Sport

Kúlu­varp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tómas Steindórsson hafði ekki mikla trú á Andra Má með kúlu fyrir karlmenn.
Tómas Steindórsson hafði ekki mikla trú á Andra Má með kúlu fyrir karlmenn. skjáskot sýn sport

Hvor kastar lengra? Nablinn Andri Már Eggertsson með kúlu fyrir kvenmenn eða Tómas Steindórsson með kúlu fyrir karlmenn? Svarið við þeirri stóru spurningu fékkst í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi.

Extra-leikarnir eru fastur liður í Bónus Körfuboltakvöldi extra en þeir spreyta Nablinn og Tommi sig í ýmsum íþróttagreinum. Í fyrsta þætti kepptu þeir í sextíu metra hlaupi og í öðrum þætti var keppt í langstökki en nú var komið að kúluvarpi.

Til að jafna leikinn og þyngdarmuninn mikla milli keppenda var Nablanum leyft að keppa með 4 kílóa kúlu, sem er notuð í kvennaflokki í kúluvarpi.

Þáttastjórnandinn Stefán Árni ræddi þennan þyngdarmun og spurði Andra hvort hann væri sáttur með kvennakúluna.

„Ég vil bara biðja þig um að koma niður af háa hestinum þínum, ég tek meira en tuttugu kíló í bekkpressu, og svo erum við ekkert í bekkpressu núna. En já eðlilega er ég með smá forgjöf núna, það er nú bara sanngjarnt“

Tommi skoraðist ekki undan og keppti með 7,26 kílóa kúlu, sem er notuð í karlaflokki.

„Hann leikur sér samt með annarri hendinni að halda á sinni kúlu, ég þarf að nota báðar“ sagði Tommi til að tryggja sig fyrir tapi.

Niðurstaðan varð mjög einhliða en stórskemmtileg keppni sem vannst með yfirburðum. Útkomuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Extraleikarnir: Kúluvarp

Hinar tvær keppnirnar má finna hér fyrir neðan, Silja Úlfarsdóttir hefur lóðsað Nablanum og Tomma í langstökki og spretthlaupi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×