Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 23:00 Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigend og Annar Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. vísir/sigurjón Dýraverndarsamtök segja minnst ellefu hunda hafa drepist við Geirsnef síðan hundasvæðið var opnað. Svæðið sé illa girt og öryggi ökumanna stórlega ógnað með aðgerðarleysi. Þær segja lukkulegt að ekki hafi orðið banaslys á svæðinu. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna. Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna.
Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira