot hérna.
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira