Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar 11. október 2025 07:30 Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Rétt er að taka fram að tilgangur þessara skrifa er hvorki að ræða þverrandi lesskilning íslenskra ungmenna né að rökstyðja mikilvægi þess að þessum bókmenntum sé sinnt í framhaldsskólunum. Það er efni í aðra grein. Hér er aðeins ætlunin að upplýsa lesendur um hver staðan er í FÁ. Í FÁ hefur Sjálfstætt fólk lengi verið lesin í heild í síðasta kjarnaáfanga í íslensku. Þótt mér sé það ekki alveg kunnugt þá kæmi mér ekki á óvart að sagan hafi verið skyldulesning alveg frá því að skólinn var formlega stofnaður árið 1981. Á yfirstandandi önn var hins vegar ákveðið að breyta til í áfanganum. Sjálfstætt fólk er ekki lengur skyldulesning en í staðinn eru þrjár vikur í upphafi annar helgaðar verkum Laxness. Á þessum þremur vikum kynna nemendur sér líf og feril skáldsins, lesa ljóð eftir hann, kafla úr Alþýðubókinni, smásögu og heimsækja heimili hans að Gljúfrasteini. Að því loknu geta þeir valið að lesa kjörbók eftir Laxness eða aðrar kanónur í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar. Gaman er að segja frá því að margir nemendur hafa kosið að lesa bók eftir Laxness, þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír og Sjálfstætt fólk. Rétt er að nefna að auk Sjálfstæðs fólks var Íslandsklukkan lengi lesin við skólann. Hún var hins vegar tekin af leslista í kjölfar styttingar námstíma til stúdentsprófs og þeirra breytinga á námskrá sem henni fylgdu. Hvað Íslendingasögur snertir þá er Njála lesin á haustönn í kjarnaáfanga og Egla á vorönn. Nemendur mega lesa kristnitökukaflana í Njálu lauslega enda eru þeir innskot í meginsöguna og efnið kunnuglegt. Þá er venjan sú að sleppa þeim köflum Njálu sem fjalla um málatilbúnaðinn á Alþingi eftir brennu enda eru þeir býsna tyrfnir. Við höfum líka í seinni tíð sleppt því að láta nemendur lesa lokakaflana um hefndir Kára eftir brennu. Í staðinn lesa nemendur útdrætti um efni þeirra kafla. Egla er hins vegar öll lesin en mismikið farið í kveðskapinn. Höfundur er deildarstjóri íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Halldór Laxness Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Rétt er að taka fram að tilgangur þessara skrifa er hvorki að ræða þverrandi lesskilning íslenskra ungmenna né að rökstyðja mikilvægi þess að þessum bókmenntum sé sinnt í framhaldsskólunum. Það er efni í aðra grein. Hér er aðeins ætlunin að upplýsa lesendur um hver staðan er í FÁ. Í FÁ hefur Sjálfstætt fólk lengi verið lesin í heild í síðasta kjarnaáfanga í íslensku. Þótt mér sé það ekki alveg kunnugt þá kæmi mér ekki á óvart að sagan hafi verið skyldulesning alveg frá því að skólinn var formlega stofnaður árið 1981. Á yfirstandandi önn var hins vegar ákveðið að breyta til í áfanganum. Sjálfstætt fólk er ekki lengur skyldulesning en í staðinn eru þrjár vikur í upphafi annar helgaðar verkum Laxness. Á þessum þremur vikum kynna nemendur sér líf og feril skáldsins, lesa ljóð eftir hann, kafla úr Alþýðubókinni, smásögu og heimsækja heimili hans að Gljúfrasteini. Að því loknu geta þeir valið að lesa kjörbók eftir Laxness eða aðrar kanónur í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar. Gaman er að segja frá því að margir nemendur hafa kosið að lesa bók eftir Laxness, þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír og Sjálfstætt fólk. Rétt er að nefna að auk Sjálfstæðs fólks var Íslandsklukkan lengi lesin við skólann. Hún var hins vegar tekin af leslista í kjölfar styttingar námstíma til stúdentsprófs og þeirra breytinga á námskrá sem henni fylgdu. Hvað Íslendingasögur snertir þá er Njála lesin á haustönn í kjarnaáfanga og Egla á vorönn. Nemendur mega lesa kristnitökukaflana í Njálu lauslega enda eru þeir innskot í meginsöguna og efnið kunnuglegt. Þá er venjan sú að sleppa þeim köflum Njálu sem fjalla um málatilbúnaðinn á Alþingi eftir brennu enda eru þeir býsna tyrfnir. Við höfum líka í seinni tíð sleppt því að láta nemendur lesa lokakaflana um hefndir Kára eftir brennu. Í staðinn lesa nemendur útdrætti um efni þeirra kafla. Egla er hins vegar öll lesin en mismikið farið í kveðskapinn. Höfundur er deildarstjóri íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun