Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 21. október 2025 10:01 Við í sveitarfélaginu Norðurþingi stöndum frammi fyrir miklum áskorunum. Rekstrarstöðvun PCC Bakki Silicon hefur djúpstæð áhrif á samfélagið okkar – á atvinnulífið, tekjur sveitarfélagsins og trú fólks á framtíðina. Nú þarf bjartsýni, seiglu og aðgerðir sem skapa framtíðina. En sykurhúðum ekki stöðuna. Kringum 200-250 störf tapast beint og óbeint. Það er líkt og 4000 einstaklingar í Reykjavík. Tekjur sveitarfélagsins lækka um nærri 900 milljónum króna á ári, þar af tekjur Hafnasjóðs um 70% eða 300-350 milljónir. Slíkt tekjufall hefur áhrif. Við stöndum samt keik, tökum höggið og svörum með lausnum, ekki uppgjöf. Bjartsýni og orka Samfélagið hefur saman farið í gegnum áföll og breytingar og endurbyggt. Við eigum grunninn og innviðina, kraftinn og reynsluna. Við eigum framtíðina ef við nýtum tækifærin sem nú blasa við. Á Bakka er eitt best staðsetta og búna iðnaðarsvæði á Íslandi. Orka. Heitt vatn. Höfn. Og tækifæri til að bæta í fyrir fjölbreyttari starfsemi. Það staðfestir nýútkomin skýrsla ríkisvaldsins. Auk þess menntað fólk og sterka samfélagsvitun. Já, það mun reyna á samstöðuna, viljann og þrautseigjuna. Tækifærið er nú til nýrrar atvinnuuppbyggingar. Við ætlum að vera í fararbroddi í þeirri vinnu. Bjartsýn. Við ætlum að sækja fram. Iðnaður, orkutækni, nýting samgönguinnviða eins og höfn og þá flugvöll til nýrrar starfsemi sem mun skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Að tryggja að hver króna sem fer í uppbygginguna nýtist svæðinu. Höfum þess vegna trú á samfélaginu okkar og stóru myndinni. Samhliða þessu þurfum við að treysta atvinnustarfsemi sem fyrir er og bjóða fyrirtæki, frumkvöðla og nýtt fólk velkomið í verkefnið. Að vera hluti af framtíðinni í okkar sveitarfélagi. Þegar við stöndum saman verður ekkert fjall of hátt eða áskorun of stór. Hreyfiafl til framfara Sveitarstjórn mun nota næstu mánuði til að þrýsta áfram á ríkisvaldið og alla haghafa um fjárfestingar og stuðning til nýrra verkefna, tryggja áframhaldandi starfsemi og tekjuöryggi og laða að ný fyrirtæki á Bakka og víðar í sveitarfélaginu. Við munum upplýsa íbúa og vinna í sameiningu að framtíðinni. Því framtíð sveitarfélagsins byggir ekki á því sem við höfum misst heldur því sem við ætlum að byggja upp saman. Bjartsýni og jákvæðni eru þar hreyfiafl til framfara. Höfum trú á samfélaginu okkar, áfallið verður að tækifæri fyrir okkur sjálf, sem hér búum. Við ætlum að halda áfram að byggja upp. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stóriðja Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Við í sveitarfélaginu Norðurþingi stöndum frammi fyrir miklum áskorunum. Rekstrarstöðvun PCC Bakki Silicon hefur djúpstæð áhrif á samfélagið okkar – á atvinnulífið, tekjur sveitarfélagsins og trú fólks á framtíðina. Nú þarf bjartsýni, seiglu og aðgerðir sem skapa framtíðina. En sykurhúðum ekki stöðuna. Kringum 200-250 störf tapast beint og óbeint. Það er líkt og 4000 einstaklingar í Reykjavík. Tekjur sveitarfélagsins lækka um nærri 900 milljónum króna á ári, þar af tekjur Hafnasjóðs um 70% eða 300-350 milljónir. Slíkt tekjufall hefur áhrif. Við stöndum samt keik, tökum höggið og svörum með lausnum, ekki uppgjöf. Bjartsýni og orka Samfélagið hefur saman farið í gegnum áföll og breytingar og endurbyggt. Við eigum grunninn og innviðina, kraftinn og reynsluna. Við eigum framtíðina ef við nýtum tækifærin sem nú blasa við. Á Bakka er eitt best staðsetta og búna iðnaðarsvæði á Íslandi. Orka. Heitt vatn. Höfn. Og tækifæri til að bæta í fyrir fjölbreyttari starfsemi. Það staðfestir nýútkomin skýrsla ríkisvaldsins. Auk þess menntað fólk og sterka samfélagsvitun. Já, það mun reyna á samstöðuna, viljann og þrautseigjuna. Tækifærið er nú til nýrrar atvinnuuppbyggingar. Við ætlum að vera í fararbroddi í þeirri vinnu. Bjartsýn. Við ætlum að sækja fram. Iðnaður, orkutækni, nýting samgönguinnviða eins og höfn og þá flugvöll til nýrrar starfsemi sem mun skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Að tryggja að hver króna sem fer í uppbygginguna nýtist svæðinu. Höfum þess vegna trú á samfélaginu okkar og stóru myndinni. Samhliða þessu þurfum við að treysta atvinnustarfsemi sem fyrir er og bjóða fyrirtæki, frumkvöðla og nýtt fólk velkomið í verkefnið. Að vera hluti af framtíðinni í okkar sveitarfélagi. Þegar við stöndum saman verður ekkert fjall of hátt eða áskorun of stór. Hreyfiafl til framfara Sveitarstjórn mun nota næstu mánuði til að þrýsta áfram á ríkisvaldið og alla haghafa um fjárfestingar og stuðning til nýrra verkefna, tryggja áframhaldandi starfsemi og tekjuöryggi og laða að ný fyrirtæki á Bakka og víðar í sveitarfélaginu. Við munum upplýsa íbúa og vinna í sameiningu að framtíðinni. Því framtíð sveitarfélagsins byggir ekki á því sem við höfum misst heldur því sem við ætlum að byggja upp saman. Bjartsýni og jákvæðni eru þar hreyfiafl til framfara. Höfum trú á samfélaginu okkar, áfallið verður að tækifæri fyrir okkur sjálf, sem hér búum. Við ætlum að halda áfram að byggja upp. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun