Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2025 23:31 Fólk fylgist hér með maraþonhlaupinu vinsæla í Höfðaborg sem ekkert varð af um helgina. EPA/NIC BOTHMA Ekkert varð af maraþonhlaupinu vinsæla í Höfðaborg sem átti að fara fram í gær. 32. útgáfu Sanlam Cape Town-maraþonsins var nefnilega aflýst „af öryggisástæðum“. Uppselt var á viðburðinn og búist var við metfjölda, eða 24 þúsund hlaupurum, á sunnudag. Í fyrra tóku 21 þúsund manns þátt í maraþoninu. „Vinsamlegast komið ekki að rásmarki. Viðburðurinn fer ekki fram. Frekari upplýsingar verða sendar út,“ sagði í Facebook-færslu frá Höfðaborgarmaraþoninu, sem Sanlam styrkir, snemma á sunnudagsmorgun. Í kjölfar þess að 32. Sanlam Cape Town-maraþoninu var aflýst tilkynnti aðalstyrktaraðilinn Sanlam um velvildarvott til að styðja við vonsvikna hlaupara. Allir skráðir þátttakendur fá styrkta skráningu í annaðhvort maraþonið í maí 2026 eða 2027. Þetta tilboð gildir óháð því hvort maraþonið fær stöðu sem fyrsta Abbott World Marathon Majors-hlaupið í Afríku. Skipuleggjendur aflýstu hlaupinu snemma sunnudaginn 19. október vegna mikils vinds. Sterkar vindhviður á Woodstock-svæðinu gerðu hlaupaleiðina óörugga og mannvirki á bæði rás- og endamarkssvæðum urðu fyrir skemmdum. Höfðaborgarmaraþoninu var því aflýst vegna aðstæðna sem sköpuðu öryggisáhættu fyrir hlaupara, starfsfólk og áhorfendur og var ákvörðunin tekin rétt áður en hlaupið átti að hefjast. Clark Gardner, framkvæmdastjóri Sanlam Cape Town-maraþonsins, lýsti yfir vonbrigðum sínum með að aflýsa þurfti maraþoninu. „Við erum niðurbrotin,“ sagði Gardner. „Við höfum unnið í marga mánuði við að skipuleggja fyrir allar mögulegar aðstæður og skilyrði, en að lokum hafði æðra vald lokaorðið og við erum miður okkar yfir því að aflýsa þurfti Cape Town-maraþoninu.“ Ashwin Maggot er einn þeirra sem ætlaði að keppa á mótinu og var búinn að leggja mikið á sig við undirbúninginn. „Sextán vikur af snemmbúnum morgnum, síðkvöldum og fórnum á tíma með konunni minni og börnunum, allt fyrir þetta eina augnablik. Þetta átti að vera fyrsta maraþonið mitt, eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Ég þraukaði í gegnum meiðsli, eyddi klukkustundum hjá hreyfifræðingnum og sjúkraþjálfaranum og gaf allt til að vera tilbúinn. Að heyra að því hafi verið aflýst á elleftu stundu. það er niðurdrepandi,“ sagði Ashwin Maggot. View this post on Instagram A post shared by News24 (@news24) Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira
Uppselt var á viðburðinn og búist var við metfjölda, eða 24 þúsund hlaupurum, á sunnudag. Í fyrra tóku 21 þúsund manns þátt í maraþoninu. „Vinsamlegast komið ekki að rásmarki. Viðburðurinn fer ekki fram. Frekari upplýsingar verða sendar út,“ sagði í Facebook-færslu frá Höfðaborgarmaraþoninu, sem Sanlam styrkir, snemma á sunnudagsmorgun. Í kjölfar þess að 32. Sanlam Cape Town-maraþoninu var aflýst tilkynnti aðalstyrktaraðilinn Sanlam um velvildarvott til að styðja við vonsvikna hlaupara. Allir skráðir þátttakendur fá styrkta skráningu í annaðhvort maraþonið í maí 2026 eða 2027. Þetta tilboð gildir óháð því hvort maraþonið fær stöðu sem fyrsta Abbott World Marathon Majors-hlaupið í Afríku. Skipuleggjendur aflýstu hlaupinu snemma sunnudaginn 19. október vegna mikils vinds. Sterkar vindhviður á Woodstock-svæðinu gerðu hlaupaleiðina óörugga og mannvirki á bæði rás- og endamarkssvæðum urðu fyrir skemmdum. Höfðaborgarmaraþoninu var því aflýst vegna aðstæðna sem sköpuðu öryggisáhættu fyrir hlaupara, starfsfólk og áhorfendur og var ákvörðunin tekin rétt áður en hlaupið átti að hefjast. Clark Gardner, framkvæmdastjóri Sanlam Cape Town-maraþonsins, lýsti yfir vonbrigðum sínum með að aflýsa þurfti maraþoninu. „Við erum niðurbrotin,“ sagði Gardner. „Við höfum unnið í marga mánuði við að skipuleggja fyrir allar mögulegar aðstæður og skilyrði, en að lokum hafði æðra vald lokaorðið og við erum miður okkar yfir því að aflýsa þurfti Cape Town-maraþoninu.“ Ashwin Maggot er einn þeirra sem ætlaði að keppa á mótinu og var búinn að leggja mikið á sig við undirbúninginn. „Sextán vikur af snemmbúnum morgnum, síðkvöldum og fórnum á tíma með konunni minni og börnunum, allt fyrir þetta eina augnablik. Þetta átti að vera fyrsta maraþonið mitt, eitthvað sem mig hefur dreymt um í mörg ár. Ég þraukaði í gegnum meiðsli, eyddi klukkustundum hjá hreyfifræðingnum og sjúkraþjálfaranum og gaf allt til að vera tilbúinn. Að heyra að því hafi verið aflýst á elleftu stundu. það er niðurdrepandi,“ sagði Ashwin Maggot. View this post on Instagram A post shared by News24 (@news24)
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sjá meira