Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 10. október 2025 11:32 Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar