Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2025 11:00 Árásirnar voru framdar utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Vísir/Anton Brink Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til fimmtán mánaða skilorðsbundins fangelsi fyrir líkamsárás og sérlega hættulega líkamsárás. Í þeirri seinni stakk hann mann í síðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut „langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa.“ Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur. Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira