Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og Aleksandra Leonardsdóttir skrifa 22. október 2025 10:32 Þann 24. október 1975, fyrir hálfri öld, lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og mættu á mótmælafund í Reykjavík og víða um land. Markmiðið var að beina sjónum að mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu, bæði launaðra og ólaunaðra, og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar nutu. Þennan dag neyddust karlar til að ganga í störf kvenna og taka að sér barnauppeldi og heimilisstörf. Í kvöldfréttunum mátti sjá gúmmíhanskaklædda karla vaska upp á kaffistofum landsins og viðtöl tekin við mæðulega menn sem margir neyddust til að hafa börnin hjá sér í vinnunni. Fullyrt var að pylsur hefðu selst upp á landinu þennan dag. Óhætt er að segja að konum hafi tekist ætlunarverkið, eins og glöggt mátti sjá í afar áhugaverðri og stórskemmtilegri heimildarmynd Dagurinn sem Íslands stöðvaðist sem sýnd var á RÚV 19. október sl. Dagurinn er sagður hafa markað tímamót í íslenskri kvennabaráttu og upphafið að miklum samfélagslegum framförum sem við nútímakonur njótum góðs af, þakklátar þeim konum sem ruddu brautina. Konur komu saman úr ólíkum áttum, tóku sér pláss og stóðu saman þennan dag þvert á pólitík og landshluta með glæstum árangri og nutu athygli heimspressunnar. En hafa allar konur notið ábatans til jafns? Andi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur svífur enn yfir vötnum Á útífundinum í Lækjargötu þennan dag flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi innan vébanda ASÍ víðfrægt ávarp sitt og sagðist tala fyrir hönd verkakvenna; þeirra sem hefðu lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Kvennabaráttan ætti að snúa að þeim, þeirra hag og velferð. Segja má að Aðalheiður hafi áttað sig á því að raunveruleg mælistika jafnréttis í samfélaginu felst í kjörum þeirra sem minnst hafa milli handanna. Verkakonur samtímans Ef Aðalheiðar nyti við í nútímanum myndi hún sjálfsagt beina tali sínu að konum af erlendum uppruna. Konum sem bera uppi grunnstoðir samfélagsins, starfa í ræstingum, við umönnun barna og aldraðra, eru á lægstu laununum, búa við mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær fá sjaldan tækifæri til stöðuhækkunar, verða oftar fyrir mismunun og áreitni, njóta ekki þeirrar fræðslu sem í boði er, né fá viðurkenningu á þeirri menntun sem þær oft hafa. Atvinnuþátttaka þeirra er meiri en íslenskra kvenna, þær vinna lengri vinnudag og eru síður í hlutastörfum. Innflytjendakonur búa við margar samfélagslegar hindranir. Málþing ASÍ í Hörpu 24. október nk. kl. 10 – 14 ASÍ ákvað því að nýta þennan merkisdag í íslenskri kvennabaráttu, tileinka hann konum af erlendum uppruna og halda málþing undir yfirskriftinni: Nútíma kvennabarátta - Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Á málþinginu verður sjónum beint aðómetanlegu framlagi þeirra til samfélagsins, áskorunum sem þær mæta og leiðum til að tryggja jöfn tækifæri og gagnkvæma aðlögun. Á málþinginu eru þrjú meginþemu: Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa, Viðurkenning á hæfni og menntun - aðgengi að íslenskukennslu og Samfélagsleg ábyrgð og framtíð. Þar koma fram konur af erlendum uppruna sem deila af reynslu sinni, forystumenn og sérfræðingar úr röðum ASÍ og ráðherrar á sviði jafnréttismála og atvinnumála. Útvíkkun kvennabaráttunnar Með þessu vill ASÍ stíga mikilvæg skref til að útvíkka íslenska kvennabaráttu og tryggja að konur af erlendum uppruna verði hluti hennar á eigin forsendum. Konur af erlendum uppruna eru 12% af íslenskum vinnumarkaði og gegna lykilhlutverki í því að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Þrátt fyrir það eru þær oft ósýnilegar og áskoranir þeirra ekki teknar alvarlega. Íslensk kvennahreyfing verður enn sterkari með konur af erlendum uppruna innanborðs. Við þurfum að skapa pláss fyrir nýja reynslu, nýjar raddir og nýjan kraft. Þær leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags og sýna vilja til að taka þátt og tilheyra. Nú er kominn tími til að við stöndum með þeim og berjumst hlið við hlið fyrir jöfnum tækfærum, réttlátari kjörum og betra lífi. Allir eru velkomnir á málþingið á meðan húsrúm leyfir. Að málþingi loknu minnum við gesti á formlega dagskrá Kvennaárs, sögugönguna í Lækjargötu, útifundinn á Arnarhóli sem og aðra viðburði um land allt. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ og Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þann 24. október 1975, fyrir hálfri öld, lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og mættu á mótmælafund í Reykjavík og víða um land. Markmiðið var að beina sjónum að mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu, bæði launaðra og ólaunaðra, og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar nutu. Þennan dag neyddust karlar til að ganga í störf kvenna og taka að sér barnauppeldi og heimilisstörf. Í kvöldfréttunum mátti sjá gúmmíhanskaklædda karla vaska upp á kaffistofum landsins og viðtöl tekin við mæðulega menn sem margir neyddust til að hafa börnin hjá sér í vinnunni. Fullyrt var að pylsur hefðu selst upp á landinu þennan dag. Óhætt er að segja að konum hafi tekist ætlunarverkið, eins og glöggt mátti sjá í afar áhugaverðri og stórskemmtilegri heimildarmynd Dagurinn sem Íslands stöðvaðist sem sýnd var á RÚV 19. október sl. Dagurinn er sagður hafa markað tímamót í íslenskri kvennabaráttu og upphafið að miklum samfélagslegum framförum sem við nútímakonur njótum góðs af, þakklátar þeim konum sem ruddu brautina. Konur komu saman úr ólíkum áttum, tóku sér pláss og stóðu saman þennan dag þvert á pólitík og landshluta með glæstum árangri og nutu athygli heimspressunnar. En hafa allar konur notið ábatans til jafns? Andi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur svífur enn yfir vötnum Á útífundinum í Lækjargötu þennan dag flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi innan vébanda ASÍ víðfrægt ávarp sitt og sagðist tala fyrir hönd verkakvenna; þeirra sem hefðu lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Kvennabaráttan ætti að snúa að þeim, þeirra hag og velferð. Segja má að Aðalheiður hafi áttað sig á því að raunveruleg mælistika jafnréttis í samfélaginu felst í kjörum þeirra sem minnst hafa milli handanna. Verkakonur samtímans Ef Aðalheiðar nyti við í nútímanum myndi hún sjálfsagt beina tali sínu að konum af erlendum uppruna. Konum sem bera uppi grunnstoðir samfélagsins, starfa í ræstingum, við umönnun barna og aldraðra, eru á lægstu laununum, búa við mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær fá sjaldan tækifæri til stöðuhækkunar, verða oftar fyrir mismunun og áreitni, njóta ekki þeirrar fræðslu sem í boði er, né fá viðurkenningu á þeirri menntun sem þær oft hafa. Atvinnuþátttaka þeirra er meiri en íslenskra kvenna, þær vinna lengri vinnudag og eru síður í hlutastörfum. Innflytjendakonur búa við margar samfélagslegar hindranir. Málþing ASÍ í Hörpu 24. október nk. kl. 10 – 14 ASÍ ákvað því að nýta þennan merkisdag í íslenskri kvennabaráttu, tileinka hann konum af erlendum uppruna og halda málþing undir yfirskriftinni: Nútíma kvennabarátta - Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Á málþinginu verður sjónum beint aðómetanlegu framlagi þeirra til samfélagsins, áskorunum sem þær mæta og leiðum til að tryggja jöfn tækifæri og gagnkvæma aðlögun. Á málþinginu eru þrjú meginþemu: Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa, Viðurkenning á hæfni og menntun - aðgengi að íslenskukennslu og Samfélagsleg ábyrgð og framtíð. Þar koma fram konur af erlendum uppruna sem deila af reynslu sinni, forystumenn og sérfræðingar úr röðum ASÍ og ráðherrar á sviði jafnréttismála og atvinnumála. Útvíkkun kvennabaráttunnar Með þessu vill ASÍ stíga mikilvæg skref til að útvíkka íslenska kvennabaráttu og tryggja að konur af erlendum uppruna verði hluti hennar á eigin forsendum. Konur af erlendum uppruna eru 12% af íslenskum vinnumarkaði og gegna lykilhlutverki í því að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Þrátt fyrir það eru þær oft ósýnilegar og áskoranir þeirra ekki teknar alvarlega. Íslensk kvennahreyfing verður enn sterkari með konur af erlendum uppruna innanborðs. Við þurfum að skapa pláss fyrir nýja reynslu, nýjar raddir og nýjan kraft. Þær leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags og sýna vilja til að taka þátt og tilheyra. Nú er kominn tími til að við stöndum með þeim og berjumst hlið við hlið fyrir jöfnum tækfærum, réttlátari kjörum og betra lífi. Allir eru velkomnir á málþingið á meðan húsrúm leyfir. Að málþingi loknu minnum við gesti á formlega dagskrá Kvennaárs, sögugönguna í Lækjargötu, útifundinn á Arnarhóli sem og aðra viðburði um land allt. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ og Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun