Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 18:09 Lilja Rannveig sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á síðasta þingi. Vísir/Vilhelm Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír voru í framboði til ritara, þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Lilja sat á þingi fyrir flokkinn síðasta kjörtímabil og var þingmaður Norðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. í tilkynningu frá flokknum að loknum fundi kemur fram að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu flokksins. Á honum hafi verið um 300 fulltrúar og gestir víða af landinu. Flokksþing í febrúar Á fundinum var ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi. Í stjórnmálaályktun miðstjórnar sem send var út eftir að fundi lauk kemur, meðal annars, fram gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan eykst og vaxtalækkunarferlið hefur brotlent. Þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé einn helsti drifkraftur verðbólgu og hárra vaxta, skilar ríkisstjórnin auðu í þeim málaflokki,“ segir í ályktuninni. Ný forysta flokksins. Lilja Rannveig hefur tekið við af Ásmundi Einari og nú liggur fyrir að Sigurður Ingi muni hætta sem formaður á næsta flokksþingi sem fer fram í febrúar. Aðsend Þar beinir flokkurinn þess til stjórnvalda að hlúa betur að fólkinu í landinu, að standa með sveitarfélögum auk þess sem lögð er áhersla á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og innflytjendur. „Fjárfesting í menntun og velferð barna er ein besta fjárfesting sem hvert samfélag getur ráðist í. Réttlátt samfélag hugar ekki síður að lýðheilsumálum og þjónustu við eldra fólk og tryggir þeim verst stöddu mannsæmandi lífskjör.“ Þá gagnrýnir flokkurinn að vegferð ríkisstjórnarflokkanna að Evrópusambandinu og segja ríkisstjórnina á kjörtímabilinu hafa vegið að tveimur af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og stefni að því að veikja íslenskan landbúnað. Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherra hans, sagðist ekki vera búin að ákveða hvort að hún ætlar fram til formanns. Það sagði Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, líka. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundi miðstjórnar lauk og þau sendu út tilkynningu með stjórnmálaályktun. Uppfærð 18:42 þann 18.10.2025. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þrír voru í framboði til ritara, þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Lilja sat á þingi fyrir flokkinn síðasta kjörtímabil og var þingmaður Norðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. í tilkynningu frá flokknum að loknum fundi kemur fram að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu flokksins. Á honum hafi verið um 300 fulltrúar og gestir víða af landinu. Flokksþing í febrúar Á fundinum var ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi. Í stjórnmálaályktun miðstjórnar sem send var út eftir að fundi lauk kemur, meðal annars, fram gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan eykst og vaxtalækkunarferlið hefur brotlent. Þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé einn helsti drifkraftur verðbólgu og hárra vaxta, skilar ríkisstjórnin auðu í þeim málaflokki,“ segir í ályktuninni. Ný forysta flokksins. Lilja Rannveig hefur tekið við af Ásmundi Einari og nú liggur fyrir að Sigurður Ingi muni hætta sem formaður á næsta flokksþingi sem fer fram í febrúar. Aðsend Þar beinir flokkurinn þess til stjórnvalda að hlúa betur að fólkinu í landinu, að standa með sveitarfélögum auk þess sem lögð er áhersla á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og innflytjendur. „Fjárfesting í menntun og velferð barna er ein besta fjárfesting sem hvert samfélag getur ráðist í. Réttlátt samfélag hugar ekki síður að lýðheilsumálum og þjónustu við eldra fólk og tryggir þeim verst stöddu mannsæmandi lífskjör.“ Þá gagnrýnir flokkurinn að vegferð ríkisstjórnarflokkanna að Evrópusambandinu og segja ríkisstjórnina á kjörtímabilinu hafa vegið að tveimur af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og stefni að því að veikja íslenskan landbúnað. Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherra hans, sagðist ekki vera búin að ákveða hvort að hún ætlar fram til formanns. Það sagði Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, líka. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundi miðstjórnar lauk og þau sendu út tilkynningu með stjórnmálaályktun. Uppfærð 18:42 þann 18.10.2025.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira