Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 19:00 Þorsteinn Halldórsson fór yfir víðan völl í viðtali við Sýn Sport í dag. vísir/Einar Þorsteinn Halldórsson íhugaði að hætta sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta eftir EM í sumar. Hann ákvað þó að halda áfram en tók erfiða ákvörðun um að skipta út aðstoðarmönnum og hefur nú kynnt sinn fyrsta landsliðshóp eftir þær breytingar, fyrir gífurlega mikilvæga leiki við Norður-Írland síðar í þessum mánuði. Leikirnir við Norður-Íra, 24. október ytra og 28. október á Laugardalsvelli, ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á HM í fyrsta sinn. Sigurliðið í einvíginu spilar í A-deild á næsta ári í undankeppni HM sem opnar á mun betra tækifæri til að komast á HM í Brasilíu 2027 en að spila í B-deild. Þorsteinn ræddi um þessa komandi leiki, val sitt á landsliðshópi og breytingar í þjálfarateyminu, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Nýliðarnir þrír, Norður-Írar og breytt teymi Þorsteins Þrír nýliðar sem tekið hafa miklum framförum Þrír nýliðar eru í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. Hin sautján ára Thelma Karen Pálmadóttir úr FH, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir úr Anderlecht og María Catharina Ólafsdóttir Gros úr Linköping fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna í mikilvægu landsliðsverkefni: „Allar hafa þær verið að spila vel, allar hafa þær verið að taka miklum framförum og allar verið að stíga ákveðin skref sem að hjálpa þeim í þeirri þróun. Þannig að ég ákvað að gefa þeim tækifæri núna og sjá hvernig þær standa miðað við hinar í hópnum eða fyrir utan hópinn,“ sagði Þorsteinn. Markahæstu leikmenn Bestu deildarinnar, þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Birta Georgsdóttir, komast hins vegar ekki í hópinn. Var erfitt að skilja þær eftir? „Já, já, auðvitað gerir þú alltaf tilkall þegar þú stendur þig vel hérna heima og ert að skora. En ég taldi þetta vera besta hópinn sem ég hef úr að velja núna og að hann hentaði í þetta verkefni. Svo sjáum við bara til hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Erfið ákvörðun að slíta samstarfinu Eins og fram hefur komið skipti Þorsteinn aðstoðarmönnum sínum út eftir EM. Ólafur Pétursson hafði verið markmannsþjálfari landsliðsins í tólf ár og Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari í tíu ár. Það var að frumkvæði Þorsteins að skipta þeim út og ráða Ólaf Kristjánsson og Amir Mehica í þeirra stað. Nýju mennirnir fá nú tíma til að kynnast leikmönnum betur og höfðu ekki mikil áhrif á valið á hópnum núna: „Auðvitað fórum við Óli yfir þetta og ræddum um samsetninguna og annað, en það voru ekkert rosalega djúpar og langar samræður. En við fórum vel yfir þetta og hvernig við sæjum hlutina fyrir okkur. Hann kannski þekkir ekki endilega alla leikmennina sem spila úti en hann þekkir náttúrulega vel til í deildinni hérna heima,“ sagði Þorsteinn. En hvernig var að ákveða að kveðja Ásmund og Ólaf? „Auðvitað er þetta alltaf erfið ákvörðun. Það myndast alltaf sterk tengsl þegar menn vinna lengi saman og ég hef náttúrulega þekkt þá enn lengur en með landsliðinu. En þeir eru báðir komnir langt yfir hundrað landsleiki og landsliðskonurnar þekkja ekkert annað en að hafa þá. Ég taldi þetta því ágætis tímapunkt til að fá nýjar raddir inn með mér, með nýja hluti, sem gætu hjálpað okkur að þróast og þroskast.“ Taldi þurfa breytingu ef hann héldi áfram Þorsteinn íhugaði jafnframt sjálfur að hætta sem landsliðsþjálfari en hann er með samning sem gildir fram yfir undankeppni og mögulega lokakeppni HM. „Já, algjörlega,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Þegar ég var að fara yfir þetta allt saman þá þurfti ég náttúrulega að hugsa: Ókei, á ég að halda áfram eða ekki? Hvað þyrfti ég að gera ef ég ætlaði að halda áfram? Og þetta var eitt af því sem ég taldi að ég þyrfti að gera ef ég ætlaði að halda áfram. Að gera einhverja breytingu með mér.“ Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Leikirnir við Norður-Íra, 24. október ytra og 28. október á Laugardalsvelli, ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á HM í fyrsta sinn. Sigurliðið í einvíginu spilar í A-deild á næsta ári í undankeppni HM sem opnar á mun betra tækifæri til að komast á HM í Brasilíu 2027 en að spila í B-deild. Þorsteinn ræddi um þessa komandi leiki, val sitt á landsliðshópi og breytingar í þjálfarateyminu, í viðtali við Val Pál Eiríksson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Nýliðarnir þrír, Norður-Írar og breytt teymi Þorsteins Þrír nýliðar sem tekið hafa miklum framförum Þrír nýliðar eru í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. Hin sautján ára Thelma Karen Pálmadóttir úr FH, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir úr Anderlecht og María Catharina Ólafsdóttir Gros úr Linköping fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna í mikilvægu landsliðsverkefni: „Allar hafa þær verið að spila vel, allar hafa þær verið að taka miklum framförum og allar verið að stíga ákveðin skref sem að hjálpa þeim í þeirri þróun. Þannig að ég ákvað að gefa þeim tækifæri núna og sjá hvernig þær standa miðað við hinar í hópnum eða fyrir utan hópinn,“ sagði Þorsteinn. Markahæstu leikmenn Bestu deildarinnar, þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Birta Georgsdóttir, komast hins vegar ekki í hópinn. Var erfitt að skilja þær eftir? „Já, já, auðvitað gerir þú alltaf tilkall þegar þú stendur þig vel hérna heima og ert að skora. En ég taldi þetta vera besta hópinn sem ég hef úr að velja núna og að hann hentaði í þetta verkefni. Svo sjáum við bara til hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Erfið ákvörðun að slíta samstarfinu Eins og fram hefur komið skipti Þorsteinn aðstoðarmönnum sínum út eftir EM. Ólafur Pétursson hafði verið markmannsþjálfari landsliðsins í tólf ár og Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari í tíu ár. Það var að frumkvæði Þorsteins að skipta þeim út og ráða Ólaf Kristjánsson og Amir Mehica í þeirra stað. Nýju mennirnir fá nú tíma til að kynnast leikmönnum betur og höfðu ekki mikil áhrif á valið á hópnum núna: „Auðvitað fórum við Óli yfir þetta og ræddum um samsetninguna og annað, en það voru ekkert rosalega djúpar og langar samræður. En við fórum vel yfir þetta og hvernig við sæjum hlutina fyrir okkur. Hann kannski þekkir ekki endilega alla leikmennina sem spila úti en hann þekkir náttúrulega vel til í deildinni hérna heima,“ sagði Þorsteinn. En hvernig var að ákveða að kveðja Ásmund og Ólaf? „Auðvitað er þetta alltaf erfið ákvörðun. Það myndast alltaf sterk tengsl þegar menn vinna lengi saman og ég hef náttúrulega þekkt þá enn lengur en með landsliðinu. En þeir eru báðir komnir langt yfir hundrað landsleiki og landsliðskonurnar þekkja ekkert annað en að hafa þá. Ég taldi þetta því ágætis tímapunkt til að fá nýjar raddir inn með mér, með nýja hluti, sem gætu hjálpað okkur að þróast og þroskast.“ Taldi þurfa breytingu ef hann héldi áfram Þorsteinn íhugaði jafnframt sjálfur að hætta sem landsliðsþjálfari en hann er með samning sem gildir fram yfir undankeppni og mögulega lokakeppni HM. „Já, algjörlega,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Þegar ég var að fara yfir þetta allt saman þá þurfti ég náttúrulega að hugsa: Ókei, á ég að halda áfram eða ekki? Hvað þyrfti ég að gera ef ég ætlaði að halda áfram? Og þetta var eitt af því sem ég taldi að ég þyrfti að gera ef ég ætlaði að halda áfram. Að gera einhverja breytingu með mér.“
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira