Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 16. október 2025 17:17 Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun