Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 15:14 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Persónuvernd telur forsætisráðuneytinu hafa verið heimilt að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þáverandi barnamálaráðherra, um nafn Ólafar Björnsdóttur, sem hafði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Ásthildur Lóa eignaðist barn 23 ára gömul með 16 ára fyrrverandi tengdasyni Ólafar. Hún taldi Ásthildi Lóu ekki stætt í embætti vegna þess. Á vef Persónuverndar segir að stofnunin hafi úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir miðlun forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum kvartanda til þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ljóst er að um kvörtun Ólafar er að ræða. Málið varðar fund sem Ólöf óskaði eftir við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. En hún taldi sig ekki geta unað því að Ásthildur Lóa, hafandi eignast barn þá 23 ára gömul með 16 ára tengdasyni sínum fyrrverandi, sæti sem barnamálaráðherra. Þessi ósk hennar átti eftir að draga dilk á eftir sér. Ólöf taldi sig hafa óskað eftir trúnaði um þann fund sem aldrei varð. Áður en nokkur frétt hafði verið skrifuð um málið hringdi Ásthildur Lóa ítrekað í Ólöfu, sem taldi sig ekki hafa neitt við hana að tala. Ásthildur Lóa mætti þá heim til hennar en fékk ekki samtal við Ólöfu. Svo fór að Ásthildur Lóa sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna málsins. Sagði í góðu lagi ef Ásthildur Lóa sæti fundinn Á vef Persónuverndar segir að í málinu hafi legið fyrir að Ólöf hefði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Í beiðni sinni til forsætisráðuneytisins hafi hún tekið fram að erindið varðaði þáverandi mennta- og barnamálaráðherra og að það væri í góðu lagi að viðkomandi ráðherra sæti fundinn líka ef forsætisráðherra óskaði þess. Af fyrirliggjandi gögnum hafi ekki ekki annað verið ráðið en að forsætisráðuneytið hefði miðlað persónuupplýsingum Ólafar til mennta- og barnamálaráðherra í þeim tilgangi að undirbúa svar við fundarbeiðni hennar og meta réttan farveg málsins. Játa verði stjórnvöldum svigrúm Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að miðlun forsætisráðuneytisins á upplýsingum um Ólöfu til mennta- og barnamálaráðherra umrætt sinn hefði verið nauðsynleg við beitingu opinbers valds sem forsætisráðuneytið fer með. Vinnsla persónuupplýsinganna hafi því verið heimil en að mati Persónuverndar verði að játa stjórnvöldum ákveðið svigrúm til að meta hvaða vinnsla er nauðsynleg til að framfylgja lögbundnum verkefnum sínum. Einnig hafi það verið niðurstaða Persónuverndar að miðlun forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum Ólafar hefði samrýmst meginreglum persónuverndarlaga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Persónuvernd Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Á vef Persónuverndar segir að stofnunin hafi úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir miðlun forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum kvartanda til þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ljóst er að um kvörtun Ólafar er að ræða. Málið varðar fund sem Ólöf óskaði eftir við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. En hún taldi sig ekki geta unað því að Ásthildur Lóa, hafandi eignast barn þá 23 ára gömul með 16 ára tengdasyni sínum fyrrverandi, sæti sem barnamálaráðherra. Þessi ósk hennar átti eftir að draga dilk á eftir sér. Ólöf taldi sig hafa óskað eftir trúnaði um þann fund sem aldrei varð. Áður en nokkur frétt hafði verið skrifuð um málið hringdi Ásthildur Lóa ítrekað í Ólöfu, sem taldi sig ekki hafa neitt við hana að tala. Ásthildur Lóa mætti þá heim til hennar en fékk ekki samtal við Ólöfu. Svo fór að Ásthildur Lóa sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna málsins. Sagði í góðu lagi ef Ásthildur Lóa sæti fundinn Á vef Persónuverndar segir að í málinu hafi legið fyrir að Ólöf hefði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Í beiðni sinni til forsætisráðuneytisins hafi hún tekið fram að erindið varðaði þáverandi mennta- og barnamálaráðherra og að það væri í góðu lagi að viðkomandi ráðherra sæti fundinn líka ef forsætisráðherra óskaði þess. Af fyrirliggjandi gögnum hafi ekki ekki annað verið ráðið en að forsætisráðuneytið hefði miðlað persónuupplýsingum Ólafar til mennta- og barnamálaráðherra í þeim tilgangi að undirbúa svar við fundarbeiðni hennar og meta réttan farveg málsins. Játa verði stjórnvöldum svigrúm Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að miðlun forsætisráðuneytisins á upplýsingum um Ólöfu til mennta- og barnamálaráðherra umrætt sinn hefði verið nauðsynleg við beitingu opinbers valds sem forsætisráðuneytið fer með. Vinnsla persónuupplýsinganna hafi því verið heimil en að mati Persónuverndar verði að játa stjórnvöldum ákveðið svigrúm til að meta hvaða vinnsla er nauðsynleg til að framfylgja lögbundnum verkefnum sínum. Einnig hafi það verið niðurstaða Persónuverndar að miðlun forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum Ólafar hefði samrýmst meginreglum persónuverndarlaga.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Persónuvernd Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira