Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar 22. október 2025 07:48 Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Skúli Bragi Geirdal Símanotkun barna Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun