Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 11:02 Femke Bol kvaddi 400 metra grindarhlaupið með heimsmeistaragulli á dögunum. Getty/Joris Verwijst Hollenski heimsmeistarinn Femke Bol fer nýjar leiðir í að leita sér að nýrri áskorun. Nú þurfa nýir andstæðingar að hafa áhyggjur af henni. Aðeins mánuði eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó þá tilkynnti hollenska stórstjarnan að hún væri að skipta yfir í 800 metra hlaup. Umboðsskrifstofa hennar, ProSports, gaf út fréttatilkynningu og þar mátti einnig sjá myndband af henni ræða þessa stóru ákvörðun sína. „400 metra grindahlaupið hefur gefið mér ógleymanlegar minningar og mótað mig í þá íþróttakonu sem ég er í dag,“ sagði Bol, sem hefur unnið 11 Evrópumeistaratitla bæði innan- og utanhúss. Nú vill hún skora á sjálfa sig á ný og finna nýja áskorun. „800 metra hlaupið er alveg ný áskorun, áskorun sem ég er spennt fyrir því hún mun krefjast nýrra styrkleika, aðferða og seiglu. Metnaður minn er ekki aðeins að keppa heldur einnig að ná árangri á hæsta stigi,“ sagði Bol. „Þetta er stór breyting. Þetta er óvíst og krefjandi, en ég er tilbúin að leggja vinnuna á mig, umkringd frábæru teymi, og njóta þessa nýja ferðalags,“ sagði Bol. Þjálfarateymi Bol, stuðningsfólk, styrktaraðilar og hollenska frjálsíþróttasambandið er sagt styðja fullkomlega við þessa djörfu ákvörðun hennar. „Femke hefur alltaf dafnað á áskorunum. Við trúum því að skreflengd hennar, styrkur og hugarfar muni gera henni kleift að aðlagast 800 metra hlaupinu og að lokum verða að afli á heimsvísu,“ sagði þjálfari hennar, Laurent Meuwly. View this post on Instagram A post shared by Femke (@femke_bol) Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Sjá meira
Aðeins mánuði eftir að hafa varið heimsmeistaratitil sinn í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó þá tilkynnti hollenska stórstjarnan að hún væri að skipta yfir í 800 metra hlaup. Umboðsskrifstofa hennar, ProSports, gaf út fréttatilkynningu og þar mátti einnig sjá myndband af henni ræða þessa stóru ákvörðun sína. „400 metra grindahlaupið hefur gefið mér ógleymanlegar minningar og mótað mig í þá íþróttakonu sem ég er í dag,“ sagði Bol, sem hefur unnið 11 Evrópumeistaratitla bæði innan- og utanhúss. Nú vill hún skora á sjálfa sig á ný og finna nýja áskorun. „800 metra hlaupið er alveg ný áskorun, áskorun sem ég er spennt fyrir því hún mun krefjast nýrra styrkleika, aðferða og seiglu. Metnaður minn er ekki aðeins að keppa heldur einnig að ná árangri á hæsta stigi,“ sagði Bol. „Þetta er stór breyting. Þetta er óvíst og krefjandi, en ég er tilbúin að leggja vinnuna á mig, umkringd frábæru teymi, og njóta þessa nýja ferðalags,“ sagði Bol. Þjálfarateymi Bol, stuðningsfólk, styrktaraðilar og hollenska frjálsíþróttasambandið er sagt styðja fullkomlega við þessa djörfu ákvörðun hennar. „Femke hefur alltaf dafnað á áskorunum. Við trúum því að skreflengd hennar, styrkur og hugarfar muni gera henni kleift að aðlagast 800 metra hlaupinu og að lokum verða að afli á heimsvísu,“ sagði þjálfari hennar, Laurent Meuwly. View this post on Instagram A post shared by Femke (@femke_bol)
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Sjá meira