Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar 14. október 2025 10:31 Aldrei fyrr hefur þörfin fyrir félagshyggjuhreyfingu, með áherslu á húsnæðisöryggi og frið, verið jafn áríðandi í íslensku samfélagi Hvað á fólk að gera? Enn eru stýrivextir gríðarlega háir og húsnæðislán ekki aðgengileg fyrir stóra hópa fólks sem neyðast til að leigja á svokölluðum frjálsum markaði. Markaði þar sem húsnæði er ekki lengur eðlileg mannréttindi heldur braskvara með fyrirsjáanlegum og stöðugum verðhækkunum. Hvað á fólk að gera? Enn fær fólk ekki greiðslumat fyrir kaupum á húsnæði í samræmi við þá leiguupphæð sem það greiðir. Enn fer þeim fjölgandi sem komast ekki úr foreldrahúsum, hvorki á leigu- né fasteignamarkað. Hvað á fólk að gera? Enn verður fólk fyrir fordómum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Margir upplifa þannig jaðarsetningu að lífsgæði þeirra séu kostnaðarsamt aukaatriði, eða að þeirra tilvera skipti ekki máli. Hvað á fólk að gera? Enn er andúð á útlendingum sett á dagskrá stjórnmálanna. Andúðin er normalíseruð á Alþingi með fordómum gagnvart þeim sem minna mega sín. Ekki síst þeim sem þó eru ómissandi í klukkuverki kapítalismans. Enn eru það innflytjendur í láglaunastörfum sem halda uppi samfélaginu okkar og borga megnið af brúsanum með háu húsnæðisverði. Mannúð og samhygð fer dvínandi Nú er svo komið að ýmsum þykir Miðflokkurinn ekki einu sinni nógu íhaldssamur þegar kemur að hertri löggæslu á landamærunum eða hervæðingu okkar gegnum utanríkismálin. Nú er svo komið að menn hafa hópast saman til að hvetja til herskyldu í landinu og til að stofna framboð utan um fordóma sína á innflytjendum og flóttafólki. Nú er svo komið að við beinlínis verðum að bregðast við þessari vondu þróun og gera eitthvað! Ísland skorar oft hátt á alþjóðlegum mælikvörðum yfir velferðarsamfélög og jafnrétti. Á sama tíma og við ættum að vera stolt af okkar árangri í mannréttindabaráttu, kvenfrelsi og hinseginbaráttu sjáum við gríðarlega skautun. Amerísk orðræða er flutt inn hrá frá MAGA-hreyfingu Bandaríkjastjórnar. MAGA-orðræðan byggir á „við og hinir“ og þar er fólki beinlínis skipt niður í gott og vont fólk. Æskilegar skoðanir og óæskilegar. Við höfum horft á þjóðarmorð Ísraelsmanna á Palestínufólki í tvö ár án þess að ríkisstjórn Íslands hafi tekið afgerandi af skarið og fordæmt útrýmingu þjóðar sem á að heita okkar vinaþjóð. Mannúð og samhygð fer því miður dvínandi þar sem margar þjóðir heimsins eru í krísu. Þessi krísa er ekki lögmál heldur afleiðing stjórnmála sem hefur att fólki saman að ósekju og byggt vinsældir sínar á fölskum loforðum um betri tíma. Við höfum allt til að bera Við höfum allt til að bera til að standa gegn því að þessi þróun fái að festa sig í sessi hérlendis. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims og hér var eitt mesta velferðarsamfélag í heimi fyrir hálfri öld, þrátt fyrir að þjóðarbúið stæði jafnvel verr í þá daga. Við höfum allt til að bera til að geta varið þau mannréttindi sem við höfum byggt upp. Við höfum allt til að bera til að geta leiðrétt þá misskiptingu sem finnst hér á landi og séð til þess að fólk sem vill búa hér, hvort sem það er fætt hér eða aðflutt, geti lifað mannsæmandi lífi í friði og ró. Eins og aðrar þjóðir búum við í alþjóðlegu samfélagi. Alþjóðleg samfélög eiga að vera einmitt það, alþjóðleg, með allskonar fólki og hugmyndum héðan og þaðan. Þannig þróumst við áfram og lærum sífellt eitthvað nýtt um okkur sjálf. Við eigum að fagna hvort öðru, sama hvað. Lifa í trausti á hvort annað og í kærleika með náunganum; grípa þau sem missa vinnuna, húsnæðið eða heilsuna. Verum stolt af því að vera kærleiksrík og umburðarlynd. Verum stolt af því að vera herlaus og standa með friði. Verum stolt af því að standa með minni máttar. Við höfum efni á öllu þessu, bæði andlega og veraldlega. Áfram félagshyggja! Félagshyggja fer dvínandi í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. Nú er mikilvægara en nokkurn tíma að félagshyggjufólk taki höndum saman og verji þau gildi sem Ísland og Norðurlöndin hafa jafnan staðið fyrir. Við þurfum alltaf að huga að stéttaskiptingu og jafnrétti, efnahagslegu sem félagslegu, í gegnum menntakerfið okkar, leikskólana og skólana, vinnumarkaðinn, réttarvörslukerfið og heilbrigðiskerfið. Einnig með því að innleiða og framfylgja samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við þurfum góðar samgöngur, fólki og náttúru til góðs. Þá þarf fólk að hafa svigrúm til að hafa áhrif á samfélagið sitt, í stað þess að hlaupa maraþon með markaðsöflunum og neyðast til að vinna myrkranna á milli til að hafa í sig og á - með tilheyrandi löngum vinnudögum barnanna. Vorstjarnan, baráttusamtök, hefur hafið samtal félagshyggjufólks um áríðandi málefni sem mun vafalaust móta umræðuna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Fyrsti fundurinn var um þá húsnæðiskrísu sem almenningur býr nú við - sem sumir segja að hafi staðið yfir frá því í Hruninu, árið 2008. Húsnæðiskrísan er svo alvarleg að einn fundur dugir ekki til. Fólk af vinstri vængnum mun því áfram koma saman og ræða stöðuna í sveitarfélögunum og á landsvísu, með fókusinn á félagshyggju og hagsmuni fólksins í landinu. Tökum þessa tíma alvarlega. Uppgangur fasisma er grafalvarleg þróun sem á sér nú stað í löndum í kringum okkur. Þróun sem engan hefði órað fyrir að myndi raungerast svo nálægt okkur fyrir nokkrum mánuðum síðan. Við hvetjum þig til taka ábyrgð og taka afstöðu, gegn fasisma og með félagshyggju. Ritaðu nafn þitt á spjöld sögunnar og taktu þátt í undirskriftarsöfnuninni á felagshyggja.com. Með því að standa með Sönnu í borginni stöndum við með félagshyggju í landinu. María PétursdóttirKolbrún Erna PétursdóttirBjörn Rúnar GuðmundssonÞórdís BjarnleifsdóttirSigrún JónsdóttirÞórbergur TorfasonKolbrún ValvesdóttirÆgjr Máni BjarnasonHalldóra HafsteinsÞórdís GuðjónsdóttirBalldvin Björgvinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Aldrei fyrr hefur þörfin fyrir félagshyggjuhreyfingu, með áherslu á húsnæðisöryggi og frið, verið jafn áríðandi í íslensku samfélagi Hvað á fólk að gera? Enn eru stýrivextir gríðarlega háir og húsnæðislán ekki aðgengileg fyrir stóra hópa fólks sem neyðast til að leigja á svokölluðum frjálsum markaði. Markaði þar sem húsnæði er ekki lengur eðlileg mannréttindi heldur braskvara með fyrirsjáanlegum og stöðugum verðhækkunum. Hvað á fólk að gera? Enn fær fólk ekki greiðslumat fyrir kaupum á húsnæði í samræmi við þá leiguupphæð sem það greiðir. Enn fer þeim fjölgandi sem komast ekki úr foreldrahúsum, hvorki á leigu- né fasteignamarkað. Hvað á fólk að gera? Enn verður fólk fyrir fordómum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Margir upplifa þannig jaðarsetningu að lífsgæði þeirra séu kostnaðarsamt aukaatriði, eða að þeirra tilvera skipti ekki máli. Hvað á fólk að gera? Enn er andúð á útlendingum sett á dagskrá stjórnmálanna. Andúðin er normalíseruð á Alþingi með fordómum gagnvart þeim sem minna mega sín. Ekki síst þeim sem þó eru ómissandi í klukkuverki kapítalismans. Enn eru það innflytjendur í láglaunastörfum sem halda uppi samfélaginu okkar og borga megnið af brúsanum með háu húsnæðisverði. Mannúð og samhygð fer dvínandi Nú er svo komið að ýmsum þykir Miðflokkurinn ekki einu sinni nógu íhaldssamur þegar kemur að hertri löggæslu á landamærunum eða hervæðingu okkar gegnum utanríkismálin. Nú er svo komið að menn hafa hópast saman til að hvetja til herskyldu í landinu og til að stofna framboð utan um fordóma sína á innflytjendum og flóttafólki. Nú er svo komið að við beinlínis verðum að bregðast við þessari vondu þróun og gera eitthvað! Ísland skorar oft hátt á alþjóðlegum mælikvörðum yfir velferðarsamfélög og jafnrétti. Á sama tíma og við ættum að vera stolt af okkar árangri í mannréttindabaráttu, kvenfrelsi og hinseginbaráttu sjáum við gríðarlega skautun. Amerísk orðræða er flutt inn hrá frá MAGA-hreyfingu Bandaríkjastjórnar. MAGA-orðræðan byggir á „við og hinir“ og þar er fólki beinlínis skipt niður í gott og vont fólk. Æskilegar skoðanir og óæskilegar. Við höfum horft á þjóðarmorð Ísraelsmanna á Palestínufólki í tvö ár án þess að ríkisstjórn Íslands hafi tekið afgerandi af skarið og fordæmt útrýmingu þjóðar sem á að heita okkar vinaþjóð. Mannúð og samhygð fer því miður dvínandi þar sem margar þjóðir heimsins eru í krísu. Þessi krísa er ekki lögmál heldur afleiðing stjórnmála sem hefur att fólki saman að ósekju og byggt vinsældir sínar á fölskum loforðum um betri tíma. Við höfum allt til að bera Við höfum allt til að bera til að standa gegn því að þessi þróun fái að festa sig í sessi hérlendis. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims og hér var eitt mesta velferðarsamfélag í heimi fyrir hálfri öld, þrátt fyrir að þjóðarbúið stæði jafnvel verr í þá daga. Við höfum allt til að bera til að geta varið þau mannréttindi sem við höfum byggt upp. Við höfum allt til að bera til að geta leiðrétt þá misskiptingu sem finnst hér á landi og séð til þess að fólk sem vill búa hér, hvort sem það er fætt hér eða aðflutt, geti lifað mannsæmandi lífi í friði og ró. Eins og aðrar þjóðir búum við í alþjóðlegu samfélagi. Alþjóðleg samfélög eiga að vera einmitt það, alþjóðleg, með allskonar fólki og hugmyndum héðan og þaðan. Þannig þróumst við áfram og lærum sífellt eitthvað nýtt um okkur sjálf. Við eigum að fagna hvort öðru, sama hvað. Lifa í trausti á hvort annað og í kærleika með náunganum; grípa þau sem missa vinnuna, húsnæðið eða heilsuna. Verum stolt af því að vera kærleiksrík og umburðarlynd. Verum stolt af því að vera herlaus og standa með friði. Verum stolt af því að standa með minni máttar. Við höfum efni á öllu þessu, bæði andlega og veraldlega. Áfram félagshyggja! Félagshyggja fer dvínandi í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. Nú er mikilvægara en nokkurn tíma að félagshyggjufólk taki höndum saman og verji þau gildi sem Ísland og Norðurlöndin hafa jafnan staðið fyrir. Við þurfum alltaf að huga að stéttaskiptingu og jafnrétti, efnahagslegu sem félagslegu, í gegnum menntakerfið okkar, leikskólana og skólana, vinnumarkaðinn, réttarvörslukerfið og heilbrigðiskerfið. Einnig með því að innleiða og framfylgja samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við þurfum góðar samgöngur, fólki og náttúru til góðs. Þá þarf fólk að hafa svigrúm til að hafa áhrif á samfélagið sitt, í stað þess að hlaupa maraþon með markaðsöflunum og neyðast til að vinna myrkranna á milli til að hafa í sig og á - með tilheyrandi löngum vinnudögum barnanna. Vorstjarnan, baráttusamtök, hefur hafið samtal félagshyggjufólks um áríðandi málefni sem mun vafalaust móta umræðuna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Fyrsti fundurinn var um þá húsnæðiskrísu sem almenningur býr nú við - sem sumir segja að hafi staðið yfir frá því í Hruninu, árið 2008. Húsnæðiskrísan er svo alvarleg að einn fundur dugir ekki til. Fólk af vinstri vængnum mun því áfram koma saman og ræða stöðuna í sveitarfélögunum og á landsvísu, með fókusinn á félagshyggju og hagsmuni fólksins í landinu. Tökum þessa tíma alvarlega. Uppgangur fasisma er grafalvarleg þróun sem á sér nú stað í löndum í kringum okkur. Þróun sem engan hefði órað fyrir að myndi raungerast svo nálægt okkur fyrir nokkrum mánuðum síðan. Við hvetjum þig til taka ábyrgð og taka afstöðu, gegn fasisma og með félagshyggju. Ritaðu nafn þitt á spjöld sögunnar og taktu þátt í undirskriftarsöfnuninni á felagshyggja.com. Með því að standa með Sönnu í borginni stöndum við með félagshyggju í landinu. María PétursdóttirKolbrún Erna PétursdóttirBjörn Rúnar GuðmundssonÞórdís BjarnleifsdóttirSigrún JónsdóttirÞórbergur TorfasonKolbrún ValvesdóttirÆgjr Máni BjarnasonHalldóra HafsteinsÞórdís GuðjónsdóttirBalldvin Björgvinsson
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar