Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:48 Fyrir 111 árum, þann 25. október 1914, komu konur í Reykjavík saman og stofnuðu verkakvennafélagið Framsókn. Hugmyndin um sérstakt stéttarfélag fyrir konur spratt úr kvenréttindahreyfingunni, sem lagði áherslu á að fjárhagslegt sjálfstæði og mannsæmandi vinnuaðstæður væru forsenda borgaralegra réttinda kvenna og jafnréttis kynjanna. Baráttan fyrir kjarajafnrétti og öryggi á vinnustað hefur því frá upphafi verið samfléttuð baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Það var krafan um jöfn laun sem fékk konur á Íslandi til að ganga út af vinnustöðum og heimilum á kvennafrídegi 1975. Og það er krafan um jöfn laun og frelsi frá ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða utan, sem hefur verið drifkraftur kvennaverkfalla á Íslandi síðan þá. Ofbeldi og áreitni er landlægt í samfélaginu Við höfum náð langt síðustu áratugina við að tryggja sjálfsögð mannréttindi og kjör kvenna, en við eigum þó enn töluvert í land til að ná fullu jafnrétti kynjanna. Ein stærsta meinsemdin í samfélaginu er ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér stað ekki aðeins innan veggja heimilanna eða í myrkum skuggasundum, heldur einnig á björtum vinnustöðum. Einelti og áreitni er landlægt á íslenskum vinnumarkaði. #MeToo-byltingin árið 2018 afhjúpaði skelfilegar frásagnir af ofbeldi og áreitni sem konur hafa orðið fyrir í vinnunni, frásagnir sem því miður eru ekki einsdæmi. Í rannsókn sem Félagsmálaráðuneytið lét gera á umfangi eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði árið 2020 kom fram að rúmlega 20% launafólks hefur á starfsferli sínum orðið fyrir einelti á vinnustað, 16% hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á vinnustað er hærra, en í rannsókninni Áfallasögu kvenna við Háskóla Íslands kemur fram að 32% kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Ísland uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar um að uppræta ofbeldi Árið 2019 samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkt sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnustað – Samþykkt ILO nr. 190, aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Samþykktin skuldbindur aðildarríki til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og kallar á virkar aðgerðir atvinnurekenda og stjórnvalda til að koma í veg fyrir og bregðast við slíkum brotum. Ekki er enn búið að fullgilda þennan sáttmála hér á Íslandi. Erum við þar eftirbátar norrænu frændþjóða, en Noregur fullgilti sáttmálann árið 2023 og Danmörk og Finnland árið 2024. Minnumst baráttu formæðra okkar Í ár minnumst við þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall og sameinuðust í kröfu um jöfn kjör á vinnumarkaði. Við minnumst einnig þess að 140 ár eru liðin frá upphafi skipulagðrar kvenréttindabaráttu á Íslandi, þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti grein í tímaritinu Fjallkonunni og tók þannig til máls um kvenréttindi og stöðu kvenna, fyrst kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Bríetar og allra þeirra kvenna, karla og kvára sem hafa fylgt í hennar spor, höfum við ekki enn náð að tryggja fullt jafnrétti kynjanna, hvorki á vinnumarkaði né í samfélaginu í heild. Skref í rétta átt væri að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 og tryggja þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld beri ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og styðja þolendur. Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir 111 árum, þann 25. október 1914, komu konur í Reykjavík saman og stofnuðu verkakvennafélagið Framsókn. Hugmyndin um sérstakt stéttarfélag fyrir konur spratt úr kvenréttindahreyfingunni, sem lagði áherslu á að fjárhagslegt sjálfstæði og mannsæmandi vinnuaðstæður væru forsenda borgaralegra réttinda kvenna og jafnréttis kynjanna. Baráttan fyrir kjarajafnrétti og öryggi á vinnustað hefur því frá upphafi verið samfléttuð baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Það var krafan um jöfn laun sem fékk konur á Íslandi til að ganga út af vinnustöðum og heimilum á kvennafrídegi 1975. Og það er krafan um jöfn laun og frelsi frá ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða utan, sem hefur verið drifkraftur kvennaverkfalla á Íslandi síðan þá. Ofbeldi og áreitni er landlægt í samfélaginu Við höfum náð langt síðustu áratugina við að tryggja sjálfsögð mannréttindi og kjör kvenna, en við eigum þó enn töluvert í land til að ná fullu jafnrétti kynjanna. Ein stærsta meinsemdin í samfélaginu er ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér stað ekki aðeins innan veggja heimilanna eða í myrkum skuggasundum, heldur einnig á björtum vinnustöðum. Einelti og áreitni er landlægt á íslenskum vinnumarkaði. #MeToo-byltingin árið 2018 afhjúpaði skelfilegar frásagnir af ofbeldi og áreitni sem konur hafa orðið fyrir í vinnunni, frásagnir sem því miður eru ekki einsdæmi. Í rannsókn sem Félagsmálaráðuneytið lét gera á umfangi eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á vinnumarkaði árið 2020 kom fram að rúmlega 20% launafólks hefur á starfsferli sínum orðið fyrir einelti á vinnustað, 16% hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á vinnustað er hærra, en í rannsókninni Áfallasögu kvenna við Háskóla Íslands kemur fram að 32% kvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Ísland uppfyllir ekki alþjóðlegar skuldbindingar um að uppræta ofbeldi Árið 2019 samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) samþykkt sem tekur á ofbeldi og áreitni á vinnustað – Samþykkt ILO nr. 190, aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Samþykktin skuldbindur aðildarríki til að grípa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og kallar á virkar aðgerðir atvinnurekenda og stjórnvalda til að koma í veg fyrir og bregðast við slíkum brotum. Ekki er enn búið að fullgilda þennan sáttmála hér á Íslandi. Erum við þar eftirbátar norrænu frændþjóða, en Noregur fullgilti sáttmálann árið 2023 og Danmörk og Finnland árið 2024. Minnumst baráttu formæðra okkar Í ár minnumst við þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að konur fóru fyrst í verkfall og sameinuðust í kröfu um jöfn kjör á vinnumarkaði. Við minnumst einnig þess að 140 ár eru liðin frá upphafi skipulagðrar kvenréttindabaráttu á Íslandi, þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti grein í tímaritinu Fjallkonunni og tók þannig til máls um kvenréttindi og stöðu kvenna, fyrst kvenna á Íslandi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu Bríetar og allra þeirra kvenna, karla og kvára sem hafa fylgt í hennar spor, höfum við ekki enn náð að tryggja fullt jafnrétti kynjanna, hvorki á vinnumarkaði né í samfélaginu í heild. Skref í rétta átt væri að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 og tryggja þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld beri ábyrgð á að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og styðja þolendur. Viska hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar