Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar 19. október 2025 18:00 Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar. En er hún eins slæm og fólk segir hana vera eða er hún eðlileg þróun á notkun tungumálsins? Ég hef óhemju mikinn áhuga á okkar ástkæra, ylhýra; öll fögru ljóðin okkar, skáldsögur, söngtextar og eldræður sem eru uppbyggð af okkar sterka tungumáli. Það er þó óneitanlegt að málfar ungmenna, minnar kynslóðar, fer hrörnandi. En hverjum á um að kenna? Eru það samfélagsmiðlarnir alræmdu eða málnotkun foreldra okkar eða vantar kannski annan Laxness sem mun skrifa nógu góða bók svo að okkur ungmennum langi til að lesa hana. Það eru augljóslega mörg atriði sem hægt er að benda á varðandi ástæður þess að ungt fólk talar lakari íslensku en eldri kynslóðir þjóðarinnar, en fyrst verður almúginn að vera sammála um að þetta sé viðurkennt og raunverulegt vandamál og miðað við tíðarandann og undanfarnar umræður er hægt að gefa sér að raunin sé sú. Hvað nú? Hvernig er hægt að taka á þessu vandamáli og bjarga íslensku tungunni sem virðist vera að missa sinn vöðvastyrk með hverri könnun sem birt er um íslenskukunnáttu ungmenna? Ekki hef ég svarið og virðast stjórnmálamenn í ráðherrastólum jafn ráðalausir og ég, þar sem ekkert bendir til þess að einhver úrræði séu til staðar innan ráðuneyta til að takast á við þetta vandamál. Menntamálaráðherra er ekki bara sofandi á verðinum heldur liggur hann í kör. Stjórnvöld dýrka að minnast á mikilvægi ungu kynslóðarinnar og framtíðina sem býður hennar, en kæra sig kannski ekki svo mikið um hin ýmsu vandamál sem hrjá okkur, hvað þá umrætt vandamál. Fyrrum ríkisstjórn setti upp ákveðnar aðgerðaráætlanir sem varða málefni íslensku tungunnar og virðist sú ríkisstjórn hafa áttað sig á alvöru málsins með því að vinna að lausnum. En núverandi ríkisstjórn gengur þvert á móti þessari lausn þar sem stefnt er á að draga úr fjárframlögum til íslenskukennslu til útlendinga, sem er eitt af áherslumálum í aðgerðaráætluninni. Þessi skilaboð sem ríkisstjórnin sendir varðandi úrbætur á notkun íslenskunnar er mér mikið áhyggjuefni. Mun ég sjálf þurfa að stóla á minn eigin áhuga á íslensku til að börnin mín verði læs og almennilega mælsk og skrifandi á sínu móðurmáli? Ekki treysti ég núverandi menntakerfi né ráðandi stjórnvöldum til að sinna sínum skyldum varðandi það. Þannig að kannski er raunin sú að þegar öllu er á botninn hvolft að þetta er í okkar eigin höndum og í okkar stjórn þegar ekki er hægt að treysta á stuðning og leiðbeiningu menntakerfisins. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar. En er hún eins slæm og fólk segir hana vera eða er hún eðlileg þróun á notkun tungumálsins? Ég hef óhemju mikinn áhuga á okkar ástkæra, ylhýra; öll fögru ljóðin okkar, skáldsögur, söngtextar og eldræður sem eru uppbyggð af okkar sterka tungumáli. Það er þó óneitanlegt að málfar ungmenna, minnar kynslóðar, fer hrörnandi. En hverjum á um að kenna? Eru það samfélagsmiðlarnir alræmdu eða málnotkun foreldra okkar eða vantar kannski annan Laxness sem mun skrifa nógu góða bók svo að okkur ungmennum langi til að lesa hana. Það eru augljóslega mörg atriði sem hægt er að benda á varðandi ástæður þess að ungt fólk talar lakari íslensku en eldri kynslóðir þjóðarinnar, en fyrst verður almúginn að vera sammála um að þetta sé viðurkennt og raunverulegt vandamál og miðað við tíðarandann og undanfarnar umræður er hægt að gefa sér að raunin sé sú. Hvað nú? Hvernig er hægt að taka á þessu vandamáli og bjarga íslensku tungunni sem virðist vera að missa sinn vöðvastyrk með hverri könnun sem birt er um íslenskukunnáttu ungmenna? Ekki hef ég svarið og virðast stjórnmálamenn í ráðherrastólum jafn ráðalausir og ég, þar sem ekkert bendir til þess að einhver úrræði séu til staðar innan ráðuneyta til að takast á við þetta vandamál. Menntamálaráðherra er ekki bara sofandi á verðinum heldur liggur hann í kör. Stjórnvöld dýrka að minnast á mikilvægi ungu kynslóðarinnar og framtíðina sem býður hennar, en kæra sig kannski ekki svo mikið um hin ýmsu vandamál sem hrjá okkur, hvað þá umrætt vandamál. Fyrrum ríkisstjórn setti upp ákveðnar aðgerðaráætlanir sem varða málefni íslensku tungunnar og virðist sú ríkisstjórn hafa áttað sig á alvöru málsins með því að vinna að lausnum. En núverandi ríkisstjórn gengur þvert á móti þessari lausn þar sem stefnt er á að draga úr fjárframlögum til íslenskukennslu til útlendinga, sem er eitt af áherslumálum í aðgerðaráætluninni. Þessi skilaboð sem ríkisstjórnin sendir varðandi úrbætur á notkun íslenskunnar er mér mikið áhyggjuefni. Mun ég sjálf þurfa að stóla á minn eigin áhuga á íslensku til að börnin mín verði læs og almennilega mælsk og skrifandi á sínu móðurmáli? Ekki treysti ég núverandi menntakerfi né ráðandi stjórnvöldum til að sinna sínum skyldum varðandi það. Þannig að kannski er raunin sú að þegar öllu er á botninn hvolft að þetta er í okkar eigin höndum og í okkar stjórn þegar ekki er hægt að treysta á stuðning og leiðbeiningu menntakerfisins. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun