Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 08:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar settu met þegar þeir komust inn á HM 2018 enda Ísland fámennasta þjóðin. Nú eru stuðningmenn Curacao að upplifa HM-drauminn og heimsmeistaramótið nálgast með hverjum sigurleik. Getty/Jan Kruger/ANP Ísland er í dag fámennasta þjóðin sem hefur tekið þátt í heimsmeistarakeppni karla í fótbolta en verður það kannski ekki mikið lengur. Ísland setti metið með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018. Nú er þetta met Íslands í mikilli hættu þökk sé fámennri þjóð úr Karabíska hafinu. Curacao er í góðum málum í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku eftir 2-0 sigur á Jamaíku um helgina. Landsliðsmenn Curacao hafa staðið sig frábærlega í undankeppni HM til þessa.Getty/ANP Curacao er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, einu stigi meira en Jamaíka. Það eru þrír leikir eftir og því níu stig eftir í pottinum. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. View this post on Instagram A post shared by Concacaf (@concacaf) Curacao gerði jafntefli við Trínidad á útivelli í fyrsta leik en hefur síðan unnið tvo heimaleiki í röð á móti Bermúda (3-2) og svo þennan sigur á Jamaíka. Leikurinn var spilaður á Ergilio Hato-leikvanginum í Willemstad, höfuðborg Curacao, sem tekur rúmlega níu þúsund manns. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM fyrir átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao og allt landið er aðeins 444 ferkílómetrar, eða minna en Reykjanesið. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Það fylgir þó sögunni að Curacao á eftir tvo útileiki en tveir af síðustu þremur leikjum Jamaíkumanna eru á heimavelli. View this post on Instagram A post shared by Izak (@hrvizak) HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Ísland setti metið með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018. Nú er þetta met Íslands í mikilli hættu þökk sé fámennri þjóð úr Karabíska hafinu. Curacao er í góðum málum í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku eftir 2-0 sigur á Jamaíku um helgina. Landsliðsmenn Curacao hafa staðið sig frábærlega í undankeppni HM til þessa.Getty/ANP Curacao er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, einu stigi meira en Jamaíka. Það eru þrír leikir eftir og því níu stig eftir í pottinum. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. View this post on Instagram A post shared by Concacaf (@concacaf) Curacao gerði jafntefli við Trínidad á útivelli í fyrsta leik en hefur síðan unnið tvo heimaleiki í röð á móti Bermúda (3-2) og svo þennan sigur á Jamaíka. Leikurinn var spilaður á Ergilio Hato-leikvanginum í Willemstad, höfuðborg Curacao, sem tekur rúmlega níu þúsund manns. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM fyrir átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao og allt landið er aðeins 444 ferkílómetrar, eða minna en Reykjanesið. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Það fylgir þó sögunni að Curacao á eftir tvo útileiki en tveir af síðustu þremur leikjum Jamaíkumanna eru á heimavelli. View this post on Instagram A post shared by Izak (@hrvizak)
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira