Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 12:01 Ekvadorinn Moises Caicedo heillaði menn upp úr skónum í gærkvöld. Getty/Rob Newell Eiður Smári Guðjohnsen mætti ásamt sínum gamla liðsfélaga Joe Cole á Stamford Bridge í gærkvöld þar sem þeir störfuðu sem sparkspekingar í beinni útsendingu TNT Sports. Eiður og Cole fengu að sjá Chelsea-liðið í essinu sínu því það fagnaði 5-1 sigri gegn Ajax. Þar hjálpaði reyndar til að Ajax skyldi missa mann af velli snemma leiks en helstu atvik leiksins má sjá hér að neðan. Eiður og Cole voru sérstaklega hrifnir af frammistöðu Moises Caicedo sem skoraði eitt marka Chelsea. Félagið sló breskt met þegar það samþykkti að greiða Brighton 115 milljónir punda fyrir Caicedo sumarið 2023 en félagarnir eru ekki í vafa um að sú fjárfesting borgi sig. „Ég myndi ekki bara segja að hann sé einn besti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni. Ég myndi ganga lengra en það. Hann hefur allt sem til þarf til þess að verða besti miðjumaður síðari ára,“ sagði Eiður og Cole sagði ekki hægt að mótmæla því. "He's got the potential to be the best midfielder!"Eidur Gudjohnsen and Joe Cole full of praise for Moisés Caicedo’s performances 🙌@tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/I2U2qk4ysR— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 22, 2025 „Félagið hefur verið afar lánsamt í þessari stöðu, með menn eins og Makalele og Kante. Menn vita hvenær þeir sjá góðan miðjumann og þessir stuðningsmenn elska Caicedo. Það voru spurningamerki því hundrað milljónir punda er há upphæð, en hann er hverrar krónu virði,“ sagði Cole. Næsti leikur Chelsea er á laugardaginn klukkan 14 þegar liðið tekur á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Eiður og Cole fengu að sjá Chelsea-liðið í essinu sínu því það fagnaði 5-1 sigri gegn Ajax. Þar hjálpaði reyndar til að Ajax skyldi missa mann af velli snemma leiks en helstu atvik leiksins má sjá hér að neðan. Eiður og Cole voru sérstaklega hrifnir af frammistöðu Moises Caicedo sem skoraði eitt marka Chelsea. Félagið sló breskt met þegar það samþykkti að greiða Brighton 115 milljónir punda fyrir Caicedo sumarið 2023 en félagarnir eru ekki í vafa um að sú fjárfesting borgi sig. „Ég myndi ekki bara segja að hann sé einn besti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni. Ég myndi ganga lengra en það. Hann hefur allt sem til þarf til þess að verða besti miðjumaður síðari ára,“ sagði Eiður og Cole sagði ekki hægt að mótmæla því. "He's got the potential to be the best midfielder!"Eidur Gudjohnsen and Joe Cole full of praise for Moisés Caicedo’s performances 🙌@tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/I2U2qk4ysR— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 22, 2025 „Félagið hefur verið afar lánsamt í þessari stöðu, með menn eins og Makalele og Kante. Menn vita hvenær þeir sjá góðan miðjumann og þessir stuðningsmenn elska Caicedo. Það voru spurningamerki því hundrað milljónir punda er há upphæð, en hann er hverrar krónu virði,“ sagði Cole. Næsti leikur Chelsea er á laugardaginn klukkan 14 þegar liðið tekur á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira