Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar 10. október 2025 09:01 Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar