Fótbolti

Reiður yfir mis­tökum Mikaels: „Negldu þessu hel­víti í burtu“

Sindri Sverrisson skrifar
Mikael Egill Ellertsson breyttist snögglega úr hetju í skúrk þegar Úkraína komst í 2-1, eftir að hann hafði jafnað metin.
Mikael Egill Ellertsson breyttist snögglega úr hetju í skúrk þegar Úkraína komst í 2-1, eftir að hann hafði jafnað metin. vísir/Anton

„Það er óskiljanlegt hvernig hann klikkar á þessu,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Sýnar Sport, um mistök Mikaels Egils Ellertssonar sem leiddu til þess að Úkraína komst í 2-1 í leiknum mikilvæga í undankeppni HM í fótbolta í kvöld.

Mikael Egill hafði jafnað metin með frábærum hætti og allt leit út fyrir að staðan yrði jöfn í hálfleik en þá komu tvö mörk á skömmum tíma frá Úkraínu. Það fyrra eftir að Mikael hitti hreinlega ekki boltann, í eigin vítateig.

„Þetta og eins þegar Guðlaugur Victor tapar stöðunni 1 á 1, og Hákon veður einhvern veginn í manninn þegar Guðlaugur Victor á bara að sjá um manninn… Svona varnarmistök og þetta [mistök Egils], eins með vítið á móti Frakklandi úti, þetta eru hlutir sem að mega ekki gerast,“ sagði Lárus Orri hneykslaður.

„Boltinn endar hjá Mikael Agli. Negldu þessu helvíti í burtu. Hvaða kjaftæði er þetta? Við getum ekki verið að standa í svona hlutum í landsleik á móti svona sterkum þjóðum. Að gefa þeim svona hluti endalaust,“ bætti hann við en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Úkraínu í lykilleik í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru með tveggja stiga forskot á Úkraínumenn en búist er við því að baráttan um 2. sæti D-riðils standi á milli liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×