Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar 22. október 2025 08:01 Konur á Íslandi lögðu niður störf 24. október 1975, settu samfélagið á hliðina og sameinuðust á útifundi á Lækjartorgi þar sem þær kröfðust kvenfrelsis og kjarajafnréttis. Fimmtíu ár eru liðin frá þessum tímamótafundi, og síðan þá höfum við náð langt (en alls ekki nógu langt) í að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynjanna er í heiðrum haft. Í dag blása kaldir vindar beggja vegna Atlantshafsins í átt að ströndum okkar, heiftarlegt bakslag í mannréttindum og kvenréttindum, og bera með sér pólitíska strauma sem íslenskt samfélag ætti ekki að kæra sig um að þrífist hér. Bakslag í kvenréttindum á Íslandi og á heimsvísu Sumum kann að finnast að jafnrétti á Íslandi hafi verið náð en það er tálsýn. Vissulega njótum við góðs af þrotlausri og aldalangri baráttu kvenna fyrir betri heimi, og heimurinn hefur batnað, en stórir hópar samfélagsins eru enn jaðarsettir. Margt fólk í samfélaginu nýtur ekki góðs af árangri jafnréttisbaráttunar, þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tekið þátt í henni í gegnum árin. Bakslagið bitnar fyrst og mest á konum af erlendum uppruna, hinsegin konum, fötluðum konum og láglaunakonum. Kynjamisrétti gengur á heilsu og velferð kvenna, launamunur kynjanna er enn til staðar og faraldur kynbundins ofbeldis geisar ennþá í samfélaginu. Ungt fólk upplifir sig berskjaldað og er að kljást við allt aðrar ógnir en við sem eldri erum. Við skuldum yngri kynslóðum að á þær sé hlustað og að þær njóti meiri jafnréttis og lífsgæða en formæður þeirra. Ábyrgðin er okkar allra, alls samfélags, en stjórnvöld verða að tryggja að traust ungs fólks á stofnunum samfélagsins minnki ekki á tímum upplýsingaóreiðu og sjálfskipaðra áhrifavalda með vafasamar skoðanir. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að gera betur Fyrir tveimur árum, 24. október 2023, safnaðist fjórðungur þjóðarinnar saman á baráttufundum á 20 stöðum um allt land og krafðist breytinga. Lesnar voru upp kröfur Kvennaverkfallsins og þær sendar á stjórnvöld. Krafist var leiðréttingar á vanmati kvennastarfa, að launamisrétti og mismunun verði útrýmt, sem og kynbundnu ofbeldi. Krafist var að stjórnvöld gerðu kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli. Í dag hafa stjórnvöld enn ekki orðið við þessum kröfum. 50 árum eftir kvennafrídaginn 1975, eru augun heimsins aftur á Íslandi og landinu enn og aftur hampað sem jafnréttisparadís. Og vissulega erum við jafnréttisparadís þegar við berum okkur saman við flest önnur ríki í heiminum, en við sem búum hér vitum betur. Jafnrétti kynjanna er ekki náð og þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálafólks í kosningabaráttu er skortur á raunverulegri fjárfestingu og áþreifanlegum framförum í jafnréttismálum. Í ljósi þess bakslags í jafnréttis- og mannréttindamálum á heimsvísu, er það skýlaus krafa okkar í Kvenréttindafélagi Íslands að íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag sameinist um að tryggja kvenréttindi og mannréttindi hér á landi og séu sterkir málsvarar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Sjá meira
Konur á Íslandi lögðu niður störf 24. október 1975, settu samfélagið á hliðina og sameinuðust á útifundi á Lækjartorgi þar sem þær kröfðust kvenfrelsis og kjarajafnréttis. Fimmtíu ár eru liðin frá þessum tímamótafundi, og síðan þá höfum við náð langt (en alls ekki nógu langt) í að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynjanna er í heiðrum haft. Í dag blása kaldir vindar beggja vegna Atlantshafsins í átt að ströndum okkar, heiftarlegt bakslag í mannréttindum og kvenréttindum, og bera með sér pólitíska strauma sem íslenskt samfélag ætti ekki að kæra sig um að þrífist hér. Bakslag í kvenréttindum á Íslandi og á heimsvísu Sumum kann að finnast að jafnrétti á Íslandi hafi verið náð en það er tálsýn. Vissulega njótum við góðs af þrotlausri og aldalangri baráttu kvenna fyrir betri heimi, og heimurinn hefur batnað, en stórir hópar samfélagsins eru enn jaðarsettir. Margt fólk í samfélaginu nýtur ekki góðs af árangri jafnréttisbaráttunar, þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tekið þátt í henni í gegnum árin. Bakslagið bitnar fyrst og mest á konum af erlendum uppruna, hinsegin konum, fötluðum konum og láglaunakonum. Kynjamisrétti gengur á heilsu og velferð kvenna, launamunur kynjanna er enn til staðar og faraldur kynbundins ofbeldis geisar ennþá í samfélaginu. Ungt fólk upplifir sig berskjaldað og er að kljást við allt aðrar ógnir en við sem eldri erum. Við skuldum yngri kynslóðum að á þær sé hlustað og að þær njóti meiri jafnréttis og lífsgæða en formæður þeirra. Ábyrgðin er okkar allra, alls samfélags, en stjórnvöld verða að tryggja að traust ungs fólks á stofnunum samfélagsins minnki ekki á tímum upplýsingaóreiðu og sjálfskipaðra áhrifavalda með vafasamar skoðanir. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að gera betur Fyrir tveimur árum, 24. október 2023, safnaðist fjórðungur þjóðarinnar saman á baráttufundum á 20 stöðum um allt land og krafðist breytinga. Lesnar voru upp kröfur Kvennaverkfallsins og þær sendar á stjórnvöld. Krafist var leiðréttingar á vanmati kvennastarfa, að launamisrétti og mismunun verði útrýmt, sem og kynbundnu ofbeldi. Krafist var að stjórnvöld gerðu kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli. Í dag hafa stjórnvöld enn ekki orðið við þessum kröfum. 50 árum eftir kvennafrídaginn 1975, eru augun heimsins aftur á Íslandi og landinu enn og aftur hampað sem jafnréttisparadís. Og vissulega erum við jafnréttisparadís þegar við berum okkur saman við flest önnur ríki í heiminum, en við sem búum hér vitum betur. Jafnrétti kynjanna er ekki náð og þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálafólks í kosningabaráttu er skortur á raunverulegri fjárfestingu og áþreifanlegum framförum í jafnréttismálum. Í ljósi þess bakslags í jafnréttis- og mannréttindamálum á heimsvísu, er það skýlaus krafa okkar í Kvenréttindafélagi Íslands að íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag sameinist um að tryggja kvenréttindi og mannréttindi hér á landi og séu sterkir málsvarar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun