Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 10. október 2025 09:45 Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimili fyrir börn og ungmenni. Hlutverk heimilanna er að vera meðferðarúrræði fyrir börn sem búa við alvarlegan tilfinninga-, hegðunar- eða félagslegan vanda. Flest börn sem dvelja á heimilunum glíma við flókna blöndu erfiðra félagslegra aðstæðna, geðræns vanda, taugaþroskafrávika og mjög oft vímuefnavanda sem í sumum tilfellum er afar þungur. Meirihluti þeirra barna sem dvelja á meðferðarheimilum eru einnig á lyfjameðferð af einhverju tagi. Sum þessara barna standa svo illa að þau eru í raun og veru í lífshættu frá degi til dags. Starfsemi heimilanna er reglulega í fréttum og því miður eru þær fréttir að sjaldnast góðar. Við heyrum af tíðum strokum barna, að vímuefni berist að því er virðist nær óhindrað inn á a.m.k. sum heimilin og aðeins fyrir um ári síðan varð eldsvoði að Stuðlum sem dró ungmenni til dauða. Því fer ekki á milli mála að starfsemin er erfið enda er notendahópur þjónustunnar okkar verst settu börn og ungmenni. Þetta er flestum ljóst og eðlilegt að spurt sé hvað sé til ráða, hvort ekki sé hægt að hafa áhrif á stöðuna. Veikustu börnin fá ekki heilbrigðisþjónustu Það sem færri átta sig á er að þrátt fyrir að á meðferðarheimilum Barna- og fjölskyldustofu dvelji okkar veikustu börn, þá eru þau ekki heilbrigðisstofnanir. Heimilin eru rekin í samræmi við lög um félagsþjónustu og barnavernd auk fleiri lagabálka en ekki samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Lög um réttindi sjúklinga og lög um heilbrigðisþjónustu – lög sem hafa það markmið að tryggja réttindi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu – eiga því ekki við um starfsemi meðferðarheimilanna vegna þess að þau eru ekki skilgreind eða rekin sem heilbrigðisstofnanir. Hér er vert að árétta aftur að mikill meirihluti þeirra barna sem þar dvelja glímir við flókinn vanda þar sem saman fléttast erfiðar félagslegar aðstæður, geðraskanir, taugaþroskaraskanir og oft á tíðum vímuefnavandi. Áhrifin af því að meðferðarheimilin eru ekki heilbrigðisstofnanir eru margvísleg. Það sem fyrst blasir við er að ekki er gerð krafa um að starfsfólk sem vinnur með börnunum frá degi til dags hafi heilbrigðismenntun. Þannig búum við í dag við þá þversögn að á þeim stofnunum þar sem okkar veikustu börn eru vistuð er meirihluti starfsfólks án heilbrigðismenntunar. Það er ólíklegt að fullorðnir notendur heilbrigðisþjónustu létu bjóða sér slíkt. Veikari lagaleg vernd á meðferðarheimilum Það sem ekki er eins augljóst er að þar sem lög um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga ná ekki yfir meðferðarheimilin, þá njóta börn og unglingar á meðferðarheimilum ekki sömu lagalegu verndar og réttinda og væru þau vistuð á heilbrigðisstofnun. Lög um heilbrigðisþjónustu kveða m.a. á um að tryggð sé að minnsta kosti lágmarksmönnun heilbrigðisstarfsfólks og að þar starfi fagstjórar sem bera ábyrgð á faglegu starfi. Þá eiga lögin að tryggja faglegar kröfur til þjónustunnar. Lög um réttindi sjúklinga árétta svo að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans á hverjum tíma út frá bestu þekkingu sem völ er á. Sterkari staða og ríkari réttindi innan heilbrigðiskerfis Núverandi fyrirkomulag meðferðarheimilanna hefur í öllum meginatriðum verið við lýði um langt árabil. Þótt að stjórnsýslustofnanir hafi komið og farið og aðrar skipt um nöfn eða færst á milli ráðuneyta er skipulag starfseminnar í grundvallaratriðum hið sama og áður. Þrátt fyrir góðan hug og mikinn vilja þeirra sem staðið hafa að alls konar tilfærslum í kerfinu undanfarin ár og áratugi heldur staða okkar verst settu barna áfram að versna. Að mati undirritaðs er það alveg skýrt að hag þeirra barna sem þurfa að dvelja á meðferðarheimilum BOFS væri betur borgið væru heimilin skilgreind sem heilbrigðisstofnanir, enda nýtur barn sem er inniliggjandi á BUGL verndar skv. lögum um réttindi sjúklinga en barn sem dvelur á Stuðlum nýtur ekki þeirrar verndar. Áskorun á stjórnvöld Á undanförnum árum og áratugum hafa komið fram upplýsingar um hræðilega dvöl barna á meðferðarheimilum á árum áður. Þó að við vildum svo gjarnan að þessar sögur tilheyrðu fortíðinni vitum við líka að þessi saga teygir sig langt inn á þessa öld. Ritaðar hafa verið grænbækur og hvítbækur og fjöldi starfshópa og spretthópa hefur hafið störf og lokið störfum. Þrátt fyrir alla þessa vinnu virðist staða þess þó tiltölulega fámenna hóps ungmenna sem verst standa fara versnandi frá ári til árs. Við þetta verður ekki unað lengur. Því skora ég nú á stjórnvöld að tryggja þessum börnum viðunnandi heilbrigðisþjónustu strax. Fyrsta skrefið í þeirri aðgerð er að endurskilgreina meðferðarheimilin sem heilbrigðisstofnanir, færa starfsemi þeirra undir heilbrigðisráðuneyti og eftirlit með starfseminni til Embættis Landlæknis og ráða inn á stofnanirnar heilbrigðisstarfsfólk með viðeigandi þekkingu og þjálfun til að veita þessum börnum meðferð og hjálpa þeim og fjölskyldum þeirra að fóta sig saman á ný að meðferð lokinni. Það væri viðeigandi gjöf á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Maack Þorsteinsson Geðheilbrigði Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimili fyrir börn og ungmenni. Hlutverk heimilanna er að vera meðferðarúrræði fyrir börn sem búa við alvarlegan tilfinninga-, hegðunar- eða félagslegan vanda. Flest börn sem dvelja á heimilunum glíma við flókna blöndu erfiðra félagslegra aðstæðna, geðræns vanda, taugaþroskafrávika og mjög oft vímuefnavanda sem í sumum tilfellum er afar þungur. Meirihluti þeirra barna sem dvelja á meðferðarheimilum eru einnig á lyfjameðferð af einhverju tagi. Sum þessara barna standa svo illa að þau eru í raun og veru í lífshættu frá degi til dags. Starfsemi heimilanna er reglulega í fréttum og því miður eru þær fréttir að sjaldnast góðar. Við heyrum af tíðum strokum barna, að vímuefni berist að því er virðist nær óhindrað inn á a.m.k. sum heimilin og aðeins fyrir um ári síðan varð eldsvoði að Stuðlum sem dró ungmenni til dauða. Því fer ekki á milli mála að starfsemin er erfið enda er notendahópur þjónustunnar okkar verst settu börn og ungmenni. Þetta er flestum ljóst og eðlilegt að spurt sé hvað sé til ráða, hvort ekki sé hægt að hafa áhrif á stöðuna. Veikustu börnin fá ekki heilbrigðisþjónustu Það sem færri átta sig á er að þrátt fyrir að á meðferðarheimilum Barna- og fjölskyldustofu dvelji okkar veikustu börn, þá eru þau ekki heilbrigðisstofnanir. Heimilin eru rekin í samræmi við lög um félagsþjónustu og barnavernd auk fleiri lagabálka en ekki samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Lög um réttindi sjúklinga og lög um heilbrigðisþjónustu – lög sem hafa það markmið að tryggja réttindi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu – eiga því ekki við um starfsemi meðferðarheimilanna vegna þess að þau eru ekki skilgreind eða rekin sem heilbrigðisstofnanir. Hér er vert að árétta aftur að mikill meirihluti þeirra barna sem þar dvelja glímir við flókinn vanda þar sem saman fléttast erfiðar félagslegar aðstæður, geðraskanir, taugaþroskaraskanir og oft á tíðum vímuefnavandi. Áhrifin af því að meðferðarheimilin eru ekki heilbrigðisstofnanir eru margvísleg. Það sem fyrst blasir við er að ekki er gerð krafa um að starfsfólk sem vinnur með börnunum frá degi til dags hafi heilbrigðismenntun. Þannig búum við í dag við þá þversögn að á þeim stofnunum þar sem okkar veikustu börn eru vistuð er meirihluti starfsfólks án heilbrigðismenntunar. Það er ólíklegt að fullorðnir notendur heilbrigðisþjónustu létu bjóða sér slíkt. Veikari lagaleg vernd á meðferðarheimilum Það sem ekki er eins augljóst er að þar sem lög um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga ná ekki yfir meðferðarheimilin, þá njóta börn og unglingar á meðferðarheimilum ekki sömu lagalegu verndar og réttinda og væru þau vistuð á heilbrigðisstofnun. Lög um heilbrigðisþjónustu kveða m.a. á um að tryggð sé að minnsta kosti lágmarksmönnun heilbrigðisstarfsfólks og að þar starfi fagstjórar sem bera ábyrgð á faglegu starfi. Þá eiga lögin að tryggja faglegar kröfur til þjónustunnar. Lög um réttindi sjúklinga árétta svo að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans á hverjum tíma út frá bestu þekkingu sem völ er á. Sterkari staða og ríkari réttindi innan heilbrigðiskerfis Núverandi fyrirkomulag meðferðarheimilanna hefur í öllum meginatriðum verið við lýði um langt árabil. Þótt að stjórnsýslustofnanir hafi komið og farið og aðrar skipt um nöfn eða færst á milli ráðuneyta er skipulag starfseminnar í grundvallaratriðum hið sama og áður. Þrátt fyrir góðan hug og mikinn vilja þeirra sem staðið hafa að alls konar tilfærslum í kerfinu undanfarin ár og áratugi heldur staða okkar verst settu barna áfram að versna. Að mati undirritaðs er það alveg skýrt að hag þeirra barna sem þurfa að dvelja á meðferðarheimilum BOFS væri betur borgið væru heimilin skilgreind sem heilbrigðisstofnanir, enda nýtur barn sem er inniliggjandi á BUGL verndar skv. lögum um réttindi sjúklinga en barn sem dvelur á Stuðlum nýtur ekki þeirrar verndar. Áskorun á stjórnvöld Á undanförnum árum og áratugum hafa komið fram upplýsingar um hræðilega dvöl barna á meðferðarheimilum á árum áður. Þó að við vildum svo gjarnan að þessar sögur tilheyrðu fortíðinni vitum við líka að þessi saga teygir sig langt inn á þessa öld. Ritaðar hafa verið grænbækur og hvítbækur og fjöldi starfshópa og spretthópa hefur hafið störf og lokið störfum. Þrátt fyrir alla þessa vinnu virðist staða þess þó tiltölulega fámenna hóps ungmenna sem verst standa fara versnandi frá ári til árs. Við þetta verður ekki unað lengur. Því skora ég nú á stjórnvöld að tryggja þessum börnum viðunnandi heilbrigðisþjónustu strax. Fyrsta skrefið í þeirri aðgerð er að endurskilgreina meðferðarheimilin sem heilbrigðisstofnanir, færa starfsemi þeirra undir heilbrigðisráðuneyti og eftirlit með starfseminni til Embættis Landlæknis og ráða inn á stofnanirnar heilbrigðisstarfsfólk með viðeigandi þekkingu og þjálfun til að veita þessum börnum meðferð og hjálpa þeim og fjölskyldum þeirra að fóta sig saman á ný að meðferð lokinni. Það væri viðeigandi gjöf á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun