„Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar 16. október 2025 13:01 Þegar dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sitt um afturköllun alþjóðlegrar verndar í annað sinn nú í haust sagðist hún hafa gert smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Það hafði hún gert eftir að hafa „hlustað“ á umræðuna, bæði í samfélaginu og á Alþingi. Í ljósi þessa skulum við rifja aðeins upp hver umræðan var á alþingi þegar þetta frumvarp var fyrst lagt fram síðastliðið vor. Dómsmálaráðherra Viðreisnar,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir , oft kölluð Obba, sagði í ræðu að hún héldi að frumvarpið hennar hefði „refsipólitísk áhrif“ eða að það hefði varnaðaráhrif að stjórnvald segðu: „Við veitum alþjóðlega vernd. Sá réttur er ekki án takmarkana.“ Hún lagði þar til að lögfesta reglur um að það mætti afturkalla vernd þeirra flóttamanna sem hafa framið „sérstaklega alvarleg afbrot eða ógna öryggi ríkisins“ Sú fyrsta sem tók til máls í umræðunni var Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Hún lýsti sig ánægða með dómsmálaráðherra og hugtakanotkun hennar, „refsipólitík“, og spurði hvort næsta skref væri ekki að svipta útlendinga íslenskum ríkisborgararétti gerðust þeir sekir um alvarleg brot á almennum hegningarlögum. Fyrst ætti að refsa — af hverju þá ekki að refsa meira? Í fyrstu umræðu um málið voru það að mestu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem létu í sér heyra. Þeir vildu minna á að þeir hefðu einnig verið harðir í útlendingamálum, en fjölluðu lítið um frumvarpið efnislega. Í annarri umræðu lagði Guðrún Hafsteinsdóttir til að útvíkka ástæður fyrir afturköllun alþjóðlegrar verndar. „…segjum kannski að umferðarlagabrot eða smávægilegir þjófnaðir sé ekki alvarlegt þegar það er kannski gerist einu sinni eða tvisvar, en þegar við erum með margítrekuð atvik hjá viðkomandi einstaklingi, margítrekaðan hraðakstur eða umferðarlagabrot, og viðkomandi virðir ekki lög á Íslandi — umferðarlög eru líka lög —“ Guðrún vildi semsé að ítrekuð umferðarlagabrot eða hraðakstur gætu einnig verið ástæða til að afturkalla vernd — ákveðin refsipólitík í því. Á endanum skrifaði hún ásamt Snorra Mássyni og Jóni Pétri Zimsen breytingartillögu sem lagði til að ítrekuð brot skyldu líka falla undir ákvæðið og að ekki þyrfti lengur að vera um sérstaklega alvarlega glæpi að ræða, heldur aðeins alvarlega. Epli og appelsínur Þegar umræður um frumvarpið færðust yfir til allsherjar- og menntamálanefndar var ljóst að refsipólitíkin fór með í farteskinu og var það sjónarhorn ráðandi í vinnslu málsins þar. Gagnrýni umsagnaraðila á mannúð og lögmæti átti undir högg að sækja, sérstaklega hjá ákveðnum aðilum nefndarinnar. Umsagnaraðilar eins og Íslandsdeild Amnesty International, Félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd og Mannréttindaskrifstofa Íslands gagnrýndu frumvarpið harðlega. Þeir sögðu það ganga lengra en flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna leyfði og skorta mannúð og mannvirðingu. Eitt af því sem þeir bentu á var ákvörðun ráðherra um að afnema svokallaða 18 mánaða reglu. Sú regla tryggir að umsækjandi sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir niðurstöðu í máli sínu fái sjálfkrafa dvalarleyfi — eins konar öryggisventil til að stjórnvöld dragi ekki málsmeðferð í lengstu lög. Þegar fólk hefur beðið svo lengi eru líka líkur á því að það hafi náð að festa rætur hér. Það má líka benda á að 18 mánaða reglan hefur ekkert með afturköllun verndar að gera, þetta eru í raun epli og appelsínur og því sætir mikilli furðu að afnám hennar fái að fljóta með þessu frumvarpi. Sérstaklega í ljósi þess að dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að frumvarpið hafi refsipólitísk áhrif. Nema auðvitað að afnám reglunnar sé hugsað sem refsing því að taka slíkan rétt af fólki — rétt sem tryggir það gegn óþarfa töfum og skeytingarleysi stjórnvalda — er í sjálfu sér birtingarmynd refsihyggju: að gera óvissu að refsingu. Það var ýmislegt annað sem umsagnaraðilar bentu á en það er hægt að lesa allar umsagnirnar hér. Af hverju viljum við ganga lengra en ESB? Út úr nefndinni komu svo tvær breytingartillögur. Tillaga meirihluta nefndarinnar tók að einhverju leyti tillit til gagnrýni umsagnaraðila þó svo að yfirbragð þess álits var heilt yfir refsipólitískt. Tillaga minnihluta nefndarinnar gerði það alls ekki. Hún vildi ganga lengra en frumvarpið. Minnihlutinn, sem samanstóð af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Snorra Mássyni og Jóni Pétri Zimsen, vildu að glæpir þyrftu ekki að vera „sérstaklega alvarlegir“, heldur einfaldlega „alvarlegir“, þá vildu þau bæta við að hægt væri að afturkalla vernd fyrir ítrekuð minniháttar brot. Málið kláraðist ekki á þessu vorþingi og hafði Obba sumarið til að hugsa málið. Hlustaði Obba á meirihluta nefndarinnar þegar hún lagði frumvarpið fram aftur? Nei. Hlustaði hún á alla þá sem skiluðu inn gagnrýninni umsögn um málið? Nei. Hlustaði hún á Guðrúnu Hafsteins, Snorra Másson og Jón Pétur Zimsen? Já. Með þessari breytingu á frumvarpinu, að glæpir þurfi nú að vera alvarlegir í stað sérstaklega alvarlegir og að ítrekuð minniháttar brot dugi til þess að afturkalla vernd, gengur það lengra en flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðana leyfir og þær evróputilskipanir sem ráðherra vísar sjálf í sem fyrirmynd og. Evróputilskipanirnar krefjast þess að um sé að ræða sérstaklega alvarlegan glæp — ekki bara alvarlegan og hvergi er minnst á minniháttar ítrekuð brot. Flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna kveður einnig skýrt á um að aðeins megi svipta vernd við „mjög alvarleg“ brot, eins og þau sem varða dauðarefsingu eða sambærilega refsingu. Minniháttar lögbrot nægja ekki. Af hverju viljum við ganga lengra en Evrópusambandið og flóttamannasamningurinn í því að refsa fólki á flótta? Er það hluti af refsipólitík dómsmálaráðherra — að refsa meira en nauðsyn krefur? Lokum þau bara inni Þegar frumvarpið var lagt fram í annað sinn núna í haust var hófst ný umræða í þingsal og tónn þingmanna hafði harðnað með frumvarpinu. Nú voru það Miðflokkurinn og Obba sem rifust um það hvor flokkurinn væri með harðari stefnu í útlendingamálum og hvort að Obba eða minnihlutinn ætti heiðurinn af því að hafa gert frumvarpið verra. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði hvað yrði um fólk þegar vernd þess yrði afturkölluð en ekki væri hægt að senda það úr landi vegna hættu á lífi þess eða öryggi. Obba svaraði að hún sæi fyrir sér að nýta frumvarp sitt um brottfararbúðir til að „geyma“ slíkt fólk þar. Brottfararbúðir, bæði þær sem ráðherra stefnir á að opna og sambærilegar búðir á Norðurlöndum, bera með sér sterk einkenni refsipólitíkur. Þær líkjast fangelsum, fangaverðir starfa þar og íbúar eru gjarnan læstir inni á herbergjum sínum frá kvöldi til morguns Bryndís nýtti líka tækifærið og spurði Obbu hvort það væri ekki tilefni til að opna móttökubúðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd þar sem fólk yrði frelsissvipt við komu til landsins og á meðan mál þess væri til meðferðar. Það ætti semsé að koma fram við umsækjendur um vernd sem fanga allt frá því að þau koma til landsins og þangað til getum losnað við þau. Fyrst ætti að refsa — af hverju þá ekki að refsa meira? Framlag stjórnarandstöðunnar í þessu máli var því að taka þátt í refsigleði ríkisstjórnarinnar. Ekki ein manneskja í stjórnarandstöðunni talaði máli fólks á flótta eða gerði tilraun til að dempa áhrif frumvarpsins. Ekki ein manneskja í stjórnarandstöðunni vildi gera það mannúðlegra eða sanngjarnara. Það er mjög alvarlegt ástand á Alþingi þegar bæði stjórn og stjórnarandstaða beitir eingöngu refsipólitík gegn fólki á flótta. Fyrirfram glæpamenn Þetta er hluti af stærri hugmyndafræði refsipólitíkur: að koma fram við fólk á flótta sem mögulega fanga — fólk sem sé líklegt til að hafa þegar gert eitthvað af sér eða sé á leið til þess. Slík orðræða er ekki ný. Hún er notuð víða, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem hugtök eins og illegals eða illegal aliens skapa ímynd flóttafólks sem glæpamanna. Þar hefur Donald Trump meðal annars talað um brottfararbúðir eins og Alligator Alcatraz, sem með nafni einu vekja hugrenningatengsl við fangelsi og refsingu. Sara Ahmed skrifar í The Cultural Politics of Emotion um hvernig orðræða um flóttamenn sem „flóð“ eða „ógn“ býr til hugmyndina um flóttamenn sem innrásarher og þjóð sem sé að missa stjórn — á landamærum, menningu og sjálfsmynd. Hún útskýrir hvernig hugtök eins og „gervi“ eða „bogus“ umsækjendur skapa andrúmsloft ótta, þar sem allir umsækjendur eru grunaðir fyrirfram um glæpi og að ógna þjóðinni. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nýtt sér þessa umræðu um gervi umsækjendur og alvöru umsækjendur og ber frumvarpið sterk einkenni þessarar orðræðu. Sara bendir á að hugtakið „bogus asylum seeker“ hafi sterk tengsl við enska orðið bogey man – ógn sem er alls staðar og hvergi. Þegar þessi hugsun fær að ráða er auðveldara að samþykkja lagasetningar sem byggjast á varnarstöðu frekar en raunverulegri hættu. Það er einmitt engin augljós ástæða fyrir því að þetta frumvarp þurfi að líta dagsins ljós einmitt núna. Með því er einfaldlega verið að setja samfélagið í varnarstöðu gagnvart möguleikum — mögulegum glæpum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur sagði við Heimildina í fyrra: „Það er ekki þannig að þau lönd þar sem eru hlutfallslega flestir innflytjendur eða flestir hælisleitendur — að þar séu flestir glæpir. Það er bara ekkert samband þarna á milli.“ Í annarri nýlegri grein Heimildarinnar er farið yfir hvort sú orðræða um að hér ríki algjört stjórnleysi í útlendingamálum eigi við rök að styðjast. Greinin segir ekki. Það sem er einkar áhugavert er að framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, sem var áður annar ritstjóra Heimildarinnar, hefur einmitt skrifað fjölda pistla sem hrekja að hér ríki ófremdarástand. Einn slíkur pistill hét einfaldlega: Sprengja 412 manns innviði? „Ein mýtan sem haldið er fram er að hingað til lands hrúgist einhleypir karlar frá öðrum menningarheimum sem áreiti konur, stundi glæpi, leggist á félagslegu kerfin og stundi almennt iðjuleysi. Sú mýta fær ekki stoð í tölum um atvinnuþátttöku né tölum um glæpatíðni.“ Maður hefði því haldið að þessi vitneskja væri þá til staðar hjá þessari ríkisstjórn sem nú vill beita refsipólitík gegn umsækjendum um alþjóðlega vernd af öllu afli. Lög og regla Það er ógnvekjandi þróun að umræða um útlendingamál fari frá því að snúast um mannréttindi og mannúð yfir í lög og reglu. Fólk á flótta er ekki lengur séð sem einstaklingar í leit að vernd, heldur sem möguleg ógn við reglu og stöðugleika. Þetta er ekki tilviljun, heldur pólitísk stefna — að flytja umræðuna um flóttafólk frá velferðar- og mannréttindamálum yfir í öryggismál, löggæslu og refsingu. Þegar flóttamannastefna ríkisins verður hluti af refsivörslukerfinu verður óttinn að stjórnartæki. Þá verður fólk á flótta ekki lengur viðfang mannúðar, heldur viðfang löggæslu. Og þegar löggæsla tekur við af mannúð, breytist einnig tungumálið: vernd verður eftirlit, umsækjendur verða „mál“, og mannréttindi verða skilyrt. Þetta er kannski það sem ég óttast mest, að refsipólitík sé nú sjálfsmynd þessarar ríkisstjórnar í útlendingamálum og að eina svar stjórnarandstöðunnar sé: Fyrst það á að refsa — af hverju þá ekki að refsa meira? Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sitt um afturköllun alþjóðlegrar verndar í annað sinn nú í haust sagðist hún hafa gert smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Það hafði hún gert eftir að hafa „hlustað“ á umræðuna, bæði í samfélaginu og á Alþingi. Í ljósi þessa skulum við rifja aðeins upp hver umræðan var á alþingi þegar þetta frumvarp var fyrst lagt fram síðastliðið vor. Dómsmálaráðherra Viðreisnar,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir , oft kölluð Obba, sagði í ræðu að hún héldi að frumvarpið hennar hefði „refsipólitísk áhrif“ eða að það hefði varnaðaráhrif að stjórnvald segðu: „Við veitum alþjóðlega vernd. Sá réttur er ekki án takmarkana.“ Hún lagði þar til að lögfesta reglur um að það mætti afturkalla vernd þeirra flóttamanna sem hafa framið „sérstaklega alvarleg afbrot eða ógna öryggi ríkisins“ Sú fyrsta sem tók til máls í umræðunni var Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Hún lýsti sig ánægða með dómsmálaráðherra og hugtakanotkun hennar, „refsipólitík“, og spurði hvort næsta skref væri ekki að svipta útlendinga íslenskum ríkisborgararétti gerðust þeir sekir um alvarleg brot á almennum hegningarlögum. Fyrst ætti að refsa — af hverju þá ekki að refsa meira? Í fyrstu umræðu um málið voru það að mestu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem létu í sér heyra. Þeir vildu minna á að þeir hefðu einnig verið harðir í útlendingamálum, en fjölluðu lítið um frumvarpið efnislega. Í annarri umræðu lagði Guðrún Hafsteinsdóttir til að útvíkka ástæður fyrir afturköllun alþjóðlegrar verndar. „…segjum kannski að umferðarlagabrot eða smávægilegir þjófnaðir sé ekki alvarlegt þegar það er kannski gerist einu sinni eða tvisvar, en þegar við erum með margítrekuð atvik hjá viðkomandi einstaklingi, margítrekaðan hraðakstur eða umferðarlagabrot, og viðkomandi virðir ekki lög á Íslandi — umferðarlög eru líka lög —“ Guðrún vildi semsé að ítrekuð umferðarlagabrot eða hraðakstur gætu einnig verið ástæða til að afturkalla vernd — ákveðin refsipólitík í því. Á endanum skrifaði hún ásamt Snorra Mássyni og Jóni Pétri Zimsen breytingartillögu sem lagði til að ítrekuð brot skyldu líka falla undir ákvæðið og að ekki þyrfti lengur að vera um sérstaklega alvarlega glæpi að ræða, heldur aðeins alvarlega. Epli og appelsínur Þegar umræður um frumvarpið færðust yfir til allsherjar- og menntamálanefndar var ljóst að refsipólitíkin fór með í farteskinu og var það sjónarhorn ráðandi í vinnslu málsins þar. Gagnrýni umsagnaraðila á mannúð og lögmæti átti undir högg að sækja, sérstaklega hjá ákveðnum aðilum nefndarinnar. Umsagnaraðilar eins og Íslandsdeild Amnesty International, Félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd og Mannréttindaskrifstofa Íslands gagnrýndu frumvarpið harðlega. Þeir sögðu það ganga lengra en flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna leyfði og skorta mannúð og mannvirðingu. Eitt af því sem þeir bentu á var ákvörðun ráðherra um að afnema svokallaða 18 mánaða reglu. Sú regla tryggir að umsækjandi sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir niðurstöðu í máli sínu fái sjálfkrafa dvalarleyfi — eins konar öryggisventil til að stjórnvöld dragi ekki málsmeðferð í lengstu lög. Þegar fólk hefur beðið svo lengi eru líka líkur á því að það hafi náð að festa rætur hér. Það má líka benda á að 18 mánaða reglan hefur ekkert með afturköllun verndar að gera, þetta eru í raun epli og appelsínur og því sætir mikilli furðu að afnám hennar fái að fljóta með þessu frumvarpi. Sérstaklega í ljósi þess að dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að frumvarpið hafi refsipólitísk áhrif. Nema auðvitað að afnám reglunnar sé hugsað sem refsing því að taka slíkan rétt af fólki — rétt sem tryggir það gegn óþarfa töfum og skeytingarleysi stjórnvalda — er í sjálfu sér birtingarmynd refsihyggju: að gera óvissu að refsingu. Það var ýmislegt annað sem umsagnaraðilar bentu á en það er hægt að lesa allar umsagnirnar hér. Af hverju viljum við ganga lengra en ESB? Út úr nefndinni komu svo tvær breytingartillögur. Tillaga meirihluta nefndarinnar tók að einhverju leyti tillit til gagnrýni umsagnaraðila þó svo að yfirbragð þess álits var heilt yfir refsipólitískt. Tillaga minnihluta nefndarinnar gerði það alls ekki. Hún vildi ganga lengra en frumvarpið. Minnihlutinn, sem samanstóð af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Snorra Mássyni og Jóni Pétri Zimsen, vildu að glæpir þyrftu ekki að vera „sérstaklega alvarlegir“, heldur einfaldlega „alvarlegir“, þá vildu þau bæta við að hægt væri að afturkalla vernd fyrir ítrekuð minniháttar brot. Málið kláraðist ekki á þessu vorþingi og hafði Obba sumarið til að hugsa málið. Hlustaði Obba á meirihluta nefndarinnar þegar hún lagði frumvarpið fram aftur? Nei. Hlustaði hún á alla þá sem skiluðu inn gagnrýninni umsögn um málið? Nei. Hlustaði hún á Guðrúnu Hafsteins, Snorra Másson og Jón Pétur Zimsen? Já. Með þessari breytingu á frumvarpinu, að glæpir þurfi nú að vera alvarlegir í stað sérstaklega alvarlegir og að ítrekuð minniháttar brot dugi til þess að afturkalla vernd, gengur það lengra en flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðana leyfir og þær evróputilskipanir sem ráðherra vísar sjálf í sem fyrirmynd og. Evróputilskipanirnar krefjast þess að um sé að ræða sérstaklega alvarlegan glæp — ekki bara alvarlegan og hvergi er minnst á minniháttar ítrekuð brot. Flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna kveður einnig skýrt á um að aðeins megi svipta vernd við „mjög alvarleg“ brot, eins og þau sem varða dauðarefsingu eða sambærilega refsingu. Minniháttar lögbrot nægja ekki. Af hverju viljum við ganga lengra en Evrópusambandið og flóttamannasamningurinn í því að refsa fólki á flótta? Er það hluti af refsipólitík dómsmálaráðherra — að refsa meira en nauðsyn krefur? Lokum þau bara inni Þegar frumvarpið var lagt fram í annað sinn núna í haust var hófst ný umræða í þingsal og tónn þingmanna hafði harðnað með frumvarpinu. Nú voru það Miðflokkurinn og Obba sem rifust um það hvor flokkurinn væri með harðari stefnu í útlendingamálum og hvort að Obba eða minnihlutinn ætti heiðurinn af því að hafa gert frumvarpið verra. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði hvað yrði um fólk þegar vernd þess yrði afturkölluð en ekki væri hægt að senda það úr landi vegna hættu á lífi þess eða öryggi. Obba svaraði að hún sæi fyrir sér að nýta frumvarp sitt um brottfararbúðir til að „geyma“ slíkt fólk þar. Brottfararbúðir, bæði þær sem ráðherra stefnir á að opna og sambærilegar búðir á Norðurlöndum, bera með sér sterk einkenni refsipólitíkur. Þær líkjast fangelsum, fangaverðir starfa þar og íbúar eru gjarnan læstir inni á herbergjum sínum frá kvöldi til morguns Bryndís nýtti líka tækifærið og spurði Obbu hvort það væri ekki tilefni til að opna móttökubúðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd þar sem fólk yrði frelsissvipt við komu til landsins og á meðan mál þess væri til meðferðar. Það ætti semsé að koma fram við umsækjendur um vernd sem fanga allt frá því að þau koma til landsins og þangað til getum losnað við þau. Fyrst ætti að refsa — af hverju þá ekki að refsa meira? Framlag stjórnarandstöðunnar í þessu máli var því að taka þátt í refsigleði ríkisstjórnarinnar. Ekki ein manneskja í stjórnarandstöðunni talaði máli fólks á flótta eða gerði tilraun til að dempa áhrif frumvarpsins. Ekki ein manneskja í stjórnarandstöðunni vildi gera það mannúðlegra eða sanngjarnara. Það er mjög alvarlegt ástand á Alþingi þegar bæði stjórn og stjórnarandstaða beitir eingöngu refsipólitík gegn fólki á flótta. Fyrirfram glæpamenn Þetta er hluti af stærri hugmyndafræði refsipólitíkur: að koma fram við fólk á flótta sem mögulega fanga — fólk sem sé líklegt til að hafa þegar gert eitthvað af sér eða sé á leið til þess. Slík orðræða er ekki ný. Hún er notuð víða, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem hugtök eins og illegals eða illegal aliens skapa ímynd flóttafólks sem glæpamanna. Þar hefur Donald Trump meðal annars talað um brottfararbúðir eins og Alligator Alcatraz, sem með nafni einu vekja hugrenningatengsl við fangelsi og refsingu. Sara Ahmed skrifar í The Cultural Politics of Emotion um hvernig orðræða um flóttamenn sem „flóð“ eða „ógn“ býr til hugmyndina um flóttamenn sem innrásarher og þjóð sem sé að missa stjórn — á landamærum, menningu og sjálfsmynd. Hún útskýrir hvernig hugtök eins og „gervi“ eða „bogus“ umsækjendur skapa andrúmsloft ótta, þar sem allir umsækjendur eru grunaðir fyrirfram um glæpi og að ógna þjóðinni. Íslenskir stjórnmálamenn hafa nýtt sér þessa umræðu um gervi umsækjendur og alvöru umsækjendur og ber frumvarpið sterk einkenni þessarar orðræðu. Sara bendir á að hugtakið „bogus asylum seeker“ hafi sterk tengsl við enska orðið bogey man – ógn sem er alls staðar og hvergi. Þegar þessi hugsun fær að ráða er auðveldara að samþykkja lagasetningar sem byggjast á varnarstöðu frekar en raunverulegri hættu. Það er einmitt engin augljós ástæða fyrir því að þetta frumvarp þurfi að líta dagsins ljós einmitt núna. Með því er einfaldlega verið að setja samfélagið í varnarstöðu gagnvart möguleikum — mögulegum glæpum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur sagði við Heimildina í fyrra: „Það er ekki þannig að þau lönd þar sem eru hlutfallslega flestir innflytjendur eða flestir hælisleitendur — að þar séu flestir glæpir. Það er bara ekkert samband þarna á milli.“ Í annarri nýlegri grein Heimildarinnar er farið yfir hvort sú orðræða um að hér ríki algjört stjórnleysi í útlendingamálum eigi við rök að styðjast. Greinin segir ekki. Það sem er einkar áhugavert er að framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, sem var áður annar ritstjóra Heimildarinnar, hefur einmitt skrifað fjölda pistla sem hrekja að hér ríki ófremdarástand. Einn slíkur pistill hét einfaldlega: Sprengja 412 manns innviði? „Ein mýtan sem haldið er fram er að hingað til lands hrúgist einhleypir karlar frá öðrum menningarheimum sem áreiti konur, stundi glæpi, leggist á félagslegu kerfin og stundi almennt iðjuleysi. Sú mýta fær ekki stoð í tölum um atvinnuþátttöku né tölum um glæpatíðni.“ Maður hefði því haldið að þessi vitneskja væri þá til staðar hjá þessari ríkisstjórn sem nú vill beita refsipólitík gegn umsækjendum um alþjóðlega vernd af öllu afli. Lög og regla Það er ógnvekjandi þróun að umræða um útlendingamál fari frá því að snúast um mannréttindi og mannúð yfir í lög og reglu. Fólk á flótta er ekki lengur séð sem einstaklingar í leit að vernd, heldur sem möguleg ógn við reglu og stöðugleika. Þetta er ekki tilviljun, heldur pólitísk stefna — að flytja umræðuna um flóttafólk frá velferðar- og mannréttindamálum yfir í öryggismál, löggæslu og refsingu. Þegar flóttamannastefna ríkisins verður hluti af refsivörslukerfinu verður óttinn að stjórnartæki. Þá verður fólk á flótta ekki lengur viðfang mannúðar, heldur viðfang löggæslu. Og þegar löggæsla tekur við af mannúð, breytist einnig tungumálið: vernd verður eftirlit, umsækjendur verða „mál“, og mannréttindi verða skilyrt. Þetta er kannski það sem ég óttast mest, að refsipólitík sé nú sjálfsmynd þessarar ríkisstjórnar í útlendingamálum og að eina svar stjórnarandstöðunnar sé: Fyrst það á að refsa — af hverju þá ekki að refsa meira? Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðakona.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun