Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar 22. október 2025 08:01 Konur á Íslandi lögðu niður störf 24. október 1975, settu samfélagið á hliðina og sameinuðust á útifundi á Lækjartorgi þar sem þær kröfðust kvenfrelsis og kjarajafnréttis. Fimmtíu ár eru liðin frá þessum tímamótafundi, og síðan þá höfum við náð langt (en alls ekki nógu langt) í að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynjanna er í heiðrum haft. Í dag blása kaldir vindar beggja vegna Atlantshafsins í átt að ströndum okkar, heiftarlegt bakslag í mannréttindum og kvenréttindum, og bera með sér pólitíska strauma sem íslenskt samfélag ætti ekki að kæra sig um að þrífist hér. Bakslag í kvenréttindum á Íslandi og á heimsvísu Sumum kann að finnast að jafnrétti á Íslandi hafi verið náð en það er tálsýn. Vissulega njótum við góðs af þrotlausri og aldalangri baráttu kvenna fyrir betri heimi, og heimurinn hefur batnað, en stórir hópar samfélagsins eru enn jaðarsettir. Margt fólk í samfélaginu nýtur ekki góðs af árangri jafnréttisbaráttunar, þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tekið þátt í henni í gegnum árin. Bakslagið bitnar fyrst og mest á konum af erlendum uppruna, hinsegin konum, fötluðum konum og láglaunakonum. Kynjamisrétti gengur á heilsu og velferð kvenna, launamunur kynjanna er enn til staðar og faraldur kynbundins ofbeldis geisar ennþá í samfélaginu. Ungt fólk upplifir sig berskjaldað og er að kljást við allt aðrar ógnir en við sem eldri erum. Við skuldum yngri kynslóðum að á þær sé hlustað og að þær njóti meiri jafnréttis og lífsgæða en formæður þeirra. Ábyrgðin er okkar allra, alls samfélags, en stjórnvöld verða að tryggja að traust ungs fólks á stofnunum samfélagsins minnki ekki á tímum upplýsingaóreiðu og sjálfskipaðra áhrifavalda með vafasamar skoðanir. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að gera betur Fyrir tveimur árum, 24. október 2023, safnaðist fjórðungur þjóðarinnar saman á baráttufundum á 20 stöðum um allt land og krafðist breytinga. Lesnar voru upp kröfur Kvennaverkfallsins og þær sendar á stjórnvöld. Krafist var leiðréttingar á vanmati kvennastarfa, að launamisrétti og mismunun verði útrýmt, sem og kynbundnu ofbeldi. Krafist var að stjórnvöld gerðu kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli. Í dag hafa stjórnvöld enn ekki orðið við þessum kröfum. 50 árum eftir kvennafrídaginn 1975, eru augun heimsins aftur á Íslandi og landinu enn og aftur hampað sem jafnréttisparadís. Og vissulega erum við jafnréttisparadís þegar við berum okkur saman við flest önnur ríki í heiminum, en við sem búum hér vitum betur. Jafnrétti kynjanna er ekki náð og þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálafólks í kosningabaráttu er skortur á raunverulegri fjárfestingu og áþreifanlegum framförum í jafnréttismálum. Í ljósi þess bakslags í jafnréttis- og mannréttindamálum á heimsvísu, er það skýlaus krafa okkar í Kvenréttindafélagi Íslands að íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag sameinist um að tryggja kvenréttindi og mannréttindi hér á landi og séu sterkir málsvarar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Konur á Íslandi lögðu niður störf 24. október 1975, settu samfélagið á hliðina og sameinuðust á útifundi á Lækjartorgi þar sem þær kröfðust kvenfrelsis og kjarajafnréttis. Fimmtíu ár eru liðin frá þessum tímamótafundi, og síðan þá höfum við náð langt (en alls ekki nógu langt) í að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynjanna er í heiðrum haft. Í dag blása kaldir vindar beggja vegna Atlantshafsins í átt að ströndum okkar, heiftarlegt bakslag í mannréttindum og kvenréttindum, og bera með sér pólitíska strauma sem íslenskt samfélag ætti ekki að kæra sig um að þrífist hér. Bakslag í kvenréttindum á Íslandi og á heimsvísu Sumum kann að finnast að jafnrétti á Íslandi hafi verið náð en það er tálsýn. Vissulega njótum við góðs af þrotlausri og aldalangri baráttu kvenna fyrir betri heimi, og heimurinn hefur batnað, en stórir hópar samfélagsins eru enn jaðarsettir. Margt fólk í samfélaginu nýtur ekki góðs af árangri jafnréttisbaráttunar, þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tekið þátt í henni í gegnum árin. Bakslagið bitnar fyrst og mest á konum af erlendum uppruna, hinsegin konum, fötluðum konum og láglaunakonum. Kynjamisrétti gengur á heilsu og velferð kvenna, launamunur kynjanna er enn til staðar og faraldur kynbundins ofbeldis geisar ennþá í samfélaginu. Ungt fólk upplifir sig berskjaldað og er að kljást við allt aðrar ógnir en við sem eldri erum. Við skuldum yngri kynslóðum að á þær sé hlustað og að þær njóti meiri jafnréttis og lífsgæða en formæður þeirra. Ábyrgðin er okkar allra, alls samfélags, en stjórnvöld verða að tryggja að traust ungs fólks á stofnunum samfélagsins minnki ekki á tímum upplýsingaóreiðu og sjálfskipaðra áhrifavalda með vafasamar skoðanir. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að gera betur Fyrir tveimur árum, 24. október 2023, safnaðist fjórðungur þjóðarinnar saman á baráttufundum á 20 stöðum um allt land og krafðist breytinga. Lesnar voru upp kröfur Kvennaverkfallsins og þær sendar á stjórnvöld. Krafist var leiðréttingar á vanmati kvennastarfa, að launamisrétti og mismunun verði útrýmt, sem og kynbundnu ofbeldi. Krafist var að stjórnvöld gerðu kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli. Í dag hafa stjórnvöld enn ekki orðið við þessum kröfum. 50 árum eftir kvennafrídaginn 1975, eru augun heimsins aftur á Íslandi og landinu enn og aftur hampað sem jafnréttisparadís. Og vissulega erum við jafnréttisparadís þegar við berum okkur saman við flest önnur ríki í heiminum, en við sem búum hér vitum betur. Jafnrétti kynjanna er ekki náð og þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálafólks í kosningabaráttu er skortur á raunverulegri fjárfestingu og áþreifanlegum framförum í jafnréttismálum. Í ljósi þess bakslags í jafnréttis- og mannréttindamálum á heimsvísu, er það skýlaus krafa okkar í Kvenréttindafélagi Íslands að íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag sameinist um að tryggja kvenréttindi og mannréttindi hér á landi og séu sterkir málsvarar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar