„Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. október 2025 22:00 Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Grindavík vann sjö stiga sigur gegn Álftanesi 70-79. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með varnarleik liðsins sem hélt heimamönnum aðeins í 70 stigum. „Varnarleikurinn okkar var góður allan leikinn. Við héldum þeim í 70 stigum á heimavelli og það var okkar framlag á varnarhelmingi vallarins sem skilaði þessu,“ sagði Jóhann Þór í viðtali eftir leik. Álftanes var þremur stigum yfir í hálfleik 42-39. Varnarleik Grindavíkur í seinni hálfleik var frábær þar sem Álftnesingar gerðu aðeins 28 stig. „Þeir voru að skora úr tilviljunarkenndum sóknum eftir sóknarfráköst sem datt í hendurnar á þeim og voru að setja skot sem við vildum að þeir myndu taka. Í seinni hálfleik fannst mér við ýta þeim í erfiðar aðgerðir. Ef við hefðum ekki látið kappið bera fegurðina ofurliði hefðum við sennilega bætt í forystuna. Þetta var virkilega góður leikur hjá mínu liði og ég er sáttur.“ Álftnesingar komu til baka í fjórða leikhluta sem gerðu síðustu mínúturnar æsispennandi en Jóhann var þó ekki orðinn smeykur um úrslitin. „Við vorum að taka opin og góð skot sem fóru ekki ofan í og það er partur af leiknum. Ef ég á að vera ósáttur með eitthvað þá er það þessi kafli um miðjan þriðja leikhluta. Þetta var það langbesta sem við höfum sýnt í vetur.“ Jóhann Þór sagði að lokum að það stæði ekki til að skipta út Bandaríkjamanninum, Khalil Shabazz, sem gerði 18 stig í kvöld og gaf 4 stoðsendingar. UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
„Varnarleikurinn okkar var góður allan leikinn. Við héldum þeim í 70 stigum á heimavelli og það var okkar framlag á varnarhelmingi vallarins sem skilaði þessu,“ sagði Jóhann Þór í viðtali eftir leik. Álftanes var þremur stigum yfir í hálfleik 42-39. Varnarleik Grindavíkur í seinni hálfleik var frábær þar sem Álftnesingar gerðu aðeins 28 stig. „Þeir voru að skora úr tilviljunarkenndum sóknum eftir sóknarfráköst sem datt í hendurnar á þeim og voru að setja skot sem við vildum að þeir myndu taka. Í seinni hálfleik fannst mér við ýta þeim í erfiðar aðgerðir. Ef við hefðum ekki látið kappið bera fegurðina ofurliði hefðum við sennilega bætt í forystuna. Þetta var virkilega góður leikur hjá mínu liði og ég er sáttur.“ Álftnesingar komu til baka í fjórða leikhluta sem gerðu síðustu mínúturnar æsispennandi en Jóhann var þó ekki orðinn smeykur um úrslitin. „Við vorum að taka opin og góð skot sem fóru ekki ofan í og það er partur af leiknum. Ef ég á að vera ósáttur með eitthvað þá er það þessi kafli um miðjan þriðja leikhluta. Þetta var það langbesta sem við höfum sýnt í vetur.“ Jóhann Þór sagði að lokum að það stæði ekki til að skipta út Bandaríkjamanninum, Khalil Shabazz, sem gerði 18 stig í kvöld og gaf 4 stoðsendingar.
UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira