Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar 22. október 2025 07:48 Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Skúli Bragi Geirdal Símanotkun barna Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun