„Það er óákveðið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 14:44 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Bjarni „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. „Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira