Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 9. október 2025 19:01 Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í byggingu íbúða á Íslandi, einkum í þéttbýli. Þétting byggðar hefur leitt til þess að fjölmargar íbúðir rísa nú á svæðum sem þegar voru mótuð af byggð. Þar er rými milli bygginga oft takmarkað og ásýnd hverfa mótast af fjölbreyttum byggingarstílum og hæðum. Þessi þróun getur stuðlað að betri landnotkun og nýtingu innviða ef farið er rétt að hlutunum en felur jafnframt í sér nýjar áskoranir fyrir hönnuði og skipulagsyfirvöld. Ein af þeim áskorunum er dagsbirtan en það sem skiptir máli fyrir íbúana er hvernig megi tryggja góða dagsbirtu inni í húsunum. Nýlega var gefin út skýrsla með niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem nefnist „Dagsbirta í íbúðarbyggð við íslenskar aðstæður“.Í skýrslunni kemur meðal annars fram að dagsbirtan gerir okkur kleift að skynja form, liti og hreyfingu sem dregur úr streitu og slysum. Einnig stjórnar sólarljósið dægursveiflum eða innri „klukku“ líkamans sem samhæfir svefn, vöku, hormóna, efnaskipti og tilfinningalegt jafnvægi. Þannig bætir morgunbirtan árvekni og svefn en kvöldbirtan undirbýr líkamann fyrir hvíld. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga markvisst að dagsbirtuhönnun strax á skipulags- og hönnunarstigum húsa. Hvernig tryggjum við að svo sé gert? Í núgildandi byggingarreglugerð er umfjöllun um dagsbirtu af skornum skammti. Grein 6.7.2. segir að „samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis skuli ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess, þó aldrei minna en 1m2.“ Auk þess segir að íbúðir skuli njóta „fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta“ og að „í djúpum byggingum beri að huga sérstaklega að aukinni lofthæð svo að dagsbirtu gæti innan íbúðar.“ Sérfræðingar hafa gagnrýnt þessar kröfur og segja þær mjög takmarkaðar og ófullnægjandi. Vinna við endurskoðun hefur þó verið hafin en í dag er ár síðan tillagan var birt í samráðsgátt. Þar er lagt til að bæta við nýjum kafla í byggingarreglugerð þar sem skýrar kröfur eru gerðar til dagsbirtu í íverurýmum. Í einhverjum tilfellum hefur skortur á kröfum um dagsbirtu haft sýnileg áhrif á gæði nýrra íbúða og byggðar. Umhverfisvottanir, eins og Svanurinn, BREEAM og fleiri, ganga almennt lengra en reglugerðir. Þegar kemur að byggingum er það bæði til að tryggja góða innivist og stuðla að heilsusamlegu og sjálfbæru umhverfi. Í Svansvottuðum byggingum er krafa gerð um að birta eða svokallað dagsbirtugildi sé reiknað fyrir helstu íverurými bygginga. Það segir til um hversu mikið náttúrulegt ljós frá himni nær inn í herbergi miðað við dagsbirtuna úti. Gildið þarf að vera innan ákveðinna marka: Ekki of lágt því það segir okkur að rýmið njóti ekki nægilegrar dagsbirtu Ekki of hátt af því að það getur orðið til þess að rými séu of björt og að þau geti ofhitnað Til að tryggja að gildin séu innan marka þarf að huga að þessu í hönnunarferlinu. Það getur orðið til þess að hönnuðir þurfi að aðlaga lögun, dýpt íbúða, gluggastærð og fleira til að ná settum markmiðum. Í vottunarferlinu þarf svo að sýna fram á útreikninga sem staðfesta gildin. Allar Svansvottaðar nýbyggingar þurfa að standast kröfur um dagsbirtu, sem tryggir að hönnun taki mið af líðan og heilsu fólks. Með því að gera dagsbirtu að mælanlegri og ófrávíkjanlegri kröfu stuðlar Svansvottunin að bættri innivist, minni þörf á raflýsingu og heilnæmari byggingum þar sem fólk upplifir jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Nú þegar hefur töluverður fjöldi Svansvottaðra íbúða komið á markað hér á landi, sem sýnir að byggingargeirinn er smám saman að tileinka sér þessar áherslur - sem skilar sér í betri byggingum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar