Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2025 22:16 Sóley Edda Karlsdóttir og Arnór Gauti Brynjólfsson komin heim úr góðu fríi á Tenerife. Ferðin kostaði þó sitt og hinar ótrúlegustu uppákomur á leiðinni heim settu strik í reikninginn. aðsendar myndir Eftir að hafa varið fúlgum fjár í nýja flugmiða til Tenerife eftir gjaldþrot Play eru parið Sóley Edda Karlsdóttir og Arnór Gauti Brynjólfsson komin heim úr góðu fríi á eyjunni vinsælu. Gjaldþrot flugfélagsins var ekki það eina sem setti strik í reikninginn, en á heimleiðinni varð röð atvika til þess að þau munu hugsa sig um tvisvar áður en næsta ferðalag verður bókað. Eftir ríflega 32 klukkustunda ferðalag, óvænt stopp í Portúgal, aukin útgjöld upp á nokkra hundraðþúsundkalla og með brotna ferðatösku kom parið loks heim úr fríinu í gærkvöldi. Fríi sem þrátt fyrir allt var vel heppnað og notalegt að sögn Sóleyjar, þótt það hafi kostað umtalsvert meira en í upphafi var gert ráð fyrir. Þau gera ráð fyrir að næsta ferðalag verði innanlands og skorið verði niður í jólagjöfum þetta árið. Ferðin sem átti að kosta þau 140 þúsund krónur endaði í rúmum 600 þúsund krónum, bara fyrir flugmiða. Sóley og Arnór í góðum gír á Tenerife.aðsend Eftir að flugfélagið Play fór í gjaldþrot um mánaðarmótin voru ferðaáætlanir fjölmargra Íslendinga í uppnámi. Sóley og Arnór létu það þó ekki stoppa sig og keyptu nýtt flug til að komast í sólina en þau voru mætt upp á flugvöll þann 30. september, daginn sem Play fór á hausinn. Til stóð að þau myndu fljúga heim til Íslands með viðkomu í London síðastliðinn laugardag en ferðalagið heim tók óvæntan snúning eftir röð uppákoma um borð í flugi EasyJet á leið frá Tenerife til Luton-flugvallar í London. Veikir farþegar, óvænt stopp og slagsmál um borð Þau lögðu af stað á laugardagsmorguninn með flugi sem átti að fara beint frá Tenerife til London, en allt kom fyrir ekki. „Það er einhver kona þarna í sömu sætaröð og við sem byrjar eitthvað að panikka og segist vera illt í hendinni og illt í fætinum og fær verkjalyf frá ýmsum farþegum. Tekur einhverjar tíu töflur eða eitthvað,“ segir Sóley. Eitthvað var á reiki hvað nákvæmlega amaði að, stundum virtist allt í lagi en stundum ekki, en að endingu fékk konan súrefni og aðstoð læknis. Fyrir rest var ákveðið að lenda vélinni svo konan gæti fengið aðstoð heilbrigðisstarfsfólks, en henni yrði svo heimilt að halda áfram ef hún treysti sér til. „Þau tilkynna bara, heyrðu við erum að fara að lenda, það er neyðartilvik af heilbrigðisástæðum,“ útskýrir Sóley, en þá hafi konan sagt að allt væri í góðu lagi og hún vilji halda áfram. Því var þó haldið til streitu að lenda vélinni. Ekki leið þó á löngu þar til önnur uppákoma varð um borð eftir að kveikt hafði verið á sætisbeltaljósum og vélin á leið til lendingar í Portúgal. EasyJet kom parinu ekki beina leið á leiðarenda, en óvænt stopp í Portúgal varði lengur en til stóð.aðsend „Þá gerist eitthvað aftur í vélinni sem ég er ekki 100% viss um hvað var. En einhver annar fær kvíðakast, eða ég heyrði að hann hafi fengið flogakast, og liggur bara þarna á gólfinu aftast í vélinni,“ segir Sóley. „Þarna erum við alveg að fara að lenda og það endar bara á því að hann liggur bara á gólfinu í lendingu, meðvitundarlaus.“ Ekki var þó allt upptalið enn. Örskömmu áður en vélin snertir jörðina, stendur enn annar farþegi upp úr sætinu sínu, labbar aftur í vélina og svo aftur til baka í rólegheitunum áður en hann sest aftur í sætið sitt aðeins nokkrum sekúndum fyrir lendingu. Sá virti ítrekuð tilmæli áhafnarinnar um að setjast niður og spenna beltið að vettugi. Vélin lendir en á þessum tímapunkti vissu farþegar hins vegar ekki hvar þeir voru niður komnir. Sóley segist sjálf hafa áttað sig á að þau væru í Portúgal þegar hún kíkti á Google Maps í símanum eftir lendingu. Og áfram hélt hver óvænta uppákoman á fætur annarri. Þegar vélin var lent brutust út slagsmál um borð á meðan beðið var eftir að heilbrigðisstarfsfólk kæmi um borð til að aðstoða þá farþega sem virtust þurfa á að halda. „Það voru menn að öskra og það var einhver umgangur, en ég sá þetta ekki alveg nógu vel,“ segir Sóley, sem vissi ekki hvað í ósköpunum var á seiði. Maðurinn sem legið hafði meðvitundarlaus á gólfinu virðist hafa rankað við sér í miklu uppnámi og var sá loks leiddur út úr vélinni í lögreglufylgd. Vissu ekki að þau væru í Portúgal og áhöfnin brunnin út á tíma „Þau voru búin að segja að við myndum halda áfram til London Luton, en þetta tekur allt svo langan tíma,“ útskýrir Sóley, en tafirnar urðu til þess að áhöfn flugvélarinnar brann út á hvíldartíma og mátti því ekki halda ferðinni áfram. „Þá vorum við bara föst í Portúgal. Það er enginn með neinar upplýsingar,“ segir Sóley. Enginn hafi vitað sitt rjúkandi ráð, farþegar snúist í hringi og enga þjónustu að fá á þjónustuborði. Loks hafi þau fengið upplýsingar um að bóka sér herbergi sjálf sem þau myndu síðan fá endurgreitt. Sóley og Arnór fundu sér hótel og fóru þangað með leigubíl, en þegar á staðinn var komið tók við enn eitt vesenið. „Öll herbergin eru full,“ sagði starfsmaðurinn í móttökunni. Sóley bókaði herbergi á netinu í móttökunni, en á sama tíma og hún var að bóka kom annað par niður í móttöku, furðu lostið, eftir að hafa komið að öðru fólki í herberginu sem þeim hafði verið úthlutað. „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í. Maður getur ekki annað en hlegið að þessu. Við enduðum loksins á að fá herbergi og það var enginn annar í því,“ segir Sóley sem getur ekki varist hlátri þegar hún rifjar upp uppákomuna. Hún hafi hins vegar ekki sofið mikið. Þau hafi fengið flug til London klukkan 13 daginn eftir, en þá var ljóst að þau myndu ekki ná tengifluginu til Íslands. Bað tengdó að keyra varlega heim Þá voru góð ráð dýr, í orðsins fyllstu merkingu, og þau bókuðu nýja ferð með Icelandair heim til Íslands frá London fyrir aðrar 120 þúsund krónur. Í London höfðu þau nauman tíma til að koma sér á milli flugvalla í mikilli umferð og með brotið hjól á ferðatöskunni í ofanálag. „Það var ekkert eðlilega erfitt að komast á milli Luton og Heathrow með töskuna, sem að ég get alveg sagt þér að var ekki skítlétt,“ segir Sóley glettin. Þau náðu þó að vera mætt í tæka tíð. Nema hvað, aftur í vélinni til Íslands þurfti farþegi á læknisaðstoð að halda. Til allrar hamingju hafi förinni verið haldið áfram og farþegar komist á leiðarenda til Íslands. Loks á heimleið til Íslands með Icelandair.aðsend „Svo kom tengdapabbi minn að sækja okkur og ég sagði „það eina sem ég bið um er að þú keyrir varlega heim,“ segir Sóley og hlær. En það hafðist og heim komust þau í gærkvöldi, sæl með dagana á Tene. Ferðin sem upphaflega átti að kosta 140 þúsund fyrir þau bæði, báðar leiðir beint með Play, kostaði fyrir rest vel yfir hálfa milljón og þau eiga enn eftir að fá úr því skorið hvort miðinn frá Play fáist endurgreiddur. „Fyrir utan ferðalögin þá var þetta bara geggjuð ferð, gott veður og mig langar að segja þess virði. Það er enginn pirringur eða neitt þannig, maður getur ekki annað en hlegið að þessu. Ég er búin að taka út minn skammt. En ég hugsa að við ferðumst innanlands á næstunni og það verða engar jólagjafir í ár,“ segir Sóley létt í bragði að lokum. „Flugið sem við keyptum eftir að Play fór á hausinn var 370 þúsund, svo keyptum við fyrir 120 þúsun síðustu leiðina heim. Þannig það er 490 þúsund, og svo borguðum við Play flugin upprunalega og ég er ekki búin að fá þau endurgreidd, og það var 140 þúsund. Þannig þetta endar í 630 þúsund, öll þessi flug.“ Ferðalög Fjármál heimilisins Gjaldþrot Play Portúgal Spánn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Eftir ríflega 32 klukkustunda ferðalag, óvænt stopp í Portúgal, aukin útgjöld upp á nokkra hundraðþúsundkalla og með brotna ferðatösku kom parið loks heim úr fríinu í gærkvöldi. Fríi sem þrátt fyrir allt var vel heppnað og notalegt að sögn Sóleyjar, þótt það hafi kostað umtalsvert meira en í upphafi var gert ráð fyrir. Þau gera ráð fyrir að næsta ferðalag verði innanlands og skorið verði niður í jólagjöfum þetta árið. Ferðin sem átti að kosta þau 140 þúsund krónur endaði í rúmum 600 þúsund krónum, bara fyrir flugmiða. Sóley og Arnór í góðum gír á Tenerife.aðsend Eftir að flugfélagið Play fór í gjaldþrot um mánaðarmótin voru ferðaáætlanir fjölmargra Íslendinga í uppnámi. Sóley og Arnór létu það þó ekki stoppa sig og keyptu nýtt flug til að komast í sólina en þau voru mætt upp á flugvöll þann 30. september, daginn sem Play fór á hausinn. Til stóð að þau myndu fljúga heim til Íslands með viðkomu í London síðastliðinn laugardag en ferðalagið heim tók óvæntan snúning eftir röð uppákoma um borð í flugi EasyJet á leið frá Tenerife til Luton-flugvallar í London. Veikir farþegar, óvænt stopp og slagsmál um borð Þau lögðu af stað á laugardagsmorguninn með flugi sem átti að fara beint frá Tenerife til London, en allt kom fyrir ekki. „Það er einhver kona þarna í sömu sætaröð og við sem byrjar eitthvað að panikka og segist vera illt í hendinni og illt í fætinum og fær verkjalyf frá ýmsum farþegum. Tekur einhverjar tíu töflur eða eitthvað,“ segir Sóley. Eitthvað var á reiki hvað nákvæmlega amaði að, stundum virtist allt í lagi en stundum ekki, en að endingu fékk konan súrefni og aðstoð læknis. Fyrir rest var ákveðið að lenda vélinni svo konan gæti fengið aðstoð heilbrigðisstarfsfólks, en henni yrði svo heimilt að halda áfram ef hún treysti sér til. „Þau tilkynna bara, heyrðu við erum að fara að lenda, það er neyðartilvik af heilbrigðisástæðum,“ útskýrir Sóley, en þá hafi konan sagt að allt væri í góðu lagi og hún vilji halda áfram. Því var þó haldið til streitu að lenda vélinni. Ekki leið þó á löngu þar til önnur uppákoma varð um borð eftir að kveikt hafði verið á sætisbeltaljósum og vélin á leið til lendingar í Portúgal. EasyJet kom parinu ekki beina leið á leiðarenda, en óvænt stopp í Portúgal varði lengur en til stóð.aðsend „Þá gerist eitthvað aftur í vélinni sem ég er ekki 100% viss um hvað var. En einhver annar fær kvíðakast, eða ég heyrði að hann hafi fengið flogakast, og liggur bara þarna á gólfinu aftast í vélinni,“ segir Sóley. „Þarna erum við alveg að fara að lenda og það endar bara á því að hann liggur bara á gólfinu í lendingu, meðvitundarlaus.“ Ekki var þó allt upptalið enn. Örskömmu áður en vélin snertir jörðina, stendur enn annar farþegi upp úr sætinu sínu, labbar aftur í vélina og svo aftur til baka í rólegheitunum áður en hann sest aftur í sætið sitt aðeins nokkrum sekúndum fyrir lendingu. Sá virti ítrekuð tilmæli áhafnarinnar um að setjast niður og spenna beltið að vettugi. Vélin lendir en á þessum tímapunkti vissu farþegar hins vegar ekki hvar þeir voru niður komnir. Sóley segist sjálf hafa áttað sig á að þau væru í Portúgal þegar hún kíkti á Google Maps í símanum eftir lendingu. Og áfram hélt hver óvænta uppákoman á fætur annarri. Þegar vélin var lent brutust út slagsmál um borð á meðan beðið var eftir að heilbrigðisstarfsfólk kæmi um borð til að aðstoða þá farþega sem virtust þurfa á að halda. „Það voru menn að öskra og það var einhver umgangur, en ég sá þetta ekki alveg nógu vel,“ segir Sóley, sem vissi ekki hvað í ósköpunum var á seiði. Maðurinn sem legið hafði meðvitundarlaus á gólfinu virðist hafa rankað við sér í miklu uppnámi og var sá loks leiddur út úr vélinni í lögreglufylgd. Vissu ekki að þau væru í Portúgal og áhöfnin brunnin út á tíma „Þau voru búin að segja að við myndum halda áfram til London Luton, en þetta tekur allt svo langan tíma,“ útskýrir Sóley, en tafirnar urðu til þess að áhöfn flugvélarinnar brann út á hvíldartíma og mátti því ekki halda ferðinni áfram. „Þá vorum við bara föst í Portúgal. Það er enginn með neinar upplýsingar,“ segir Sóley. Enginn hafi vitað sitt rjúkandi ráð, farþegar snúist í hringi og enga þjónustu að fá á þjónustuborði. Loks hafi þau fengið upplýsingar um að bóka sér herbergi sjálf sem þau myndu síðan fá endurgreitt. Sóley og Arnór fundu sér hótel og fóru þangað með leigubíl, en þegar á staðinn var komið tók við enn eitt vesenið. „Öll herbergin eru full,“ sagði starfsmaðurinn í móttökunni. Sóley bókaði herbergi á netinu í móttökunni, en á sama tíma og hún var að bóka kom annað par niður í móttöku, furðu lostið, eftir að hafa komið að öðru fólki í herberginu sem þeim hafði verið úthlutað. „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í. Maður getur ekki annað en hlegið að þessu. Við enduðum loksins á að fá herbergi og það var enginn annar í því,“ segir Sóley sem getur ekki varist hlátri þegar hún rifjar upp uppákomuna. Hún hafi hins vegar ekki sofið mikið. Þau hafi fengið flug til London klukkan 13 daginn eftir, en þá var ljóst að þau myndu ekki ná tengifluginu til Íslands. Bað tengdó að keyra varlega heim Þá voru góð ráð dýr, í orðsins fyllstu merkingu, og þau bókuðu nýja ferð með Icelandair heim til Íslands frá London fyrir aðrar 120 þúsund krónur. Í London höfðu þau nauman tíma til að koma sér á milli flugvalla í mikilli umferð og með brotið hjól á ferðatöskunni í ofanálag. „Það var ekkert eðlilega erfitt að komast á milli Luton og Heathrow með töskuna, sem að ég get alveg sagt þér að var ekki skítlétt,“ segir Sóley glettin. Þau náðu þó að vera mætt í tæka tíð. Nema hvað, aftur í vélinni til Íslands þurfti farþegi á læknisaðstoð að halda. Til allrar hamingju hafi förinni verið haldið áfram og farþegar komist á leiðarenda til Íslands. Loks á heimleið til Íslands með Icelandair.aðsend „Svo kom tengdapabbi minn að sækja okkur og ég sagði „það eina sem ég bið um er að þú keyrir varlega heim,“ segir Sóley og hlær. En það hafðist og heim komust þau í gærkvöldi, sæl með dagana á Tene. Ferðin sem upphaflega átti að kosta 140 þúsund fyrir þau bæði, báðar leiðir beint með Play, kostaði fyrir rest vel yfir hálfa milljón og þau eiga enn eftir að fá úr því skorið hvort miðinn frá Play fáist endurgreiddur. „Fyrir utan ferðalögin þá var þetta bara geggjuð ferð, gott veður og mig langar að segja þess virði. Það er enginn pirringur eða neitt þannig, maður getur ekki annað en hlegið að þessu. Ég er búin að taka út minn skammt. En ég hugsa að við ferðumst innanlands á næstunni og það verða engar jólagjafir í ár,“ segir Sóley létt í bragði að lokum. „Flugið sem við keyptum eftir að Play fór á hausinn var 370 þúsund, svo keyptum við fyrir 120 þúsun síðustu leiðina heim. Þannig það er 490 þúsund, og svo borguðum við Play flugin upprunalega og ég er ekki búin að fá þau endurgreidd, og það var 140 þúsund. Þannig þetta endar í 630 þúsund, öll þessi flug.“
Ferðalög Fjármál heimilisins Gjaldþrot Play Portúgal Spánn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira