Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:02 Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar. Um 90% kvenna á Íslandi gengu út til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Bylting sem breytti íslensku samfélagi til frambúðar. Dagurinn í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna, samtaka sem fagna áttatíu ára afmæli á þessu ári. Það er engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu árið 1975 þegar ákveðið var að halda fyrsta kvennafríið. Þá hafði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað árið málefnum kvenna – og þar með var lagður grunnur að alþjóðlegri hreyfingu sem hefur síðan haft djúpstæð áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Þessi tenging – milli íslensku kvennabaráttunnar og starfa Sameinuðu þjóðanna – hefur verið óslitin frá þeim degi. Það er ástæðan fyrir því að Ísland hefur um áratugaskeið lagt mikla áherslu á jafnrétti í allri sinni utanríkisstefnu og unnið með Sameinuðu þjóðunum að því að gera heiminn öruggari og réttlátari. Hugsjónir friðar, lýðræðis og mannréttinda Þegar Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar 19. nóvember 1946 sagði Thor Thors, fastafulltrúi Íslands, í ávarpi í allsherjarþinginu við það tilefni: „Íslenska þjóðin byggir líf sitt og framtíð sína á hugsjónum friðar, lýðræðis og mannréttinda, en einmitt þessar háu hugsjónir eru grundvöllur hinna sameinuðu þjóða. Það er fullkomlega ljóst að nú á dögum, með hinum hryllilegu, gjöreyðandi og víðtæku morðtækjum, táknar öryggi minnstu þjóðar heimsins, sama og öryggi stærstu þjóðanna og raunar alheimsins. Þegar húsið brennur einhvers staðar á okkar litla hnetti, getur bálið teygt sig um alla okkar litlu veröld og steypt henni í rústir.“ Það er merkilegt hversu vel þessi orð eiga við enn þann dag í dag. Því jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt grunn að reglum og kerfum sem tryggt hafa frið, mannréttindi og samvinnu áratugum saman, þá eru blikur á lofti. Stríð geysa, mannréttindi eru brotin og bakslag hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim. Jafnvel í ríkjum sem áður voru fyrirmynd annarra. Þess vegna þurfum við nú, líkt og konurnar á Lækjartorgi fyrir fimmtíu árum, að þétta raðirnar og standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Smáríki eins og Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að samvinna ríkja haldist traust. Það gildir jafnt í friðarumleitunum, viðskiptum og mannréttindabaráttu – og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Við höfum barist fyrir réttindum kvenna og stúlkna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, lagt áherslu á þátttöku kvenna í friðarviðræðum og öryggismálum og unnið að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ísland situr nú í annað sinn í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fylgir þannig eftir okkar mikilvægu áherslum. Við eigum ekki að hika við að stíga fram og taka að okkur hlutverk sem öflugt smáríki í samfélagi þjóðanna. Til hamingju, konur Íslands Við Íslendingar urðum fyrst til að kjósa konu þjóðhöfðingja í lýðræðislegri kosningu, Vigdísi Finnbogadóttur, og nú er svo komið að kona er forseti Íslands, öðru sinni, Halla Tómasdóttir. Þá leiða þrjár konur ríkisstjórn í fyrsta sinn, biskup þjóðkirkjunnar er kona, borgarstjóri höfuðborgarinnar er kona og ríkislögreglustjóri er kona. Allt er þetta til marks um þann árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á síðustu árum og áratugum. Enn er verk að vinna en okkar árangur skapar fordæmi sem vonandi getur veitt öðrum innblástur. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Enn hallar á konur í launum auk þess sem kynbundið ofbeldi og misrétti þrífst því miður í okkar samfélagi. Það er því ekki síst á þessum degi sem við eigum að horfa bæði til baka og fram á veginn. Til baka til þeirra sem stigu fyrstu skrefin, og fram til næstu kynslóða sem treysta því að við höldum áfram. Því án samstöðu og sameiginlegrar ábyrgðar verður engin framþróun. Tvö afmæli – ein barátta Í dag fögnum við tveimur stórum áföngum – fimmtíu ára afmæli kvennafrísins og áttatíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ekki tvær ólíkar sögur heldur ein og sama saga: sagan um trú á mannréttindin og kraft samstöðunnar. Til hamingju konur Íslands, og til hamingju Sameinuðu þjóðirnar. Ég strengi þess heit að gera mitt til að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á meðal þjóða þessa heims á sviði mannréttinda, lýðræðis og friðar, Íslandi til gæfu og farsældar. Ég trúi því og treysti að um þetta markmið ríki hér eftir sem hingað til víðtæk sátt á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því sem við höfum áorkað, en við vitum líka að verkinu er ekki lokið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar. Um 90% kvenna á Íslandi gengu út til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Bylting sem breytti íslensku samfélagi til frambúðar. Dagurinn í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna, samtaka sem fagna áttatíu ára afmæli á þessu ári. Það er engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu árið 1975 þegar ákveðið var að halda fyrsta kvennafríið. Þá hafði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað árið málefnum kvenna – og þar með var lagður grunnur að alþjóðlegri hreyfingu sem hefur síðan haft djúpstæð áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Þessi tenging – milli íslensku kvennabaráttunnar og starfa Sameinuðu þjóðanna – hefur verið óslitin frá þeim degi. Það er ástæðan fyrir því að Ísland hefur um áratugaskeið lagt mikla áherslu á jafnrétti í allri sinni utanríkisstefnu og unnið með Sameinuðu þjóðunum að því að gera heiminn öruggari og réttlátari. Hugsjónir friðar, lýðræðis og mannréttinda Þegar Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar 19. nóvember 1946 sagði Thor Thors, fastafulltrúi Íslands, í ávarpi í allsherjarþinginu við það tilefni: „Íslenska þjóðin byggir líf sitt og framtíð sína á hugsjónum friðar, lýðræðis og mannréttinda, en einmitt þessar háu hugsjónir eru grundvöllur hinna sameinuðu þjóða. Það er fullkomlega ljóst að nú á dögum, með hinum hryllilegu, gjöreyðandi og víðtæku morðtækjum, táknar öryggi minnstu þjóðar heimsins, sama og öryggi stærstu þjóðanna og raunar alheimsins. Þegar húsið brennur einhvers staðar á okkar litla hnetti, getur bálið teygt sig um alla okkar litlu veröld og steypt henni í rústir.“ Það er merkilegt hversu vel þessi orð eiga við enn þann dag í dag. Því jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt grunn að reglum og kerfum sem tryggt hafa frið, mannréttindi og samvinnu áratugum saman, þá eru blikur á lofti. Stríð geysa, mannréttindi eru brotin og bakslag hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim. Jafnvel í ríkjum sem áður voru fyrirmynd annarra. Þess vegna þurfum við nú, líkt og konurnar á Lækjartorgi fyrir fimmtíu árum, að þétta raðirnar og standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Smáríki eins og Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að samvinna ríkja haldist traust. Það gildir jafnt í friðarumleitunum, viðskiptum og mannréttindabaráttu – og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Við höfum barist fyrir réttindum kvenna og stúlkna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, lagt áherslu á þátttöku kvenna í friðarviðræðum og öryggismálum og unnið að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ísland situr nú í annað sinn í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fylgir þannig eftir okkar mikilvægu áherslum. Við eigum ekki að hika við að stíga fram og taka að okkur hlutverk sem öflugt smáríki í samfélagi þjóðanna. Til hamingju, konur Íslands Við Íslendingar urðum fyrst til að kjósa konu þjóðhöfðingja í lýðræðislegri kosningu, Vigdísi Finnbogadóttur, og nú er svo komið að kona er forseti Íslands, öðru sinni, Halla Tómasdóttir. Þá leiða þrjár konur ríkisstjórn í fyrsta sinn, biskup þjóðkirkjunnar er kona, borgarstjóri höfuðborgarinnar er kona og ríkislögreglustjóri er kona. Allt er þetta til marks um þann árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á síðustu árum og áratugum. Enn er verk að vinna en okkar árangur skapar fordæmi sem vonandi getur veitt öðrum innblástur. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Enn hallar á konur í launum auk þess sem kynbundið ofbeldi og misrétti þrífst því miður í okkar samfélagi. Það er því ekki síst á þessum degi sem við eigum að horfa bæði til baka og fram á veginn. Til baka til þeirra sem stigu fyrstu skrefin, og fram til næstu kynslóða sem treysta því að við höldum áfram. Því án samstöðu og sameiginlegrar ábyrgðar verður engin framþróun. Tvö afmæli – ein barátta Í dag fögnum við tveimur stórum áföngum – fimmtíu ára afmæli kvennafrísins og áttatíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ekki tvær ólíkar sögur heldur ein og sama saga: sagan um trú á mannréttindin og kraft samstöðunnar. Til hamingju konur Íslands, og til hamingju Sameinuðu þjóðirnar. Ég strengi þess heit að gera mitt til að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á meðal þjóða þessa heims á sviði mannréttinda, lýðræðis og friðar, Íslandi til gæfu og farsældar. Ég trúi því og treysti að um þetta markmið ríki hér eftir sem hingað til víðtæk sátt á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því sem við höfum áorkað, en við vitum líka að verkinu er ekki lokið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun