Leik lokið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frá­bær fjórði hjá Grinda­vík

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Isabella Ósk Sigurðardóttir er lykilmaður hjá Grindavík.
Isabella Ósk Sigurðardóttir er lykilmaður hjá Grindavík. vísir/Ernir

Grindavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus-deild kvenna í körfubolta með þrettán stiga sigri á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld, 79-66.

Stjörnukonur stríddu heimastúlkum fram eftir leik en Grindavík tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann 24-11.

Ellen Nystrom skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Abby Beeman var með 19 stig og 9 stoðsendingar. Shaiquel Mcgruder var með 19 stig og 12 fráköst hjá Stjörnunni.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira