Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. október 2025 23:01 Rúnar Ingi Erlingsson fagnaði fyrsta sigri vetrarins á Akranesi í kvöld. Vísir/Anton Njarðvík vann öflugan útisigur gegn ÍA í Bónusdeild karla í kvöld eftir framlengdan leik. Leikurinn sveiflaðist fram og til baka en Njarðvík vann að lokum 11 stiga sigur, 119-130. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var gríðarlega ánægður með torsóttan sigur sinna manna. „Ég er bara virkilega glaður að fara héðan með tvö stig. Þetta var virkilega erfiður leikur og mér fannst ÍA liðið gott. Það var erfitt að eiga við einstaklingsgæðin inni í teig og fjölhæfnina. Svo var Josip sem spilaði ekkert síðast bara virkilega erfiður. Þetta var mikil barátta og við vorum í bölvuðu basli allan leikinn. Fundum smá takt í 3. leikhluta og náðum forystu og gerðum svo nóg í upphafi framlengingar. Þeir gáfust ekkert upp og létu á okkur reyna fram til síðustu sekúndna og ég er guðslifandi feginn að labba hér út með tvö stig,“ sagði Rúnar Ingi. Stigin tvö voru þau fyrstu sem Njarðvík fær á tímabilinu eftir að þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það þýddi mjög mikið fyrir þjálfara liðsins að liðið skyldi vera komið á blað. „Það er bara risastórt. Líka bara stórt þegar þú veist að þú ert ekki að spila þinn allra besta körfubolta og ert aðeins í einhverju veseni. Við erum að eiga við alls konar tilfinningar og sem betur fer er ég með hóp sem er tilbúinn að leggja á sig endalausa vinnu. Menn eru í þessu til þess að finna lausnir og vilja gera eins vel og hægt er. Að ná í þessi fyrstu tvö stig í svona leik, það eru margar andlegar baráttur og í þessari stemningu hérna í þessu geggjaða íþróttahúsi. Ég er bara glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Rúnar Ingi og hélt svo áfram, „Þetta hjálpar okkur klárlega. Það er virkilega mikilvægt inni í klefanum að búa til sjálfstraust. Sóknarlega erum við komnir á allt annan stað en við vorum fyrir nokkrum vikum og nú þurfum við bara aðeins að læsa varnarlega og tengjast betur. Þá getum við farið að raunverulega byggja eitthvað upp.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var gríðarlega ánægður með torsóttan sigur sinna manna. „Ég er bara virkilega glaður að fara héðan með tvö stig. Þetta var virkilega erfiður leikur og mér fannst ÍA liðið gott. Það var erfitt að eiga við einstaklingsgæðin inni í teig og fjölhæfnina. Svo var Josip sem spilaði ekkert síðast bara virkilega erfiður. Þetta var mikil barátta og við vorum í bölvuðu basli allan leikinn. Fundum smá takt í 3. leikhluta og náðum forystu og gerðum svo nóg í upphafi framlengingar. Þeir gáfust ekkert upp og létu á okkur reyna fram til síðustu sekúndna og ég er guðslifandi feginn að labba hér út með tvö stig,“ sagði Rúnar Ingi. Stigin tvö voru þau fyrstu sem Njarðvík fær á tímabilinu eftir að þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það þýddi mjög mikið fyrir þjálfara liðsins að liðið skyldi vera komið á blað. „Það er bara risastórt. Líka bara stórt þegar þú veist að þú ert ekki að spila þinn allra besta körfubolta og ert aðeins í einhverju veseni. Við erum að eiga við alls konar tilfinningar og sem betur fer er ég með hóp sem er tilbúinn að leggja á sig endalausa vinnu. Menn eru í þessu til þess að finna lausnir og vilja gera eins vel og hægt er. Að ná í þessi fyrstu tvö stig í svona leik, það eru margar andlegar baráttur og í þessari stemningu hérna í þessu geggjaða íþróttahúsi. Ég er bara glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Rúnar Ingi og hélt svo áfram, „Þetta hjálpar okkur klárlega. Það er virkilega mikilvægt inni í klefanum að búa til sjálfstraust. Sóknarlega erum við komnir á allt annan stað en við vorum fyrir nokkrum vikum og nú þurfum við bara aðeins að læsa varnarlega og tengjast betur. Þá getum við farið að raunverulega byggja eitthvað upp.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Sjá meira