Körfubolti

Skildu ekki á­kvarðanir Rúnars í lok leiks

Árni Jóhannsson skrifar
Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna
Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna Vísir/Hulda Margrét

Sérfræðingar Körfuboltakvölds skildu ekki ákvarðanir Njarðvíkinga undir lok leiksins gegn ÍR á laugardagskvöld. Njarðvík tapaði leiknum 100-102 og fóru illa að ráði sínu í lok framlengingarinnar þegar þeir hefðu getað tekið forskotið.

Þeir Stefán Árni Pálsson, Benedikt Guðmundsson og Ómar Sævarsson voru allir sammála um að það hafi verið skrýtið hjá Njarðvíkingum að taka boltann inn eftir leikhlé á varnarhelming ÍR-inga. Það átti að fara einhver flétta í gang til að ná í snögga sókn þegar 23 sekúndur lifðu leiksins. Það var ekki að sjá á spili Njarðvíkinga að þessi flétta hafi verið snögg að sögn Benedikts sem fór yfir hvað fór fram eftir leikhléið.

Njarðvíkingar fengu nefnilega bara 14 sekúndur vegna þess að þeir tóku boltann inn á vallarhelming ÍR-inga. Stefán spurði þá Ómar hvort hann gæti sett sig inn í hugarheim Njarðvíkinga á þessum tímapunkti.

„Nei, ég get það bara eiginlega ekki“, sagði Ómar og fór dýpra í greiningu sína á þessum lokaandartökum leiksins og má sjá í klippunni að neðan.

Klippa: Skildu ekkert í Rúnar þjálfara UMFN

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×