Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar 22. október 2025 15:32 Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem kallað var „frekja“ í æsku, kallast „leiðtogahæfni“ í dag. Þegar ég var lítil stelpa heyrði ég oft að ég væri frekja, stjórnsöm og „bossy“. Ég var alltaf að ráðskast. „Þú átt að vera þessi dúkka og ég er þessi.“ Það er nú kannski bara eðlilegt fyrir leikskólabarn, er það ekki? Í grunnskóla fann ég að ég átti að bæla þetta niður. Ekki taka pláss. Ég mátti sjá um atriði fyrir samsönginn en ekki gera samt of mikið, eða það var allavega upplifunin. Helst ekki segja mína skoðun og ef ég þurfti að spyrja spurninga þá átti ég ekki hafa þær of langar. Mér leið eins og ég mætti ekki vera ég sjálf. Ég átti að passa í hópinn, en ég gerði það samt ekkert. Ég bældi sjálfa mig meira og meira niður, þó svo að litla stelpan í mér reyndi sífellt að brjótast út. Í seinni tíð hef ég talað við konur með svipaða upplifun. Við hlæjum að því hvernig hópaverkefnin í skólunum enduðu oft á okkur. Afsökunin „þú ert svo góð í þessu“ virðist hafa virkað á okkur allar. En góðar í hverju? Var það skipulagið á verkefninu, glærurnar, kynningin sjálf, eða bara allt af þessu? Við lærðum ekki sem börn að setja öðrum mörk í hópaverkefnunum svo hvernig áttum við að vita að við ættum ekki að sætta okkur við þetta? Síðan á eldri árum var ég oft kölluð mamman í hópnum. Þessi sem passaði upp á að dagskráin gengi upp og að allir væru með og kæmust síðan öruggir heim af djamminu. En ef maður rýnir nánar í þetta, þá sé ég ekki betur en að mömmur í þessum skilningi séu leiðtogar. Manneskjan sem passar upp á að hlutirnir gangi upp. Það var nefnilega ekki fyrr en nýlega sem að allir þessir eiginlegar sem ég átti að bæla, voru dregnir upp á yfirborðið og þeim fagnað. Ég var ekki stjórnsöm, ég hafði frumkvæði. Ég var ekki frekja, ég hafði sterkar skoðanir. Ég var ekki bossy, ég var leiðtogi. Það skiptir svo miklu máli að við segjum stelpum hvað þær eru flottar og nota ekki orð yfir þær sem hafa gríðarlega mótandi áhrifa á þeirra sjálfsmynd. Kennum þeim að það er í lagi að hafa sterkar skoðanir og að aðrir megi líka hafa skoðanir. Kennum þeim að rökræða, fara með ræður, styrkja sig til að verða kröftugu konurnar sem búa í þeim. Ef við viljum sjá konur leiða með sjálfstrausti á vinnustöðum, í stjórnmálum og í samfélaginu, þá verðum við að byrja í leikskólanum, með stelpunum sem eru að skipuleggja dúkkuleiki og trúa því að þær séu „frekjur“. Þær eru framtíðar leiðtogarnir okkar. Bælum ekki niður stelpur, byggjum þær upp, hvetjum þær til að taka pláss og verum samfélag þar sem þær mega vera þær sjálfar. Höfundur er mamma og félagi í JCI (Junior Chamber International). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem kallað var „frekja“ í æsku, kallast „leiðtogahæfni“ í dag. Þegar ég var lítil stelpa heyrði ég oft að ég væri frekja, stjórnsöm og „bossy“. Ég var alltaf að ráðskast. „Þú átt að vera þessi dúkka og ég er þessi.“ Það er nú kannski bara eðlilegt fyrir leikskólabarn, er það ekki? Í grunnskóla fann ég að ég átti að bæla þetta niður. Ekki taka pláss. Ég mátti sjá um atriði fyrir samsönginn en ekki gera samt of mikið, eða það var allavega upplifunin. Helst ekki segja mína skoðun og ef ég þurfti að spyrja spurninga þá átti ég ekki hafa þær of langar. Mér leið eins og ég mætti ekki vera ég sjálf. Ég átti að passa í hópinn, en ég gerði það samt ekkert. Ég bældi sjálfa mig meira og meira niður, þó svo að litla stelpan í mér reyndi sífellt að brjótast út. Í seinni tíð hef ég talað við konur með svipaða upplifun. Við hlæjum að því hvernig hópaverkefnin í skólunum enduðu oft á okkur. Afsökunin „þú ert svo góð í þessu“ virðist hafa virkað á okkur allar. En góðar í hverju? Var það skipulagið á verkefninu, glærurnar, kynningin sjálf, eða bara allt af þessu? Við lærðum ekki sem börn að setja öðrum mörk í hópaverkefnunum svo hvernig áttum við að vita að við ættum ekki að sætta okkur við þetta? Síðan á eldri árum var ég oft kölluð mamman í hópnum. Þessi sem passaði upp á að dagskráin gengi upp og að allir væru með og kæmust síðan öruggir heim af djamminu. En ef maður rýnir nánar í þetta, þá sé ég ekki betur en að mömmur í þessum skilningi séu leiðtogar. Manneskjan sem passar upp á að hlutirnir gangi upp. Það var nefnilega ekki fyrr en nýlega sem að allir þessir eiginlegar sem ég átti að bæla, voru dregnir upp á yfirborðið og þeim fagnað. Ég var ekki stjórnsöm, ég hafði frumkvæði. Ég var ekki frekja, ég hafði sterkar skoðanir. Ég var ekki bossy, ég var leiðtogi. Það skiptir svo miklu máli að við segjum stelpum hvað þær eru flottar og nota ekki orð yfir þær sem hafa gríðarlega mótandi áhrifa á þeirra sjálfsmynd. Kennum þeim að það er í lagi að hafa sterkar skoðanir og að aðrir megi líka hafa skoðanir. Kennum þeim að rökræða, fara með ræður, styrkja sig til að verða kröftugu konurnar sem búa í þeim. Ef við viljum sjá konur leiða með sjálfstrausti á vinnustöðum, í stjórnmálum og í samfélaginu, þá verðum við að byrja í leikskólanum, með stelpunum sem eru að skipuleggja dúkkuleiki og trúa því að þær séu „frekjur“. Þær eru framtíðar leiðtogarnir okkar. Bælum ekki niður stelpur, byggjum þær upp, hvetjum þær til að taka pláss og verum samfélag þar sem þær mega vera þær sjálfar. Höfundur er mamma og félagi í JCI (Junior Chamber International).
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar