Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2025 10:45 Donald Trump á ísraelska þinginu. AP/Chip Somodevilla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar ísraelska þingið í dag. Eftir að Ísraelar og Hamas hafa skipst á föngum og samið um vopnahlé. Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess. Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma. Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn. „Friður með styrk,“ sagði Netanjahú. Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan. Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði. Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni. „Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja. Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump að ræða árásir Hamas og annarra á Ísrael þann 7. október árið 2023 og þá grimmd sem sýnd var þar. Hann mun þó ekki nefna þá rúmlega 67 þúsund Palestínumenn sem sagðir eru hafa fallið í árásum Ísraela síðan þá. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess. Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma. Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn. „Friður með styrk,“ sagði Netanjahú. Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan. Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði. Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni. „Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja. Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump að ræða árásir Hamas og annarra á Ísrael þann 7. október árið 2023 og þá grimmd sem sýnd var þar. Hann mun þó ekki nefna þá rúmlega 67 þúsund Palestínumenn sem sagðir eru hafa fallið í árásum Ísraela síðan þá.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira