Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 22:01 Lamine Yamal með pabba sínum Mounir Nasraoui, mömmu sinni Sheila Ebana og yngri bróður sínum Keyne. Getty/Mustafa Yalcin Virtur franskur blaðamaður heldur því fram að Barcelona eigi á hættu að missa unga stórstjörnu liðsins, hinn frábæra Lamine Yamal. Strákurinn er enn bara átján ára gamall en stjarna hans hefur risið hátt síðustu ár. Romain Molina er þekktur franskur blaðamaður sem er kunnur fyrir að afhjúpa hneykslismál í fótboltaheiminum. Hann heldur því fram að faðir Lamine Yamal sé að þrýsta á að strákurinn yfirgefi Barcelona. Molina segir frá þeirri þróun að faðir Yamal sé að ná sífellt meiri áhrifum innan Barcelona. Hann er að nýta sér það að Lamine er orðinn einn besti fótboltamaður heims og ræður því miklu um framtíð Börsunga. VIDEO / Les intérêts derrière Lamine Yamal (agent, sponsors, PSG, City...) https://t.co/PoOoq1AbIwBeaucoup à dire sur les business/enjeux derrière un joueur et son entourage à qui tout le monde dit oui depuis des années avec des offres toujours plus grandes..Keep the faith! pic.twitter.com/7y7gToS0gN— Romain Molina (@Romain_Molina) October 12, 2025 Allt þetta mál hefur haft neikvæð áhrif á liðsandann í Barcelona. Faðir Lamine er sagður hafa krafist þess að félagið setti son sinn framar Raphinha í baráttunni um hinn virta Gullknött en auk þess hefur hann komið með aðrar undarlegar beiðnir, svo sem að fá einkaþotur og önnur fríðindi, sem félagið hefur orðið við. Nú virðist sem faðir Lamine Yamal sé að íhuga að færa sig yfir til Paris Saint-Germain. Svo virðist sem stjórn PSG hafi mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu Yamal fyrr en síðar. Eins og staðan er núna getur Barcelona varla keppt við tilboð PSG, í öllum þeim fjárhagsvandræðum sem spænska félagið er í. Það er hætt við því að þessar sögusagnir muni elta strákinn og Börsunga næstu misserin. Það er ekki bara faðir Lamine sem hagar sér undarlega. Móðir hans hefur verið að skipuleggja myndatökur þar sem fólk greiðir háar fjárhæðir fyrir að taka myndir með „móður besta leikmanns heims“. Foreldrar Lamine Yamal eru því með alvöru stjörnustæla á meðan strákurinn þeirra heillar alla inni á vellinum. 🚨 𝗡𝗘𝗪: There have been some privileges requested by Lamine Yamal's family to Barça, including:• Private jets• Special photo opportunities, • Special favorsMost of the time, Barça complies — it’s easier to say yes than risk offending the family.— @Romain_Molina pic.twitter.com/IfhlTyL7cs— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) October 13, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Romain Molina er þekktur franskur blaðamaður sem er kunnur fyrir að afhjúpa hneykslismál í fótboltaheiminum. Hann heldur því fram að faðir Lamine Yamal sé að þrýsta á að strákurinn yfirgefi Barcelona. Molina segir frá þeirri þróun að faðir Yamal sé að ná sífellt meiri áhrifum innan Barcelona. Hann er að nýta sér það að Lamine er orðinn einn besti fótboltamaður heims og ræður því miklu um framtíð Börsunga. VIDEO / Les intérêts derrière Lamine Yamal (agent, sponsors, PSG, City...) https://t.co/PoOoq1AbIwBeaucoup à dire sur les business/enjeux derrière un joueur et son entourage à qui tout le monde dit oui depuis des années avec des offres toujours plus grandes..Keep the faith! pic.twitter.com/7y7gToS0gN— Romain Molina (@Romain_Molina) October 12, 2025 Allt þetta mál hefur haft neikvæð áhrif á liðsandann í Barcelona. Faðir Lamine er sagður hafa krafist þess að félagið setti son sinn framar Raphinha í baráttunni um hinn virta Gullknött en auk þess hefur hann komið með aðrar undarlegar beiðnir, svo sem að fá einkaþotur og önnur fríðindi, sem félagið hefur orðið við. Nú virðist sem faðir Lamine Yamal sé að íhuga að færa sig yfir til Paris Saint-Germain. Svo virðist sem stjórn PSG hafi mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu Yamal fyrr en síðar. Eins og staðan er núna getur Barcelona varla keppt við tilboð PSG, í öllum þeim fjárhagsvandræðum sem spænska félagið er í. Það er hætt við því að þessar sögusagnir muni elta strákinn og Börsunga næstu misserin. Það er ekki bara faðir Lamine sem hagar sér undarlega. Móðir hans hefur verið að skipuleggja myndatökur þar sem fólk greiðir háar fjárhæðir fyrir að taka myndir með „móður besta leikmanns heims“. Foreldrar Lamine Yamal eru því með alvöru stjörnustæla á meðan strákurinn þeirra heillar alla inni á vellinum. 🚨 𝗡𝗘𝗪: There have been some privileges requested by Lamine Yamal's family to Barça, including:• Private jets• Special photo opportunities, • Special favorsMost of the time, Barça complies — it’s easier to say yes than risk offending the family.— @Romain_Molina pic.twitter.com/IfhlTyL7cs— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) October 13, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira