Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 15. október 2025 14:52 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Vísir/Sigurjón Formaður Krabbameinsfélagsins segir íslenska heilbrigðiskerfið illa undirbúið til að veita viðunandi þjónustu við konur sem greinast með brjóstakrabbamein. Biðtími eftir geislameðferð sé óboðlegur og þrátt fyrir fögur fyrirheit um úrbætur í framtíðinni þá nýtist það ekki þeim sem nú bíða í von og óvon eftir að komast í meðferð. Þátttakendur á málþingi á vegum Krabbameinsfélagsins sem fram fór í gær skora á heilbrigðisráðherra að tryggja nægilegt fjármagn til allrar meðferðar við brjóstakrabbameinum á Íslandi. Öðruvísi verði Ísland ekki í fremstu röð varðandi lifun og lífsgæði fólks með brjóstakrabbamein. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun þriggja hagsmunasamtaka sem ber yfirskriftina „dýrkeyptar tafir“ en samtökin benda í ályktun sinni á að það sé dauðans alvara ef krabbameinsmeðferð hefst. Biðtíminn annað áfall ofan á áfallið Í ályktuninni segir meðal annars, að samkvæmt staðli Samtaka evrópskra krabbameinsstofnana (OECI) er miðað við að ekki skuli líða lengri tími en 21 dagur því að sjúklingur er tilbúinn til meðferðar, hefur samþykkt meðferðaráætlun og þar til meðferð skuli hefjast. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafi biðtími eftir geislameðferð hér á landi styst nokkuð á undanförnum mánuðum, en sé þó að meðal tali 49 dagar hjá konum með lágáhættubrjóstakrabbamein og 33 dagar hjá konum með hááhættumein í brjósti. Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að biðtími eftir geislameðferð við brjóstakrabbameini er mun lengri hér á landi en mælt er með í Evrópu. Þá var rætt við konu sem hefur greinst tvisvar með krabbamein sem segir því fylgja mikið aukaálag að bíða vikum saman eftir slíkri meðferð. Ásta Einarsdóttir, stjórnarkona hjá Brjóstaheillum-Samhjálp kvenna, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að óásættanlega langur biðtími bæti gráu ofan á svart fyrir krabbameinsgreinda sem þegar séu að glíma við áfall eftir greiningu. „Það er nógu mikið áfall að greinast með krabbamein. Við verðum að komast í meðferð og þetta eykur svo á áfallið og álagið og ekki bara á sjúklinginn sjálfan heldur aðstandendur. Þetta er grunnmeðferð sem að heilbrigðiskerfið okkar á að geta boðið uppá og innan alþjóðlegra viðmiða,“ sagði Ásta. Kerfið ekki nógu vel undirbúið Of löng bið geti ógnað lífi að sögn Ástu. Það sé ekki heldur lausn að senda konur úr landi, það sé auka álag á krabbameinsveika að þurfa að ferðast úr landi til að sækja heilbrigðisþjónustu sem þeir ættu að geta notið hér heima. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, bendir á að heilbrigðisráðherra hafi sjálf talað um að það væri mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. „Það sem er hér á ferðinni er einfaldlega það að í langan tíma hefur því miður ekki verið hugað nægilega vel að því að styrkja allt það sem þarf að vera til staðar til þess að þjónusta við fólk með krabbamein sé eins og best verður á kosið.“ Þar megi í samhengi við geislameðferð til dæmis nefna endurnýjun og fjölgun á línuhröðlum og aðstöðu fyrir þá, sem sé ekki nógu góð. „Við höfum bara ekki undirbúið okkur nægilega vel og þess vegna er þetta ástand í dag. Við vitum að það er ótal margt verið að hugsa og skipuleggja og gera til framtíðar. Það gagnast hins vegar lítið þeim sem eru að bíða núna, og þess vegna verðum við með öllum ráðum að finna lausnir sem að virka í dag,“ sagði Halla. Ríflega tvöfalt lengri biðtími á Íslandi en erlendur staðall gerir ráð fyrir Ályktunina sem samþykkt var á málþinginu í gær má sjá í heild sinni hér að neðan. „Dýrkeyptar tafir Á málþingi Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins undir yfirskriftinni Það er list að lifa með krabbameini, sem haldið var þann 14. október var eftirfarandi ályktun borin upp og samþykkt einróma af fundarmönnum: Það er dauðans alvara ef krabbameinsmeðferð tefst. Langur biðtími veldur miklu álagi, lengir veikindatímabil og getur haft áhrif á sjúkdómsþróun og jafnvel aukið dánartíðni. Undanfarna mánuði hefur biðtími eftir geislameðferð við brjóstakrabbameinum verið óásættanlegur og konur með lágáhættubrjóstakrabbamein þurfa að sækja nauðsynlega meðferð erlendis með viðbótarálagi og tilkostnaði fyrir samfélagið. Koma hefði mátt í veg fyrir þetta ef gripið hefði verið til nauðsynlegra aðgerða í takt við fyrirsjáanlega fjölgun tilvika með því að fjölga línuhröðlum og tryggja nauðsynlega mönnun sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks. Í staðli Samtaka evrópskra krabbameinsstofnana (OECI) kemur fram að að tími frá því að sjúklingur er tilbúinn til meðferðar, hefur samþykkt meðferðaráætlun og þar til meðferð hefst skuli ekki fara yfir 21 dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur biðtími hér á landi styst nokkuð frá því í vor og í byrjun október var biðtími hjá konum með lágáhættubrjóstakrabbamein eftir geislameðferðað meðaltali 49 dagar. Konur sem eru greindar með hááhættubrjóstakrabbamein þurfa núna að bíða að meðaltali í 33 daga eftir geislameðferð. Stytting biðtíma eftir geislameðferð er ekki síst vegna þess að konum með lágáhættubrjóstakrabbamein býðst nú geislameðferð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Það er þó engan veginn lausn til langframa. Þetta alvarlega ástand sýnir hve mikilvægt er að sett verði opinber, aðgengileg viðmið um hámarksbiðtíma eftir krabbameinsmeðferðum og nauðsynlegir innviðir verði styrktir. Í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum fyrir árin 2025-2029, sem allir þingmenn samþykktu í vor, felur aðgerð 8 í sér að hámarksbiðtími einstaklings eftir meðferð verði ákvarðaður og gefinn út svo að hann sé aðgengilegur fyrir notendur og þjónustuveitendur. Þessi aðgerð þolir ekki bið. Þátttakendur á málþinginu skora á stjórnvöld að flýta framkvæmd hennar og innleiðingu samsvarandi gæðavísa svo hægt sé að fylgjast með árangri. Þar til markmiðum um biðtíma er náð er nauðsynlegt að skýrir og aðgengilegir verkferlar fari í gang þegar fyrirséð er að biðtími fer framúr viðmiðum. Það á til dæmis við um boð og leiðbeiningar til einstaklinga um meðferð erlendis. Ljóst er að betur má ef duga skal. Þátttakendur á málþinginu skora á stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stytta biðtíma eftir geislameðferð þannig að hann sé vel innan alþjóðlegra viðmiða. Framtíðarsýn stjórnvalda er að íslensk heilbrigðisþjónusta sé á heimsmælikvarða. Þátttakendur á málþinginu skora á heilbrigðisráðherra að tryggja nægilegt fjármagn til allrar meðferðar við brjóstakrabbameinum. Öðruvísi verður Ísland ekki í fremstu röð varðandi lifun og lífsgæði fólks með brjóstakrabbamein.“ Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Þátttakendur á málþingi á vegum Krabbameinsfélagsins sem fram fór í gær skora á heilbrigðisráðherra að tryggja nægilegt fjármagn til allrar meðferðar við brjóstakrabbameinum á Íslandi. Öðruvísi verði Ísland ekki í fremstu röð varðandi lifun og lífsgæði fólks með brjóstakrabbamein. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun þriggja hagsmunasamtaka sem ber yfirskriftina „dýrkeyptar tafir“ en samtökin benda í ályktun sinni á að það sé dauðans alvara ef krabbameinsmeðferð hefst. Biðtíminn annað áfall ofan á áfallið Í ályktuninni segir meðal annars, að samkvæmt staðli Samtaka evrópskra krabbameinsstofnana (OECI) er miðað við að ekki skuli líða lengri tími en 21 dagur því að sjúklingur er tilbúinn til meðferðar, hefur samþykkt meðferðaráætlun og þar til meðferð skuli hefjast. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafi biðtími eftir geislameðferð hér á landi styst nokkuð á undanförnum mánuðum, en sé þó að meðal tali 49 dagar hjá konum með lágáhættubrjóstakrabbamein og 33 dagar hjá konum með hááhættumein í brjósti. Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að biðtími eftir geislameðferð við brjóstakrabbameini er mun lengri hér á landi en mælt er með í Evrópu. Þá var rætt við konu sem hefur greinst tvisvar með krabbamein sem segir því fylgja mikið aukaálag að bíða vikum saman eftir slíkri meðferð. Ásta Einarsdóttir, stjórnarkona hjá Brjóstaheillum-Samhjálp kvenna, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að óásættanlega langur biðtími bæti gráu ofan á svart fyrir krabbameinsgreinda sem þegar séu að glíma við áfall eftir greiningu. „Það er nógu mikið áfall að greinast með krabbamein. Við verðum að komast í meðferð og þetta eykur svo á áfallið og álagið og ekki bara á sjúklinginn sjálfan heldur aðstandendur. Þetta er grunnmeðferð sem að heilbrigðiskerfið okkar á að geta boðið uppá og innan alþjóðlegra viðmiða,“ sagði Ásta. Kerfið ekki nógu vel undirbúið Of löng bið geti ógnað lífi að sögn Ástu. Það sé ekki heldur lausn að senda konur úr landi, það sé auka álag á krabbameinsveika að þurfa að ferðast úr landi til að sækja heilbrigðisþjónustu sem þeir ættu að geta notið hér heima. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, bendir á að heilbrigðisráðherra hafi sjálf talað um að það væri mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. „Það sem er hér á ferðinni er einfaldlega það að í langan tíma hefur því miður ekki verið hugað nægilega vel að því að styrkja allt það sem þarf að vera til staðar til þess að þjónusta við fólk með krabbamein sé eins og best verður á kosið.“ Þar megi í samhengi við geislameðferð til dæmis nefna endurnýjun og fjölgun á línuhröðlum og aðstöðu fyrir þá, sem sé ekki nógu góð. „Við höfum bara ekki undirbúið okkur nægilega vel og þess vegna er þetta ástand í dag. Við vitum að það er ótal margt verið að hugsa og skipuleggja og gera til framtíðar. Það gagnast hins vegar lítið þeim sem eru að bíða núna, og þess vegna verðum við með öllum ráðum að finna lausnir sem að virka í dag,“ sagði Halla. Ríflega tvöfalt lengri biðtími á Íslandi en erlendur staðall gerir ráð fyrir Ályktunina sem samþykkt var á málþinginu í gær má sjá í heild sinni hér að neðan. „Dýrkeyptar tafir Á málþingi Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins undir yfirskriftinni Það er list að lifa með krabbameini, sem haldið var þann 14. október var eftirfarandi ályktun borin upp og samþykkt einróma af fundarmönnum: Það er dauðans alvara ef krabbameinsmeðferð tefst. Langur biðtími veldur miklu álagi, lengir veikindatímabil og getur haft áhrif á sjúkdómsþróun og jafnvel aukið dánartíðni. Undanfarna mánuði hefur biðtími eftir geislameðferð við brjóstakrabbameinum verið óásættanlegur og konur með lágáhættubrjóstakrabbamein þurfa að sækja nauðsynlega meðferð erlendis með viðbótarálagi og tilkostnaði fyrir samfélagið. Koma hefði mátt í veg fyrir þetta ef gripið hefði verið til nauðsynlegra aðgerða í takt við fyrirsjáanlega fjölgun tilvika með því að fjölga línuhröðlum og tryggja nauðsynlega mönnun sérhæfðs heilbrigðisstarfsfólks. Í staðli Samtaka evrópskra krabbameinsstofnana (OECI) kemur fram að að tími frá því að sjúklingur er tilbúinn til meðferðar, hefur samþykkt meðferðaráætlun og þar til meðferð hefst skuli ekki fara yfir 21 dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur biðtími hér á landi styst nokkuð frá því í vor og í byrjun október var biðtími hjá konum með lágáhættubrjóstakrabbamein eftir geislameðferðað meðaltali 49 dagar. Konur sem eru greindar með hááhættubrjóstakrabbamein þurfa núna að bíða að meðaltali í 33 daga eftir geislameðferð. Stytting biðtíma eftir geislameðferð er ekki síst vegna þess að konum með lágáhættubrjóstakrabbamein býðst nú geislameðferð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Það er þó engan veginn lausn til langframa. Þetta alvarlega ástand sýnir hve mikilvægt er að sett verði opinber, aðgengileg viðmið um hámarksbiðtíma eftir krabbameinsmeðferðum og nauðsynlegir innviðir verði styrktir. Í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum fyrir árin 2025-2029, sem allir þingmenn samþykktu í vor, felur aðgerð 8 í sér að hámarksbiðtími einstaklings eftir meðferð verði ákvarðaður og gefinn út svo að hann sé aðgengilegur fyrir notendur og þjónustuveitendur. Þessi aðgerð þolir ekki bið. Þátttakendur á málþinginu skora á stjórnvöld að flýta framkvæmd hennar og innleiðingu samsvarandi gæðavísa svo hægt sé að fylgjast með árangri. Þar til markmiðum um biðtíma er náð er nauðsynlegt að skýrir og aðgengilegir verkferlar fari í gang þegar fyrirséð er að biðtími fer framúr viðmiðum. Það á til dæmis við um boð og leiðbeiningar til einstaklinga um meðferð erlendis. Ljóst er að betur má ef duga skal. Þátttakendur á málþinginu skora á stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stytta biðtíma eftir geislameðferð þannig að hann sé vel innan alþjóðlegra viðmiða. Framtíðarsýn stjórnvalda er að íslensk heilbrigðisþjónusta sé á heimsmælikvarða. Þátttakendur á málþinginu skora á heilbrigðisráðherra að tryggja nægilegt fjármagn til allrar meðferðar við brjóstakrabbameinum. Öðruvísi verður Ísland ekki í fremstu röð varðandi lifun og lífsgæði fólks með brjóstakrabbamein.“
Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira